Klitschko segir Bach spila leik við Rússa Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 11:01 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kíev, kallar eftir harðari aðgerðum og vill fá Thomas Bach í heimsókn. Markus Schreiber/AP Bræðurnir Vitali og Vladimir Klitschko kalla eftir harðari aðgerðum Alþjóðaólympíunefndarinnar gegn Rússum. Sá fyrrnefndi hefur boðið forseta nefndarinnar, Thomasi Bach, í heimsókn til Kiev. Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira