Eva Margrét og Guðrún Lilja nýir meðeigendur hjá LEX Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2023 09:41 Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir. Aðsend Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir hafa bæst í hóp meðeigenda LEX lögmannsstofu. Frá þessu segir í tilkynningu en alls starfa sextíu lögfræðingar hjá LEX og þar af eru nítján eigendur. Ennfremur segir að sjö konur séu nú meðeigendur LEX og hafi aldrei verið fleiri. „Eva Margrét er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða UFS sem vísar til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (e. environmental, social, governance (ESG)) og leiðir ráðgjöf LEX á því sviði. Eva Margrét sameinar þar víðtæka reynslu sem hún hefur aflað sér í verkefnum og störfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og þekkingu sem hún hefur markvisst byggt upp á þeim viðurkenndu viðmiðum og römmum sem notaðir eru í sjálfbærnivinnu fyrirtækja. Hún hefur veitt ráðgjöf við grænar og sjálfbærar lánveitingar og margvíslega sjálfbærnifjármögnun, þar á meðal grænna skuldabréfa. Hún hefur einnig unnið að mótun og gerð sjálfbærniskýrslna og ráðgjöf almennt vegna ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði. Þá hefur Eva Margrét veitt ráðgjöf við stefnumótun í sjálfbærni og samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við stefnu og markmið fyrirtækja í tengslum við innleiðingu á reglum Evrópusambandsins í sjálfbærni og loftslagsmálum. Eva Margrét er með L.LM gráðu í Evrópurétti frá KU Leuven í Belgíu, lagapróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona. Hún starfaði áður hjá LEX á árunum 2006-2013 en sneri aftur til starfa á stofunni árið 2021. Guðrún Lilja er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún leggur megináherslu á samkeppnisrétt, félaga- og skattarétt og samningarétt. Hún hefur einna helst sinnt ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja og hefur veitt bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra hér á landi. Þá hefur Guðrún Lilja veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í nokkrum af stærri samrunamálum landsins undanfarin ár. Auk þess sinnir hún málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar. Guðrún Lilja er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf fyrst störf hjá LEX árið 2012,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en alls starfa sextíu lögfræðingar hjá LEX og þar af eru nítján eigendur. Ennfremur segir að sjö konur séu nú meðeigendur LEX og hafi aldrei verið fleiri. „Eva Margrét er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða UFS sem vísar til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (e. environmental, social, governance (ESG)) og leiðir ráðgjöf LEX á því sviði. Eva Margrét sameinar þar víðtæka reynslu sem hún hefur aflað sér í verkefnum og störfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og þekkingu sem hún hefur markvisst byggt upp á þeim viðurkenndu viðmiðum og römmum sem notaðir eru í sjálfbærnivinnu fyrirtækja. Hún hefur veitt ráðgjöf við grænar og sjálfbærar lánveitingar og margvíslega sjálfbærnifjármögnun, þar á meðal grænna skuldabréfa. Hún hefur einnig unnið að mótun og gerð sjálfbærniskýrslna og ráðgjöf almennt vegna ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði. Þá hefur Eva Margrét veitt ráðgjöf við stefnumótun í sjálfbærni og samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við stefnu og markmið fyrirtækja í tengslum við innleiðingu á reglum Evrópusambandsins í sjálfbærni og loftslagsmálum. Eva Margrét er með L.LM gráðu í Evrópurétti frá KU Leuven í Belgíu, lagapróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona. Hún starfaði áður hjá LEX á árunum 2006-2013 en sneri aftur til starfa á stofunni árið 2021. Guðrún Lilja er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún leggur megináherslu á samkeppnisrétt, félaga- og skattarétt og samningarétt. Hún hefur einna helst sinnt ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja og hefur veitt bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra hér á landi. Þá hefur Guðrún Lilja veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í nokkrum af stærri samrunamálum landsins undanfarin ár. Auk þess sinnir hún málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar. Guðrún Lilja er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf fyrst störf hjá LEX árið 2012,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira