Loka Laugargerðisskóla: Kostnaður við hvert barn tæpar ellefu milljónir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 15:11 Laugargerðisskóla verður lokað í lok þessa skólaárs. Laugagerðisskóli Ákvörðun hefur verið tekin um að loka Laugargerðisskóla, sveitaskóla í miðjum Hnappadal á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á fundi sveitastjórnar Eyja-og Miklaholtshrepps síðastliðinn mánudag, var ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita grunn- og leikskólaþjónustu fyrir hreppinn á næsta skólaári. Kostnaður við hvert barn í skólanum eru tæpar ellefu milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér: Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér:
Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira