Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2023 14:00 Úkraínskur hermaður í Donetsk héraði. Getty/Mustafa Ciftci Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins og annarra bakhjarla Úkraínu funda í Brussel í dag. Þar verður meðal annars talað um hvernig koma megi frekari skotfærum til Úkraínumanna, sem sagðir eru eiga við skort að stríða. Bæði vantar þá skotfæri fyrir stórskotalið frá Vesturlöndum og skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að Úkraínumenn væru að nota fleiri sprengikúlur en bakhjarlar þeirra hafa tök á að framleiða. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þegar tilkynnt fjárfestingar í aukinni framleiðslugetu en það hefur reynst Evrópuríkjum erfiðara. Dræm framleiðslugeta, skortur á sérhæfðu starfsfólki, vandamál með birgðakeðjur, hár fjármagnskostnaður og regluverk Evrópusambandsins er sagt hafa komið niður á getu Evrópu til að halda í við skotaflæðið til Úkraínu, Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Stoltenberg sagði að Rússar og bakhjarlar Úkraínu væru í raun í framleiðslukapphlaupi. Rússar væru að reyna að sækja fram víða í Úkraínu og það hefði leitt til fordæmalausrar sprengikúlunotkunar Úkraínumanna á undanförnum vikum. Því væri gífurlega mikilvægt að koma frekari skotfærabirgðum, eldsneyti, varahlutum og öðrum nauðsynjum til Úkraínu sem fyrst. #Ramstein 9 has begun.It s going to be a very productive day.Will share the details with you after we finish. pic.twitter.com/vSZYceklBN— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) February 14, 2023 Samkvæmt frétt FT sagði Stoltenberg að mikið rædd stórsókn Rússa væri hafin í Úkraínu. Þúsundir hermanna væru að sækja fram og Úkraínumenn þurfi að fá birgðir svo Rússar nái ekki frumkvæðinu í átökunum. Auka þyrfti skotfæraframleiðslu og það hratt. Áætlað er að Úkraínumenn hafi verið að skjóta um fimm þúsund sprengikúlum á dag að undanförnu. Rússar eru sagðir skjóta um fjórum sinnum fleiri skotum á degi hverjum. #Ukraine: A Russian BM-21 Grad 122mm multiple rocket launcher, a 2S3 152mm self-propelled howitzer, two T-72B tanks and a BMP-2 IFV were destroyed by high-precision strikes of the 59th Motorized Brigade in the vicinity of city of #Donetsk. pic.twitter.com/opprkZGLkk— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 13, 2023 Hafa náð takmörkuðum árangri hingað til Víglínurnar í Úkraínu hafa lítið breyst en Úkraínumenn eru undir miklum þrýstingi þar sem Rússar eru sagðir gera umfangsmiklar árásir víða í Dónetsk og Lúhansk. Enn sem komið er virðast þessar árásir hafa skilað takmörkuðum árangri. Þó Rússar hafi sótt lítillega fram á nokkrum stöðum hefur þeim ekki tekist að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Útlit er þó fyrir að bærinn Bakhmut muni falla í hendur Rússa á næstunni. Rússar hafa gert atlögur að bænum í marga mánuði en eru nú nærri því að umkringja hann. Þurfa líklega að hörfa frá Bakhmut Úkraínumenn hafa byggt upp nýjar varnarlínur, austur af Bakhmut, og líklegt er að fall bæjarins myndi ekki hafa mikil áhrif á innrásarstríð Rússa fyrir utan það að reynast vel í áróðri ríkisins. Úkraínumenn segjast hafa dregið verulega úr styrk hersveita Rússa við Bakhmut með því að verja bæinn svo lengi og með því að þvinga Rússa til að sækja fram gegn víggirtum vörnum Úkraínumanna. Sjá einnig: Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Varnirnar hafa einnig kostað Úkraínumenn mörg líf. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn úkraínska hersins standi frammi fyrir þeirri ákvörðun að skipa hermönnum að hörfa frá Bakhmut til að koma í veg fyrir að þeir verði umkringdir og til að verja líf þeirra. Þetta myndband sýnir nýlega bardaga í Bakhmut. Close quarter combat. On the approaches to Bakhmut, Ukrainian border guards repelled another attack by Russian assault groups. pic.twitter.com/2m1sGhvXRV— NOËL (@NOELreports) February 14, 2023 Rússar eru einnig sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Vuhledar, suður af Bakhmut. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum hefur sýnt Rússa sækja fram á skrið- og bryndrekum en verða fyrir miklu mannfalli. Rússneskir herbloggarar hafa gagnrýnt framferði rússneska hersins við Vuhledar harðlega og kallað eftir því að forsvarsmenn hersins verði dregnir til ábyrgðar vegna mannfallsins þar. Sjá einnig: Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Grófa mynd af stöðu mála í Úkraínu má sjá á meðfylgjandi kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war frá því í gærkvöldi. Here are today's control-of-terrain maps for #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats Click here to see our interactive map, updated daily: https://t.co/tXBburiWEN pic.twitter.com/OtdmiHLAQS— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Næstu mánuðir mikilvægir Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa varað Úkraínumenn við því að mikilvægar tímar séu í vændum og að þeir þurfi að taka mikilvægar og mögulega afdrifaríkar ákvarðanir. Samkvæmt frétt Washington Post hefur þrýstingur á Úkraínumenn aukist varðandi það að þeir verði að ná árangri á komandi mánuðum. Greinendur og skipuleggjendur Bandaríkjahers hafa sagt Úkraínumönnum, samkvæmt frétt WP, að það sé óraunhæft að Úkraínumenn geti bæði varið Bakhmut og gert gagnárásir í vor með því markmiði að leggja undir sig landsvæði sem talið er mikilvægara en Bakhmut. Heimildarmenn miðilsins segja að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi gefið Bakhmut táknræna stöðu og að hann telji að það myndi skaða baráttuanda Úkraínumanna að tapa bænum. Úkraínumenn eiga von á tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum. Þeir munu á endanum þurfa að snúa sér alfarið að vestrænum vopnum þar sem varahlutir og skotfæri fyrir þau eru ekki framleidd á Vesturlöndum.Getty/Mustafa Ciftci Bandaríkjamenn segja að haldi Úkraínumenn áfram að leyfa Rússum að stýra átökunum í Úkraínu, með því að senda hermenn til að verjast öllum sóknum Rússa muni það koma niður á vörnum þeirra. Þeir eigi þess í stað að leggja áherslu á gagnárásir í vor með vopnum frá Vesturlöndum og hermönnum sem hafa fengið þjálfun í Vesturlöndum. Eiga von á tugum skriðdreka Verið er að þjálfa úkraínska hermenn á vestræna skriðdreka. Í Bretlandi er hópur hermanna að læra á Challenger 2 skriðdreka og þar að auki eru úkraínskir hermenn í Póllandi að læra á Leopard skriðdreka frá Þýskalandi. Major Vadim Khodak, 4th Tank Brigade, originally from Dnipro, describes his experience of training on Leopard tanks in Poland so far. pic.twitter.com/GVtWk5rHoa— Dmitri (@wartranslated) February 13, 2023 Þó nokkur ríki hafa tilkynnt að til standi að útvega Úkraínumönnum nokkra tugi Leopard skriðdreka á næstu mánuðum. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í dag að hún muni senda átta Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu og fjögur stuðningsfarartæki. Þá yrðu fjármunir settir til hliðar fyrir varahluti og skotfæri fyrir skriðdrekanna. - Norge skal donere åtte stridsvogner og inntil fire støttevogner til Ukraina. I tillegg øremerker vi midler til ammunisjon og reservedeler, sier forsvarsminister Bjørn Arild Gram (Sp).https://t.co/ZiyXYzLE2O #Ukraine #StandWithUkraine— Forsvarsdepartement (@Forsvarsdep) February 14, 2023 Þá ætla Bandaríkjamenn að senda Úkraínumönnum M1 Abrams skriðdreka en það mun taka lengri tíma. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eru einnig að senda mikinn fjölda bryndreka af gerðinni Bradley og Marder til Úkraínu. Báðir bryndrekarnir eru meðal annars til í mismunandi útgáfum sem eru hannaðar til að flytja hermenn eða berjast og geta þeir verið notaðir til að granda rússneskum skrið- og bryndrekum. Fregnir hafa borist af því að Bradley bryndrekarnir séu komnir til Evrópu og á leið til Úkraínu. Úkraínumenn hafa fengið mikinn fjölda skriðdreka sem þróaðir voru á tímum Sovétríkjanna frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu, og Rússum. Þeir hafa þó frá upphafi innrásar Rússa beðið um vestræna skriðdreka og önnur vestræn vopn. Á blaði eru þessir skriðdrekar betri en þeir rússnesku. Þar að auki eru aðrar ástæður fyrir því að Úkraínumenn hafa viljað og þurfa vestræna skriðdreka. Það sama á við með stórskotalið og annars konar vopnakerfi sem Úkraínumenn þurfa og munu þurfa frá Vesturlöndum. Stærstu ástæðurnar eru að skotfæri og varahlutir í skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna eru ekki framleidd nema í Rússlandi. Til lengri tíma munu Úkraínumenn þurfa alfarið að snúa sér að vestrænum vopnum. Telja Úkraínumenn ekki geta náð Krímskaga Ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að þeir ætli sér að reka Rússa alfarið á brott frá Úkraínu og þar á meðal frá Krímskaga, sem Rússar hertóku og innlimuðu ólöglega árið 2014. Sérfræðingar Bandaríkjahers telja hins vegar að Úkraínumenn hafi ekki burði til að ná Krímskaga aftur af Rússum að svo stöddu. Samkvæmt heimildum WP hefur þetta mat verið kynnt bandarískum þingmönnum á undanförnum vikum. Ráðgjafar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, segjast vilja hjálpa Úkraínumönnum að ná því svæði sem þeir geta á næstu mánuðum og svo í framhaldinu af því setjast við samningaborðið með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Úkraínumenn hafa hins vegar sagt að þeir hafi litla trú á því að hægt sé að gera samkomulag við Pútín og að hann myndi eingöngu nýta mögulegt vopnahlé eða friðarsamkomulag til að byggja her sinn upp að nýja og ráðast aftur á Úkraínu. Leyniþjónustur í Úkraínu og á Vesturlöndum áætla samkvæmt frétt Washington Post að rúmlega þrjú hundruð þúsund rússneskir hermenn séu í Úkraínu og að Rússar stefni á að fjölga þeim um einhver hundruð þúsund til viðbótar. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins og annarra bakhjarla Úkraínu funda í Brussel í dag. Þar verður meðal annars talað um hvernig koma megi frekari skotfærum til Úkraínumanna, sem sagðir eru eiga við skort að stríða. Bæði vantar þá skotfæri fyrir stórskotalið frá Vesturlöndum og skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að Úkraínumenn væru að nota fleiri sprengikúlur en bakhjarlar þeirra hafa tök á að framleiða. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þegar tilkynnt fjárfestingar í aukinni framleiðslugetu en það hefur reynst Evrópuríkjum erfiðara. Dræm framleiðslugeta, skortur á sérhæfðu starfsfólki, vandamál með birgðakeðjur, hár fjármagnskostnaður og regluverk Evrópusambandsins er sagt hafa komið niður á getu Evrópu til að halda í við skotaflæðið til Úkraínu, Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Stoltenberg sagði að Rússar og bakhjarlar Úkraínu væru í raun í framleiðslukapphlaupi. Rússar væru að reyna að sækja fram víða í Úkraínu og það hefði leitt til fordæmalausrar sprengikúlunotkunar Úkraínumanna á undanförnum vikum. Því væri gífurlega mikilvægt að koma frekari skotfærabirgðum, eldsneyti, varahlutum og öðrum nauðsynjum til Úkraínu sem fyrst. #Ramstein 9 has begun.It s going to be a very productive day.Will share the details with you after we finish. pic.twitter.com/vSZYceklBN— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) February 14, 2023 Samkvæmt frétt FT sagði Stoltenberg að mikið rædd stórsókn Rússa væri hafin í Úkraínu. Þúsundir hermanna væru að sækja fram og Úkraínumenn þurfi að fá birgðir svo Rússar nái ekki frumkvæðinu í átökunum. Auka þyrfti skotfæraframleiðslu og það hratt. Áætlað er að Úkraínumenn hafi verið að skjóta um fimm þúsund sprengikúlum á dag að undanförnu. Rússar eru sagðir skjóta um fjórum sinnum fleiri skotum á degi hverjum. #Ukraine: A Russian BM-21 Grad 122mm multiple rocket launcher, a 2S3 152mm self-propelled howitzer, two T-72B tanks and a BMP-2 IFV were destroyed by high-precision strikes of the 59th Motorized Brigade in the vicinity of city of #Donetsk. pic.twitter.com/opprkZGLkk— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 13, 2023 Hafa náð takmörkuðum árangri hingað til Víglínurnar í Úkraínu hafa lítið breyst en Úkraínumenn eru undir miklum þrýstingi þar sem Rússar eru sagðir gera umfangsmiklar árásir víða í Dónetsk og Lúhansk. Enn sem komið er virðast þessar árásir hafa skilað takmörkuðum árangri. Þó Rússar hafi sótt lítillega fram á nokkrum stöðum hefur þeim ekki tekist að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Útlit er þó fyrir að bærinn Bakhmut muni falla í hendur Rússa á næstunni. Rússar hafa gert atlögur að bænum í marga mánuði en eru nú nærri því að umkringja hann. Þurfa líklega að hörfa frá Bakhmut Úkraínumenn hafa byggt upp nýjar varnarlínur, austur af Bakhmut, og líklegt er að fall bæjarins myndi ekki hafa mikil áhrif á innrásarstríð Rússa fyrir utan það að reynast vel í áróðri ríkisins. Úkraínumenn segjast hafa dregið verulega úr styrk hersveita Rússa við Bakhmut með því að verja bæinn svo lengi og með því að þvinga Rússa til að sækja fram gegn víggirtum vörnum Úkraínumanna. Sjá einnig: Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Varnirnar hafa einnig kostað Úkraínumenn mörg líf. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn úkraínska hersins standi frammi fyrir þeirri ákvörðun að skipa hermönnum að hörfa frá Bakhmut til að koma í veg fyrir að þeir verði umkringdir og til að verja líf þeirra. Þetta myndband sýnir nýlega bardaga í Bakhmut. Close quarter combat. On the approaches to Bakhmut, Ukrainian border guards repelled another attack by Russian assault groups. pic.twitter.com/2m1sGhvXRV— NOËL (@NOELreports) February 14, 2023 Rússar eru einnig sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Vuhledar, suður af Bakhmut. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum hefur sýnt Rússa sækja fram á skrið- og bryndrekum en verða fyrir miklu mannfalli. Rússneskir herbloggarar hafa gagnrýnt framferði rússneska hersins við Vuhledar harðlega og kallað eftir því að forsvarsmenn hersins verði dregnir til ábyrgðar vegna mannfallsins þar. Sjá einnig: Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Grófa mynd af stöðu mála í Úkraínu má sjá á meðfylgjandi kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war frá því í gærkvöldi. Here are today's control-of-terrain maps for #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats Click here to see our interactive map, updated daily: https://t.co/tXBburiWEN pic.twitter.com/OtdmiHLAQS— ISW (@TheStudyofWar) February 13, 2023 Næstu mánuðir mikilvægir Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa varað Úkraínumenn við því að mikilvægar tímar séu í vændum og að þeir þurfi að taka mikilvægar og mögulega afdrifaríkar ákvarðanir. Samkvæmt frétt Washington Post hefur þrýstingur á Úkraínumenn aukist varðandi það að þeir verði að ná árangri á komandi mánuðum. Greinendur og skipuleggjendur Bandaríkjahers hafa sagt Úkraínumönnum, samkvæmt frétt WP, að það sé óraunhæft að Úkraínumenn geti bæði varið Bakhmut og gert gagnárásir í vor með því markmiði að leggja undir sig landsvæði sem talið er mikilvægara en Bakhmut. Heimildarmenn miðilsins segja að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi gefið Bakhmut táknræna stöðu og að hann telji að það myndi skaða baráttuanda Úkraínumanna að tapa bænum. Úkraínumenn eiga von á tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum. Þeir munu á endanum þurfa að snúa sér alfarið að vestrænum vopnum þar sem varahlutir og skotfæri fyrir þau eru ekki framleidd á Vesturlöndum.Getty/Mustafa Ciftci Bandaríkjamenn segja að haldi Úkraínumenn áfram að leyfa Rússum að stýra átökunum í Úkraínu, með því að senda hermenn til að verjast öllum sóknum Rússa muni það koma niður á vörnum þeirra. Þeir eigi þess í stað að leggja áherslu á gagnárásir í vor með vopnum frá Vesturlöndum og hermönnum sem hafa fengið þjálfun í Vesturlöndum. Eiga von á tugum skriðdreka Verið er að þjálfa úkraínska hermenn á vestræna skriðdreka. Í Bretlandi er hópur hermanna að læra á Challenger 2 skriðdreka og þar að auki eru úkraínskir hermenn í Póllandi að læra á Leopard skriðdreka frá Þýskalandi. Major Vadim Khodak, 4th Tank Brigade, originally from Dnipro, describes his experience of training on Leopard tanks in Poland so far. pic.twitter.com/GVtWk5rHoa— Dmitri (@wartranslated) February 13, 2023 Þó nokkur ríki hafa tilkynnt að til standi að útvega Úkraínumönnum nokkra tugi Leopard skriðdreka á næstu mánuðum. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í dag að hún muni senda átta Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu og fjögur stuðningsfarartæki. Þá yrðu fjármunir settir til hliðar fyrir varahluti og skotfæri fyrir skriðdrekanna. - Norge skal donere åtte stridsvogner og inntil fire støttevogner til Ukraina. I tillegg øremerker vi midler til ammunisjon og reservedeler, sier forsvarsminister Bjørn Arild Gram (Sp).https://t.co/ZiyXYzLE2O #Ukraine #StandWithUkraine— Forsvarsdepartement (@Forsvarsdep) February 14, 2023 Þá ætla Bandaríkjamenn að senda Úkraínumönnum M1 Abrams skriðdreka en það mun taka lengri tíma. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eru einnig að senda mikinn fjölda bryndreka af gerðinni Bradley og Marder til Úkraínu. Báðir bryndrekarnir eru meðal annars til í mismunandi útgáfum sem eru hannaðar til að flytja hermenn eða berjast og geta þeir verið notaðir til að granda rússneskum skrið- og bryndrekum. Fregnir hafa borist af því að Bradley bryndrekarnir séu komnir til Evrópu og á leið til Úkraínu. Úkraínumenn hafa fengið mikinn fjölda skriðdreka sem þróaðir voru á tímum Sovétríkjanna frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu, og Rússum. Þeir hafa þó frá upphafi innrásar Rússa beðið um vestræna skriðdreka og önnur vestræn vopn. Á blaði eru þessir skriðdrekar betri en þeir rússnesku. Þar að auki eru aðrar ástæður fyrir því að Úkraínumenn hafa viljað og þurfa vestræna skriðdreka. Það sama á við með stórskotalið og annars konar vopnakerfi sem Úkraínumenn þurfa og munu þurfa frá Vesturlöndum. Stærstu ástæðurnar eru að skotfæri og varahlutir í skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna eru ekki framleidd nema í Rússlandi. Til lengri tíma munu Úkraínumenn þurfa alfarið að snúa sér að vestrænum vopnum. Telja Úkraínumenn ekki geta náð Krímskaga Ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að þeir ætli sér að reka Rússa alfarið á brott frá Úkraínu og þar á meðal frá Krímskaga, sem Rússar hertóku og innlimuðu ólöglega árið 2014. Sérfræðingar Bandaríkjahers telja hins vegar að Úkraínumenn hafi ekki burði til að ná Krímskaga aftur af Rússum að svo stöddu. Samkvæmt heimildum WP hefur þetta mat verið kynnt bandarískum þingmönnum á undanförnum vikum. Ráðgjafar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, segjast vilja hjálpa Úkraínumönnum að ná því svæði sem þeir geta á næstu mánuðum og svo í framhaldinu af því setjast við samningaborðið með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Úkraínumenn hafa hins vegar sagt að þeir hafi litla trú á því að hægt sé að gera samkomulag við Pútín og að hann myndi eingöngu nýta mögulegt vopnahlé eða friðarsamkomulag til að byggja her sinn upp að nýja og ráðast aftur á Úkraínu. Leyniþjónustur í Úkraínu og á Vesturlöndum áætla samkvæmt frétt Washington Post að rúmlega þrjú hundruð þúsund rússneskir hermenn séu í Úkraínu og að Rússar stefni á að fjölga þeim um einhver hundruð þúsund til viðbótar.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34