Sló þögn á salinn eftir óvænta frammistöðu McClung Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 10:45 Stjörnur NBA-deildarinnar vissu augljóslega ekki við hverju mátti búast þegar Mac McClung steig á svið. Alex Goodlett/Getty Images Segja má að hinn óþekkti Mac McClung hafi komið, séð og sigrað í troðslukeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þá fór Damian Lillard með sigur af hólmi í þriggja stiga keppninni. Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer nú fram sem þýðir að í nótt fór troðslu- og þriggja stiga keppnin fram á meðan Stjörnuleikurinn sjálfur er annað kvöld, aðfaranótt mánudags. Hinn 24 ára gamli McClung hefur aðeins spilað tvo leiki í NBA deildinni þrátt fyrir að hafa verið á mála hjá Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og nú Philadelphia 76ers. Hann er hins vegar meiri æfingaleikmaður og er spilar aðallega fyrir varalið félaganna í G-deildinni. Það breytti því ekki að McClung var kokhraustur í aðdraganda troðslukeppninnar og átti hann greinilega innistæðu fyrir því. McClung talaði um að eiga inni tvær troðslur sem höfðu ekki áður verið framkvæmdar í keppninni og miðað við viðbrögð áhorfenda í salnum – sem var fullur af leikmönnum úr NBA deildinni – og dómara þá hafði hann rétt fyrir sér. Mac McClung had the Association STUNNED #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/7UN6YyfYVC— NBA (@NBA) February 19, 2023 Sjón er sögu ríkari og því má sjá allar troðslur McClung hér að neðan. Trey Murphy III úr New Orleans Pelicans varð að sætta sig við annað sætið. OVER 2 PEOPLE. TAP OFF THE BACKBOARD.GOODNESS, MAC MCCLUNG.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday : Live on TNT pic.twitter.com/kEzCbDofEd— NBA (@NBA) February 19, 2023 5 4 0 for the W.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/giXOVIwooa— NBA (@NBA) February 19, 2023 Buddy Hield gaf Damian Lillard góða keppni í þriggja stiga keppninni en á endanum fór Lillard með sigur af hólmi. Hann hafði tvívegis áður tekið þátt en ekki farið með sigur af hólmi. Hann var því einkar ánægður í lok kvölds eftir að hafa tryggt sér sigurinn. „Ég vildi vinna keppnina allavega einu sinni áður en ég hætti að spila. Þess vegna tók ég þetta af meiri alvöru en áður og því fór sem fór.“ DAME. IS. CLUTCH. #NBAAllStar pic.twitter.com/zMSrnJo28C— Portland Trail Blazers (@trailblazers) February 19, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer nú fram sem þýðir að í nótt fór troðslu- og þriggja stiga keppnin fram á meðan Stjörnuleikurinn sjálfur er annað kvöld, aðfaranótt mánudags. Hinn 24 ára gamli McClung hefur aðeins spilað tvo leiki í NBA deildinni þrátt fyrir að hafa verið á mála hjá Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og nú Philadelphia 76ers. Hann er hins vegar meiri æfingaleikmaður og er spilar aðallega fyrir varalið félaganna í G-deildinni. Það breytti því ekki að McClung var kokhraustur í aðdraganda troðslukeppninnar og átti hann greinilega innistæðu fyrir því. McClung talaði um að eiga inni tvær troðslur sem höfðu ekki áður verið framkvæmdar í keppninni og miðað við viðbrögð áhorfenda í salnum – sem var fullur af leikmönnum úr NBA deildinni – og dómara þá hafði hann rétt fyrir sér. Mac McClung had the Association STUNNED #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/7UN6YyfYVC— NBA (@NBA) February 19, 2023 Sjón er sögu ríkari og því má sjá allar troðslur McClung hér að neðan. Trey Murphy III úr New Orleans Pelicans varð að sætta sig við annað sætið. OVER 2 PEOPLE. TAP OFF THE BACKBOARD.GOODNESS, MAC MCCLUNG.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday : Live on TNT pic.twitter.com/kEzCbDofEd— NBA (@NBA) February 19, 2023 5 4 0 for the W.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/giXOVIwooa— NBA (@NBA) February 19, 2023 Buddy Hield gaf Damian Lillard góða keppni í þriggja stiga keppninni en á endanum fór Lillard með sigur af hólmi. Hann hafði tvívegis áður tekið þátt en ekki farið með sigur af hólmi. Hann var því einkar ánægður í lok kvölds eftir að hafa tryggt sér sigurinn. „Ég vildi vinna keppnina allavega einu sinni áður en ég hætti að spila. Þess vegna tók ég þetta af meiri alvöru en áður og því fór sem fór.“ DAME. IS. CLUTCH. #NBAAllStar pic.twitter.com/zMSrnJo28C— Portland Trail Blazers (@trailblazers) February 19, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira