Viðskipti innlent

Sig­geir og Albert frá Lands­bankanum til Arion

Atli Ísleifsson skrifar
Albert Guðmann Jónsson og Siggeir Vilhjálmsson.
Albert Guðmann Jónsson og Siggeir Vilhjálmsson. Arion

Siggeir Vilhjálmsson og Albert Guðmann Jónsson hafa hafið störf á viðskiptabankasviði Arion banka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að Siggeir hafi tekið við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra sviðsins og Albert Guðmann Jónsson við starfi forstöðumanns vörustýringar. Báðir koma þeir frá Landsbankanum.

„Siggeir starfaði hjá Landsbankanum í rúm 25 ár, síðast sem forstöðumaður viðskiptalausna einstaklinga og sem staðgengill framkvæmdastjóra einstaklingssviðs. Áður starfaði hann á upplýsingatæknisviði bankans og á fyrirtækjasviði við að þróa stafrænar viðskiptalausnir. Siggeir er tölvunarfræðingur að mennt og með MBA frá Háskóla Íslands.

Albert starfaði hjá Landsbankanum í um 18 ár og var deildarstjóri framþróunar í viðskiptalausnum einstaklinga. Albert er viðskiptafræðingur að mennt og með meistaragráðu í upplýsingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×