Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 14:01 Toni Kroos tekur í spaðann á Fabinho eftir sigurinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra, þar sem Real vann 1-0. Getty/Jonathan Moscrop Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira