Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 75-89 | Héraðsbúar banka á dyr úrslitakeppninnar Sæbjörn Þór Steinke skrifar 17. febrúar 2023 22:42 Hattarmenn unnu mikilvægan sigur gegn Stjörnunni í kvöld. Vísir/Bára Höttur fjarlægðist fallsæti með frábærum sigri gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur urðu 75-89 sem er ótrúlegur munur þar sem leikurinn var framlengdur. Mikið jafnræði var með liðunum fram eftir öllum leiknum, Höttur leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, Stjarnan leiddi með einu í leikhléi og þremur stigum eftir þrjá leikhluta. Stjarnan komst í sex stiga forskot þegar sjö mínútur og fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan skoraði svo ekki aftur fyrr en 35 sekúndur voru eftir af leikhlutanum! Höttur skoraði ekki nema átta stig á þessum kafla. Timothy Guers og William Gutenius fengu sénsa til að skora sigurkörfuna fyrir sín lið en ofan í vildi boltinn ekki og því var gripið til framlengingar. Stjarnan hélt áfram að vera ísköld en núna voru gestirnir orðnir heitir og röðuðu niður stigunum, byrjuðu á 10-0 spretti og unnu að lokum framlenginguna 17-3 og þar með leikinn. Af hverju vann Höttur? Hattarmenn spiluðu hörkuvörn lengst af í leiknum og lokuðu svo körfunni í fjórða leikhluta og opnuðu ekkert aftur. Á sama tíma spilaði liðið agaðan sóknarleik og þeir Guers og Brian Alberts settu stór skot ofan í, gott framlag eins og að undanförnu frá bekknum og löngunin í sigurinn var sýnileg allan leikinn. Hvað gekk illa? Á löngum köflum framan af leikvirtust þeir Gutenius og Armani Moore geta sótt sér körfu þegar þurfti fyrir Stjörnuna en það varð ekki raunin á lokakaflanum. Gutenius var óheppinn með sumar aðgerðir sínar og Moore virkaði alveg bensínlaus. Aðrir voru heldur ekki að skora. Adama Darboe var ekki með sömu stjórn á leiknum eins og að undanförnu og gestirnir náðu að stíga andstæðinga sína út úr sínum leik og það fór í taugarnar á heimamönnum. Þetta er afskaplega einfalt. Ef þú skorar fimm stig á tólf mínútum þá vinnuru ekki körfuboltaleiki. Hverjir stóðu upp úr? Timothy Guers stýrði sóknarleiknum til að byrja með, í kjölfarið tók Brian Alberts við, tók við keflinu og setti niður stór skot. Baráttan hjá öllum var til fyrirmyndar og svakalega dýrmætt að fá 35 stig frá Nemanja Knezevic og Alberts af bekknum. Hvað gerist næst? Nú er landsleikjafrí framundan, Hlynur Bæringsson snýr aftur í landsliðið en aðrir geta einbeitt sér að næsta leik eftir hlé. Höttur tekur á móti Íslandsmeisturum Vals eftir rúmar tvær vikur og Stjarnan heimsækir Grindavík. Arnar Guðjónsson: Það er áhyggjuefni Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Diego „Við vorum bæði mjúkir með boltann í kringum körfuna, klúðrum vítum, klúðrum skotum og erum ragir. Við festumst svolítið sóknarlega og það var ekki mikið flæði,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, um síðustu mínútur leiksins. „Mér fannst við fá ágætis færi, hefðum átt að gera betur. En þeir þéttu vel og voru flottir. Mér fannst vera slen yfir okkur sem voru mjög mikil vonbrigði. Það var ekki þessi árásargirni sem ég hefði viljað hafa. Það er áhyggjuefni.“ Arnar segir að tíminn muni leiða það í ljós hvort þetta tap setji liðið upp á tærnar. „Það verður að gera það, við verðum að vera betri en við vorum í dag.“ Arnar var spurður hvort hann væri að horfa upp töfluna eða niður. „Okkur langar í úrslitakeppnina, okkur langar ekki að falla.“ Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, er aftur mættur í landsliðið. Einhver skoðun á því? „Frábært. Á ég að hafa einhverja aðra skoðun en það? Er ekki gaman fyrir hann að fara út og leika sér aðeins með strákunum? Það er bara geggjað fyrir hann,“ sagði Arnar að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Höttur
Höttur fjarlægðist fallsæti með frábærum sigri gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur urðu 75-89 sem er ótrúlegur munur þar sem leikurinn var framlengdur. Mikið jafnræði var með liðunum fram eftir öllum leiknum, Höttur leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, Stjarnan leiddi með einu í leikhléi og þremur stigum eftir þrjá leikhluta. Stjarnan komst í sex stiga forskot þegar sjö mínútur og fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan skoraði svo ekki aftur fyrr en 35 sekúndur voru eftir af leikhlutanum! Höttur skoraði ekki nema átta stig á þessum kafla. Timothy Guers og William Gutenius fengu sénsa til að skora sigurkörfuna fyrir sín lið en ofan í vildi boltinn ekki og því var gripið til framlengingar. Stjarnan hélt áfram að vera ísköld en núna voru gestirnir orðnir heitir og röðuðu niður stigunum, byrjuðu á 10-0 spretti og unnu að lokum framlenginguna 17-3 og þar með leikinn. Af hverju vann Höttur? Hattarmenn spiluðu hörkuvörn lengst af í leiknum og lokuðu svo körfunni í fjórða leikhluta og opnuðu ekkert aftur. Á sama tíma spilaði liðið agaðan sóknarleik og þeir Guers og Brian Alberts settu stór skot ofan í, gott framlag eins og að undanförnu frá bekknum og löngunin í sigurinn var sýnileg allan leikinn. Hvað gekk illa? Á löngum köflum framan af leikvirtust þeir Gutenius og Armani Moore geta sótt sér körfu þegar þurfti fyrir Stjörnuna en það varð ekki raunin á lokakaflanum. Gutenius var óheppinn með sumar aðgerðir sínar og Moore virkaði alveg bensínlaus. Aðrir voru heldur ekki að skora. Adama Darboe var ekki með sömu stjórn á leiknum eins og að undanförnu og gestirnir náðu að stíga andstæðinga sína út úr sínum leik og það fór í taugarnar á heimamönnum. Þetta er afskaplega einfalt. Ef þú skorar fimm stig á tólf mínútum þá vinnuru ekki körfuboltaleiki. Hverjir stóðu upp úr? Timothy Guers stýrði sóknarleiknum til að byrja með, í kjölfarið tók Brian Alberts við, tók við keflinu og setti niður stór skot. Baráttan hjá öllum var til fyrirmyndar og svakalega dýrmætt að fá 35 stig frá Nemanja Knezevic og Alberts af bekknum. Hvað gerist næst? Nú er landsleikjafrí framundan, Hlynur Bæringsson snýr aftur í landsliðið en aðrir geta einbeitt sér að næsta leik eftir hlé. Höttur tekur á móti Íslandsmeisturum Vals eftir rúmar tvær vikur og Stjarnan heimsækir Grindavík. Arnar Guðjónsson: Það er áhyggjuefni Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Diego „Við vorum bæði mjúkir með boltann í kringum körfuna, klúðrum vítum, klúðrum skotum og erum ragir. Við festumst svolítið sóknarlega og það var ekki mikið flæði,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, um síðustu mínútur leiksins. „Mér fannst við fá ágætis færi, hefðum átt að gera betur. En þeir þéttu vel og voru flottir. Mér fannst vera slen yfir okkur sem voru mjög mikil vonbrigði. Það var ekki þessi árásargirni sem ég hefði viljað hafa. Það er áhyggjuefni.“ Arnar segir að tíminn muni leiða það í ljós hvort þetta tap setji liðið upp á tærnar. „Það verður að gera það, við verðum að vera betri en við vorum í dag.“ Arnar var spurður hvort hann væri að horfa upp töfluna eða niður. „Okkur langar í úrslitakeppnina, okkur langar ekki að falla.“ Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, er aftur mættur í landsliðið. Einhver skoðun á því? „Frábært. Á ég að hafa einhverja aðra skoðun en það? Er ekki gaman fyrir hann að fara út og leika sér aðeins með strákunum? Það er bara geggjað fyrir hann,“ sagði Arnar að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum