Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2023 19:56 Mótmælendur hvöttu forsætisráðherra til að koma út og ræða við þá án árangurs. Vísir/Vilhelm Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. Það var baráttuhugur í þeim um eða rúmlega þrjú hundruð sem mættu í Iðnó í dag til að sýna öðrum félögum sínum í Eflingu stuðning og meðtaka nýjustu skilaboðin frá forystu félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um allsherjar verkbann á félaga Eflingar hafi breytt áætlunum félagsins varðandi nýja og víðtæka lotu verkfalla sem hefjast átti á þriðjudag. Sólveig Anna Jónsdóttir segir sam ninganefnd félagsins hafa ákveðið að hætta við boðuð viðbótarverkföll eftir öfbeldisaðgerð SA með setningu verkbanns.Vísir/Vilhelm „Samninganefnd Eflingar hefur tekið ákvörðun um að af þeim verkföllum verði ekki í ljósi þeirrar ótrúlegu og brjálsemislegu ákvörðunar Samtaka atvinnulífsins að boða til verkbanns. Sem á þá að ná til allra félagsmanna Eflingar á höfuðborgarsvæðinu sem eru á almenna markaðnum,“ sagði Sólveig Anna í Iðnó í dag. Verkbannið hefði meðal annars náð til þeirra sem hefðu farið í verkfall í næstu viku og vinnudeilusjóður Eflingar hefði greitt bætur. Sjóðurinn gæti hins vegar ekki staðið undir greiðslum til allra 21 þúsund félagsmanna Eflingar í verkbanni. Ekki væri þó útilokað að nýjar verkfallsaðgerðir verði boðaðar síðar. Yfirstandandi verkföll haldi hins vegar áfram. Mikill baráttuhugur var í um þrjú hundruð félagsmönnum Eflingar sem gengu frá Iðnó að stjórnarráðshúsinu og síðan að alþingishúsinu til að hvetja stjórnvöld til að beita sér í deilu Eflingar við SA.Vísir/Vilhelm „Okkar stærsta málefni núna er að sjá hvort ríkissáttasemjari kallar deiluaðila aftur að borðinu. Hvort hann leggur fram miðlunartillögu. Eða hvort þessi aðgerð Samtaka atvinnulífsins, sem augljóslega er sett fram í pólitískum tilgangi, knýr á um það sem samtökin vilja sökum getuleysis sem þau eru haldin til að gera kjarasamning við Eflingu, að stjórnvöld beiti sér með því að setja lög á þessa deilu,“ segir formaður Eflingar. Efling hefði gert allt sem í valdi hennar og samninganefndar standi til að reyna að nákjarasamningi. Boltinn væri því hjá ríkissáttasemjara. „Það er jafn ljóst að Samtök atvinnulífsins ætla sér ekki að setjast við kjarasamningsborðið og gera við okkur kjarasamning. Þannig að já, ég myndi segja að boltinn væri sannarlega þar.“ Þrír möguleikar í stöðunni Sólveig Anna segir að í raun séu aðeins þrír möguleikar í stöðunni. Settur ríkissáttasemjari kalli SA að samningaborðinu, hann leggi fram nýja miðlunartillögu eða stjórnvöld setji lög á verkfallið. Frá samstöðufundi í Iðnó hélt hersingin með mótmælaspjöld og köllum upp Austurstrætið að stjórnarráðshúsinu. Eflingarfólk af ýmsum þjóðernum kallaði þar eftir því að stjórnvöld beittu sér í deilunni og forsætisráðherra kæmi út og ræddi viðeflingarfólk. Formaður Eflingar knúði dyra á forsætisráðuneytinu með áskorunum á ensku svo allir skildu en án árangurs. „Komið út, ekki fela ykkur. Það er aumkunarvert að fela sig fyrir okkur. Það er skammarlegt. Verið fulltíða, fullvaxinn. Verið hughrökk og komið og hittið okkur núna,“ sagði formaður Eflingar við dyr stjórnarráðshússins undir hvatningum félagsmanna sinna. Félagsmenn Eflingar eru af fjölmörgum þjóðernum að sinna fjölbreyttum störfum í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Litríkur hópur mótmælenda dvaldi nokkra stund við stjórnarráðshúsið og kallaði hvatningarorð að stjórnvöldum. Eftir að mörg þeirra höfðu stillt sér upp við húsið til myndatöku hélt hópurinn hins vegar áfram göngu sinni, í þetta skipti í átt að Alþingishúsinu. Sólveig Anna sagði stjórnvöld þurfa að viðurkenna að eflingarfólk væri ómissandi á höfuðborgarsvæðinu. „Og viðurkenni að það er þeirra pólitíska ábyrgð að standa með okkur og setja kröfu, setja pressu, á Samtök atvinnulífsins að gera það sem samtökin eiga einfaldlega að gera. Sem er að gera eflingarsamning við Eflingarfólk,“ sagði formaðurinn á gönguför með öðrum mótmælendum. Stjónvöld eigi að senda skýr skilaboð til SA um að þau afturkalli auðvirðulegt verkbann og stríðsyfirlýsingu gegn öllu Eflingarfólki. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar marg ítreakað að þau séu bundin af fyrri samningum við 80 prósent félaga á almennum markaði. Hvað þarf að gerast til að brúa þetta bil? „Það er bara mjög einfalt og þú spyrð mig að þessari spurningu. Ég hef sagt síðan við gengum út frá ríkissáttasemjara síðast, eftir að Samtök atvinnulífsins neituðu að gera við okkur kjarasamning, að allt sem við erum að biðja um rúmast innan ramma þess kostnaðar sem Samtök atvinnulífsins hafa notað þegar þau hafa gert kjarasamninga við önnur stéttarfélög.“ Eflingarfólk vill að stjórnvöld viðurkenni að þau séu undirstaðan undir velmegun landsmanna með störfum sínum og þrýsti SA að samningaborðinu.Vísir/Vilhelm Kröfur Eflingar ættu ekki að hleypa öðrum kjarasamningum í uppnám. Samtök atvinnulífsins hafi hins vegar kosið að standa upp frá samningaborðinu síðast liðinn sunnudag. Lausn deilunnar væri í raun mjög einföld. „Kannski er hún svo einföld að það er þess vegna sem fólk sér hana ekki eða skilur hana ekki. Hún er einfaldlega sú að Samtök atvinnulífsins geri það auðveldasta í stöðunni. Sem er að setjast niður með okkur og gera við okkur kjarasamning. Það getur tekið minna en einn dag. Ef viljinn er fyrir hendi getur tekið minna en einn dag að ganga frákjarasamningi við okkur.“ Þú metur það þannig? „Já, ég met það þannig og það er sannleikurinn,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir þá komin að alþingishúsinu. Mótmælin héldu svo áfram þar án mikilla viðbragða þaðan þótt tveir þingmenn Pírata hafi komið út til að fylgjast með og hlusta á kröfurnar. Samtök atvinnulífsins ítrekuðu síðan í dag að það væri ekki valkvætt hjá fyrirtækjum hvort þau sendu Eflingarfólk heim vegna verkbannsins. Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23. febrúar 2023 12:44 SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Það var baráttuhugur í þeim um eða rúmlega þrjú hundruð sem mættu í Iðnó í dag til að sýna öðrum félögum sínum í Eflingu stuðning og meðtaka nýjustu skilaboðin frá forystu félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um allsherjar verkbann á félaga Eflingar hafi breytt áætlunum félagsins varðandi nýja og víðtæka lotu verkfalla sem hefjast átti á þriðjudag. Sólveig Anna Jónsdóttir segir sam ninganefnd félagsins hafa ákveðið að hætta við boðuð viðbótarverkföll eftir öfbeldisaðgerð SA með setningu verkbanns.Vísir/Vilhelm „Samninganefnd Eflingar hefur tekið ákvörðun um að af þeim verkföllum verði ekki í ljósi þeirrar ótrúlegu og brjálsemislegu ákvörðunar Samtaka atvinnulífsins að boða til verkbanns. Sem á þá að ná til allra félagsmanna Eflingar á höfuðborgarsvæðinu sem eru á almenna markaðnum,“ sagði Sólveig Anna í Iðnó í dag. Verkbannið hefði meðal annars náð til þeirra sem hefðu farið í verkfall í næstu viku og vinnudeilusjóður Eflingar hefði greitt bætur. Sjóðurinn gæti hins vegar ekki staðið undir greiðslum til allra 21 þúsund félagsmanna Eflingar í verkbanni. Ekki væri þó útilokað að nýjar verkfallsaðgerðir verði boðaðar síðar. Yfirstandandi verkföll haldi hins vegar áfram. Mikill baráttuhugur var í um þrjú hundruð félagsmönnum Eflingar sem gengu frá Iðnó að stjórnarráðshúsinu og síðan að alþingishúsinu til að hvetja stjórnvöld til að beita sér í deilu Eflingar við SA.Vísir/Vilhelm „Okkar stærsta málefni núna er að sjá hvort ríkissáttasemjari kallar deiluaðila aftur að borðinu. Hvort hann leggur fram miðlunartillögu. Eða hvort þessi aðgerð Samtaka atvinnulífsins, sem augljóslega er sett fram í pólitískum tilgangi, knýr á um það sem samtökin vilja sökum getuleysis sem þau eru haldin til að gera kjarasamning við Eflingu, að stjórnvöld beiti sér með því að setja lög á þessa deilu,“ segir formaður Eflingar. Efling hefði gert allt sem í valdi hennar og samninganefndar standi til að reyna að nákjarasamningi. Boltinn væri því hjá ríkissáttasemjara. „Það er jafn ljóst að Samtök atvinnulífsins ætla sér ekki að setjast við kjarasamningsborðið og gera við okkur kjarasamning. Þannig að já, ég myndi segja að boltinn væri sannarlega þar.“ Þrír möguleikar í stöðunni Sólveig Anna segir að í raun séu aðeins þrír möguleikar í stöðunni. Settur ríkissáttasemjari kalli SA að samningaborðinu, hann leggi fram nýja miðlunartillögu eða stjórnvöld setji lög á verkfallið. Frá samstöðufundi í Iðnó hélt hersingin með mótmælaspjöld og köllum upp Austurstrætið að stjórnarráðshúsinu. Eflingarfólk af ýmsum þjóðernum kallaði þar eftir því að stjórnvöld beittu sér í deilunni og forsætisráðherra kæmi út og ræddi viðeflingarfólk. Formaður Eflingar knúði dyra á forsætisráðuneytinu með áskorunum á ensku svo allir skildu en án árangurs. „Komið út, ekki fela ykkur. Það er aumkunarvert að fela sig fyrir okkur. Það er skammarlegt. Verið fulltíða, fullvaxinn. Verið hughrökk og komið og hittið okkur núna,“ sagði formaður Eflingar við dyr stjórnarráðshússins undir hvatningum félagsmanna sinna. Félagsmenn Eflingar eru af fjölmörgum þjóðernum að sinna fjölbreyttum störfum í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Litríkur hópur mótmælenda dvaldi nokkra stund við stjórnarráðshúsið og kallaði hvatningarorð að stjórnvöldum. Eftir að mörg þeirra höfðu stillt sér upp við húsið til myndatöku hélt hópurinn hins vegar áfram göngu sinni, í þetta skipti í átt að Alþingishúsinu. Sólveig Anna sagði stjórnvöld þurfa að viðurkenna að eflingarfólk væri ómissandi á höfuðborgarsvæðinu. „Og viðurkenni að það er þeirra pólitíska ábyrgð að standa með okkur og setja kröfu, setja pressu, á Samtök atvinnulífsins að gera það sem samtökin eiga einfaldlega að gera. Sem er að gera eflingarsamning við Eflingarfólk,“ sagði formaðurinn á gönguför með öðrum mótmælendum. Stjónvöld eigi að senda skýr skilaboð til SA um að þau afturkalli auðvirðulegt verkbann og stríðsyfirlýsingu gegn öllu Eflingarfólki. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar marg ítreakað að þau séu bundin af fyrri samningum við 80 prósent félaga á almennum markaði. Hvað þarf að gerast til að brúa þetta bil? „Það er bara mjög einfalt og þú spyrð mig að þessari spurningu. Ég hef sagt síðan við gengum út frá ríkissáttasemjara síðast, eftir að Samtök atvinnulífsins neituðu að gera við okkur kjarasamning, að allt sem við erum að biðja um rúmast innan ramma þess kostnaðar sem Samtök atvinnulífsins hafa notað þegar þau hafa gert kjarasamninga við önnur stéttarfélög.“ Eflingarfólk vill að stjórnvöld viðurkenni að þau séu undirstaðan undir velmegun landsmanna með störfum sínum og þrýsti SA að samningaborðinu.Vísir/Vilhelm Kröfur Eflingar ættu ekki að hleypa öðrum kjarasamningum í uppnám. Samtök atvinnulífsins hafi hins vegar kosið að standa upp frá samningaborðinu síðast liðinn sunnudag. Lausn deilunnar væri í raun mjög einföld. „Kannski er hún svo einföld að það er þess vegna sem fólk sér hana ekki eða skilur hana ekki. Hún er einfaldlega sú að Samtök atvinnulífsins geri það auðveldasta í stöðunni. Sem er að setjast niður með okkur og gera við okkur kjarasamning. Það getur tekið minna en einn dag. Ef viljinn er fyrir hendi getur tekið minna en einn dag að ganga frákjarasamningi við okkur.“ Þú metur það þannig? „Já, ég met það þannig og það er sannleikurinn,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir þá komin að alþingishúsinu. Mótmælin héldu svo áfram þar án mikilla viðbragða þaðan þótt tveir þingmenn Pírata hafi komið út til að fylgjast með og hlusta á kröfurnar. Samtök atvinnulífsins ítrekuðu síðan í dag að það væri ekki valkvætt hjá fyrirtækjum hvort þau sendu Eflingarfólk heim vegna verkbannsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23. febrúar 2023 12:44 SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23. febrúar 2023 12:44
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37
Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent