Fundu risavetrarbrautir sem reyna á skilning á alheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 11:04 Mögulegu vetrarbrautirnar sex sem Webb-sjónaukinn fann eins og þær litu út 500-800 milljónum ára eftir Miklahvell. Fyrirbærið neðst til vinstri gæti innihaldið jafnmargar stjörnur og Vetrarbrautin okkar en verið þrjátíu sinnum þéttara en hún. NASA/ESA Risavaxin fyrirbæri sem gætu verið tröllvaxnar vetrarbrautir frá bernsku alheimsins gætu reynt á skilning stjarneðlisfræðinga á alheiminum og upphafsárum hans. Vísindamenn sem fundu þau trúðu ekki eigin augum en þeir en bíða enn staðfestingar á uppgötvuninni. Ferlíkin fundust með James Webb-geimsjónaukanum, stærsta og öflugasta geimsjónauka sögunnar sem tekinn var í notkun í fyrra. Þau eru svo fjarlæg að þegar ljósið lagði af stað frá þeim var alheimurinn innan við 600 milljón ára gamall, aðeins um fjögur prósent af núverandi aldri sínum. Vetrarbrautarefnin eru ekki þau elstu sem Webb hefur fundið. Stærð þeirra og hversu fullmótuð þau eru kom vísindamönnunum hins vegar í opna skjöldu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ivo Labbe, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Swinburne-tækniháskólanum í Ástralíu, segir að teymi hans hafi átt von á að finna smágerðar vetrarbrautir með ungum stjörnum svo skömmu eftir upphaf alheimsins, ekki flikki á borð við þessi með hlutfallslega gömlum stjörnum. „Á meðan flestar vetrarbrautir á þessu tímabili séu lítil og vaxi hægt með tímanum eru nokkur skrímsli á hraðferð til mótunar. Það er ekki vitað hvers vegna eða hvernig,“ segir hann. Töldu að þau hefðu gert mistök Fyrirbærin sex eru öll milljörðunum sinnum massameiri en sólin okkar, eitt þeirra allt að hundrað milljónum sinnum þyngra. Þau eru jafnframt gríðarlega þétt. Í þeim eru um það bil jafnmargar stjörnur og í Vetrarbrautinni okkar en á mun minna svæði. Labbe segir að teymið hafi verið vantrúað í upphafi. Það hafi ekki haft neina trú á að vetrarbrautir á stærð við Vetrarbrautina okkar gætu hafa þróast svo snemma í sögu alheimsins. Sumir vísindamannana töldu að þeir hefðu gert mistök. Kollegi hans Joel Leja frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segir að uppgötvunin storki viðteknum kenningum um hvernig alheimurinn leit út á fyrstu hundrað milljónum áranna eftir Miklahvell. „Þetta skapar vafa um heildarmynd okkar af myndun fyrstu vetrarbrautanna,“ segir hann. Enn á eftir að staðfesta uppgötvunina með litrófsgreiningu. Vísindamennirnir láta sér því nægja að kalla fyrirbærin mögulegar vetrarbrautir í bili. Leja segir mögulega að einhver fyrirbæranna gætu reynst dulin risasvarthol. Góðar líkur séu þó á að einhver þeirra reynist stórar vetrarbrautir. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ferlíkin fundust með James Webb-geimsjónaukanum, stærsta og öflugasta geimsjónauka sögunnar sem tekinn var í notkun í fyrra. Þau eru svo fjarlæg að þegar ljósið lagði af stað frá þeim var alheimurinn innan við 600 milljón ára gamall, aðeins um fjögur prósent af núverandi aldri sínum. Vetrarbrautarefnin eru ekki þau elstu sem Webb hefur fundið. Stærð þeirra og hversu fullmótuð þau eru kom vísindamönnunum hins vegar í opna skjöldu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ivo Labbe, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Swinburne-tækniháskólanum í Ástralíu, segir að teymi hans hafi átt von á að finna smágerðar vetrarbrautir með ungum stjörnum svo skömmu eftir upphaf alheimsins, ekki flikki á borð við þessi með hlutfallslega gömlum stjörnum. „Á meðan flestar vetrarbrautir á þessu tímabili séu lítil og vaxi hægt með tímanum eru nokkur skrímsli á hraðferð til mótunar. Það er ekki vitað hvers vegna eða hvernig,“ segir hann. Töldu að þau hefðu gert mistök Fyrirbærin sex eru öll milljörðunum sinnum massameiri en sólin okkar, eitt þeirra allt að hundrað milljónum sinnum þyngra. Þau eru jafnframt gríðarlega þétt. Í þeim eru um það bil jafnmargar stjörnur og í Vetrarbrautinni okkar en á mun minna svæði. Labbe segir að teymið hafi verið vantrúað í upphafi. Það hafi ekki haft neina trú á að vetrarbrautir á stærð við Vetrarbrautina okkar gætu hafa þróast svo snemma í sögu alheimsins. Sumir vísindamannana töldu að þeir hefðu gert mistök. Kollegi hans Joel Leja frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segir að uppgötvunin storki viðteknum kenningum um hvernig alheimurinn leit út á fyrstu hundrað milljónum áranna eftir Miklahvell. „Þetta skapar vafa um heildarmynd okkar af myndun fyrstu vetrarbrautanna,“ segir hann. Enn á eftir að staðfesta uppgötvunina með litrófsgreiningu. Vísindamennirnir láta sér því nægja að kalla fyrirbærin mögulegar vetrarbrautir í bili. Leja segir mögulega að einhver fyrirbæranna gætu reynst dulin risasvarthol. Góðar líkur séu þó á að einhver þeirra reynist stórar vetrarbrautir.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08