Viðskipti innlent

Landsbankinn hækkar líka vexti

Árni Sæberg skrifar
Landsbankinn í  Austurstræti.
Landsbankinn í  Austurstræti. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag.

Ný vaxtatafla tekur gildi mánudaginn 20. febrúar 2023. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi, sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka, að því er segir í tilkynningu á vef bankans.

Eftirfarandi breytingar verða á vöxtum Landsbankans:

Útlánavextir:

  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,50 prósentustig og verða 8,00%.
  • Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25-0,30 prósentustig.
  • Vextir verðtryggðra íbúðalána eru óbreyttir.
  • Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 0,50 prósentustig.
  • Verðtryggðir kjörvextir eru óbreyttir.

Innlánavextir

  • Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,50 prósentustig.
  • Viðskiptavinir fá 6,00% vexti þegar þeir spara í appinu.
  • Vextir á Fasteignagrunni verða 6,65%.
  • Vextir á Kjörbók og vextir almennra sparireikninga hækka um 0,25 prósentustig.
  • Vextir á verðtryggðum sparireikningum eru óbreyttir.

Tengdar fréttir

Arion hækkar sömu­leiðis vextina

Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. september.

Hækkar vexti vegna stýri­vaxta­hækkana Seðla­bankans

Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×