Körfubolti

Thelma Dís jafnaði skólametið með því skora níu þrista

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær í nótt.
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær í nótt. Twitter/@BallStateWBB

Thelma Dís Ágústsdóttir átti stórkostlegan leik með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt.

Thelma Dís skoraði 34 stig á 35 mínútum í leiknum en hún jafnaði skólametið með því að skora níu þriggja stiga körfur.

Ball State vann leikinn 78-53. Thelma deilir nú metinu með Audrey Spencer sem er aðstoðarþjálfari liðsins í dag.

Thelma hitti úr 9 af 13 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna en það gerir 69 prósent nýtingu. Þristarnir í nótt þýða að hún hefur nú skorað þrjú hundruð þriggja stiga körfur fyrir skólann.

Thelma er með 13,2 stig og 3,7 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili. Hún hefur hitti úr 42 prósent þriggja stiga skota sinna á tímabilinu og er alls með 83 þrista i 26 leikjum.

Móðir Thelmu er ein besta þriggja stiga skytta sem Ísland hefur átt en það er Björg Hafsteinsdóttir. Björg átti lengi bæði þriggja stiga metið í kvennalandsliðinu sem og í efstu deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×