„Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2023 21:19 Ragnar Þór Ingólfsson. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. „Þó staðan sé um margt fordæmalaus eftir boðun verkbanns SA í kjardeilu Eflingar hefur margt verið sagt og margar fullyrðingar settar fram sem standast litla sem enga skoðun,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendum skoðanapistli á Vísi. Í greininni segir Ragnar Þór að fullyrðingar um að þeir samningar sem þegar hafi verið gengið frá á almennum vinnumarkaði móti í einu og öllu það sem er í boði fyrir aðra, falli í flokk þessara fullyrðinga. Þá sé gefið í skyn að SA sé bundið trúnaði við þau verkalýðsfélög sem skrifað hafi undir samninga, og það að frumkvæði félaganna. „Engar kröfur um slíkt voru settar fram og ekkert slíkt samkomulag var gert. Það hljóta allir að skilja að stéttarfélag sem gengur frá kjarasamningi hefur ekkert umboð eða vald til að binda önnur félög af því sama. Það er því alfarið á ábyrgð viðsemjandans að halda slíku fram og til streitu.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur ítrekað sagt í viðtölum við fjölmiðla að trúnaður SA liggi gegn viðsemjendum sínum, verkalýðsfélögunum, og að með því að ganga of langt í eftirgjöf við kröfum Eflingar yrði sá trúnaður rofinn, og það væri ekki inni í myndinni. Harka í kjarabaráttu sé ekki ný af nálinni Í grein sinni segir Ragnar einnig að látið sé að því liggja að verkfallsaðgerðir séu fordæmalaus nálgun stéttarfélaga við að ná fram nauðsynlegum kjarabótum. „Ef við byrjum á þeim meinta trúnaði sem SA heldur til haga virðist sá trúnaður eingöngu takmarkast við stöðu þeirra sem lægst hafa launin og beinast sérstaklega gegn einu stéttarfélagi. Staðreyndin er sú að í þeim kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðastliðin ár hefur lítið farið fyrir þessum meinta trúnaði hins opinbera og SA þegar aðrar stéttir ganga fram á eftir okkur,“ skrifar Ragnar Þór. Hann bendir á að árið 2015 hafi VR og Starfsgreinasambandið boðað til verkfallsaðgerða sem áttu að enda með allsherjarverkföllum. Þær aðgerðir hafi verið samþykktar með tæplega 60 prósent atkvæða hjá VR, en 95 pósent atkvæða há SGS. Flest félög hafi á þessum tíma boðað aðgerðir eða farið í verkföll, þeirra á meðal BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands og fleiri félög, sem nú hefja sínar kjaraviðræður. „Ég hvet fólk til að vafra um netið og kynna sér orðræðuna og hörkuna sem var í þeim deilum. Ég var í samninganefnd VR á þessum tíma og man vel hversu mikil harka var í viðræðunum og öllum áróðrinum sem á okkur dundi. Sem fyrr var þetta eina leiðin, boðun aðgerða, til að fá SA og aðra viðsemjendur að samningaborðinu, af einhverri alvöru,“ skrifar Ragnar Þór og bendir á að harkan hafi síst verið minni í aðdraganda Lífskjarasamninganna árið 2019. „Við vorum úthrópuð kolruglað lið sem væri á góðri leið með að setja hagkerfið á hliðina og vildi bara í átök átakanna vegna. Að kröfur okkar væru sturlaðar! Þið vonandi munið þetta allt saman, internetið gerir það allavega. Deilan endaði með því að boðað var til verkfallsaðgerða. Það var eina leiðin til að fá SA að borðinu. Það var ekkert að frétta fram að þeim tímapunkti fyrr en verkföll voru hafin en þá var fyrst hægt að hefja lausnamiðað samtal af einhverri alvöru og samningar vöru í höfn stuttu síðar.“ Sanngirni og réttlæti en ekki hver sagði hvað Ragnar segir fráleitt að halda því fram að útilokað sé fyrir einn hóp að ná fram meiri kjarabótum en annar og að allir samningar þurfi að vera eins. „Nýsamþykktir samningar VR/LÍV voru með töluvert öðrum hætti en SGS. Og samningur samflots iðnaðarmanna tók tillit til þátta er snéru að vinnutíma og iðnnemataxta sem voru ekki í samningum VR. Sama var uppi á teningnum 2019 þegar VR var með aðra útfærslu á sínum samningum er snéru t.d. að styttingu vinnuvikunnar og leiðréttingu á launahlutfalls skerðingum 18 til 20 ára svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að vera í bandalagi með öðrum þá var tekið tillit til ólíkra þarfa okkar félagsfólks og samsetningar okkar félags,“ skrifar Ragnar Þór. Í pistli sínum bendir Ragnar Þór á að kjarabaráttan snúist í grunninn um sanngirni og réttlæti fremur en persónur og leikendur sem að henni koma. Hún snúist um mannlega reisn, en ekki hver sagði hvað og hver svaraði fullum hálsi. „Prófaðu að taka persónur út fyrir sviga og mátaðu þig inn í raunveruleika þeirra sem vinna fulla vinnu á lægstu launum. Prófaðu að setja þig í spor þeirra sem fengu 80 þúsund króna hækkun á leigu eða tvöfaldaðu afborgunina af húsnæðisláninu, ef það hefur ekki hækkað nú þegar, og reiknaðu stöðu þína út frá því. Setjum okkur í spor þeirra sem þurfa að segja börnunum sínum að nú þurfi að flytja í nýtt hverfi eða sveitarfélag vegna þess að endar ná ekki saman. Setjum okkur í spor þeirra sem eru að sinna fárveikum foreldrum eða börnum í fjársveltu biðlistakerfi. Setjum okkur í þessi spor og tjáum okkur um stöðuna út frá því og hverju er um að kenna,“ skrifar Ragnar Þór að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45 Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23. febrúar 2023 12:44 SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Þó staðan sé um margt fordæmalaus eftir boðun verkbanns SA í kjardeilu Eflingar hefur margt verið sagt og margar fullyrðingar settar fram sem standast litla sem enga skoðun,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendum skoðanapistli á Vísi. Í greininni segir Ragnar Þór að fullyrðingar um að þeir samningar sem þegar hafi verið gengið frá á almennum vinnumarkaði móti í einu og öllu það sem er í boði fyrir aðra, falli í flokk þessara fullyrðinga. Þá sé gefið í skyn að SA sé bundið trúnaði við þau verkalýðsfélög sem skrifað hafi undir samninga, og það að frumkvæði félaganna. „Engar kröfur um slíkt voru settar fram og ekkert slíkt samkomulag var gert. Það hljóta allir að skilja að stéttarfélag sem gengur frá kjarasamningi hefur ekkert umboð eða vald til að binda önnur félög af því sama. Það er því alfarið á ábyrgð viðsemjandans að halda slíku fram og til streitu.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur ítrekað sagt í viðtölum við fjölmiðla að trúnaður SA liggi gegn viðsemjendum sínum, verkalýðsfélögunum, og að með því að ganga of langt í eftirgjöf við kröfum Eflingar yrði sá trúnaður rofinn, og það væri ekki inni í myndinni. Harka í kjarabaráttu sé ekki ný af nálinni Í grein sinni segir Ragnar einnig að látið sé að því liggja að verkfallsaðgerðir séu fordæmalaus nálgun stéttarfélaga við að ná fram nauðsynlegum kjarabótum. „Ef við byrjum á þeim meinta trúnaði sem SA heldur til haga virðist sá trúnaður eingöngu takmarkast við stöðu þeirra sem lægst hafa launin og beinast sérstaklega gegn einu stéttarfélagi. Staðreyndin er sú að í þeim kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðastliðin ár hefur lítið farið fyrir þessum meinta trúnaði hins opinbera og SA þegar aðrar stéttir ganga fram á eftir okkur,“ skrifar Ragnar Þór. Hann bendir á að árið 2015 hafi VR og Starfsgreinasambandið boðað til verkfallsaðgerða sem áttu að enda með allsherjarverkföllum. Þær aðgerðir hafi verið samþykktar með tæplega 60 prósent atkvæða hjá VR, en 95 pósent atkvæða há SGS. Flest félög hafi á þessum tíma boðað aðgerðir eða farið í verkföll, þeirra á meðal BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands og fleiri félög, sem nú hefja sínar kjaraviðræður. „Ég hvet fólk til að vafra um netið og kynna sér orðræðuna og hörkuna sem var í þeim deilum. Ég var í samninganefnd VR á þessum tíma og man vel hversu mikil harka var í viðræðunum og öllum áróðrinum sem á okkur dundi. Sem fyrr var þetta eina leiðin, boðun aðgerða, til að fá SA og aðra viðsemjendur að samningaborðinu, af einhverri alvöru,“ skrifar Ragnar Þór og bendir á að harkan hafi síst verið minni í aðdraganda Lífskjarasamninganna árið 2019. „Við vorum úthrópuð kolruglað lið sem væri á góðri leið með að setja hagkerfið á hliðina og vildi bara í átök átakanna vegna. Að kröfur okkar væru sturlaðar! Þið vonandi munið þetta allt saman, internetið gerir það allavega. Deilan endaði með því að boðað var til verkfallsaðgerða. Það var eina leiðin til að fá SA að borðinu. Það var ekkert að frétta fram að þeim tímapunkti fyrr en verkföll voru hafin en þá var fyrst hægt að hefja lausnamiðað samtal af einhverri alvöru og samningar vöru í höfn stuttu síðar.“ Sanngirni og réttlæti en ekki hver sagði hvað Ragnar segir fráleitt að halda því fram að útilokað sé fyrir einn hóp að ná fram meiri kjarabótum en annar og að allir samningar þurfi að vera eins. „Nýsamþykktir samningar VR/LÍV voru með töluvert öðrum hætti en SGS. Og samningur samflots iðnaðarmanna tók tillit til þátta er snéru að vinnutíma og iðnnemataxta sem voru ekki í samningum VR. Sama var uppi á teningnum 2019 þegar VR var með aðra útfærslu á sínum samningum er snéru t.d. að styttingu vinnuvikunnar og leiðréttingu á launahlutfalls skerðingum 18 til 20 ára svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að vera í bandalagi með öðrum þá var tekið tillit til ólíkra þarfa okkar félagsfólks og samsetningar okkar félags,“ skrifar Ragnar Þór. Í pistli sínum bendir Ragnar Þór á að kjarabaráttan snúist í grunninn um sanngirni og réttlæti fremur en persónur og leikendur sem að henni koma. Hún snúist um mannlega reisn, en ekki hver sagði hvað og hver svaraði fullum hálsi. „Prófaðu að taka persónur út fyrir sviga og mátaðu þig inn í raunveruleika þeirra sem vinna fulla vinnu á lægstu launum. Prófaðu að setja þig í spor þeirra sem fengu 80 þúsund króna hækkun á leigu eða tvöfaldaðu afborgunina af húsnæðisláninu, ef það hefur ekki hækkað nú þegar, og reiknaðu stöðu þína út frá því. Setjum okkur í spor þeirra sem þurfa að segja börnunum sínum að nú þurfi að flytja í nýtt hverfi eða sveitarfélag vegna þess að endar ná ekki saman. Setjum okkur í spor þeirra sem eru að sinna fárveikum foreldrum eða börnum í fjársveltu biðlistakerfi. Setjum okkur í þessi spor og tjáum okkur um stöðuna út frá því og hverju er um að kenna,“ skrifar Ragnar Þór að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45 Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23. febrúar 2023 12:44 SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45
Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23. febrúar 2023 12:44
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05