Viðskipti innlent

Ís­lands­banki vill sættast við Fjár­mála­eftir­litið

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Bankinn greiddi 110 milljónir í yfirvinnu vegna útboðsins og við skráningu hlutabréfa á markað.
Bankinn greiddi 110 milljónir í yfirvinnu vegna útboðsins og við skráningu hlutabréfa á markað. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki hefur óskað eftir því að ljúka málinu vegna sölu hluta ríkisins í Íslandsbanka með sátt. Fjármálaeftirlitið hefur sagt bankann kunna að hafa brotið gegn tilgreindum ákvæðum laga og reglna sem um starfsemi hans gilda. Bankinn hefur sett fram hluta skýringa sinna við frummati Fjármálaeftirlitsins. Stjórnendur bankans segjast taka frummatinu alvarlega.

Þetta kemur fram í samstæðureikningi Íslandsbanka sem birtur var í dag.

Þann 9. janúar 2023 var tilkynnt að Íslandsbanka hf. hafi borist frummat Fjármálaeftirlitsins vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka á útboði íslenska ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór hinn 22. mars 2022.

Í frummatinu kemur fram að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn tilgreindum ákvæðum laga og reglna sem um starfsemi hans gilda. Þá hafi eftirlitið heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir eða ljúka málinu með sátt við bankann.

Bankinn hefur nú brugðist við og segjast stjórnendur taka frummati Fjármáleftirlitsins alvarlega. Þeir hafi gert breytingar á innri ferlum bankans og sú vinna muni halda áfram eftir því sem tilefni gefst til. Að þeirra sögn liggur möguleg fjárhæð sáttarinnar ekki fyrir.

Bankinn hefur hins vegar metið fjárhagsleg áhrif sáttarinnar, sem er eins konar ígildi stjórnvaldssektar, og fært skuldbindingu vegna málsis byggða á innra mati. Bankinn hyggst ekki greina frá fjárhæð skuldbindingarinnar.


Tengdar fréttir

Samþykkja viðræður um samruna við Kviku

Stjórn Íslandsbanka samþykkti í dag að hefja viðræður við Kviku banka um mögulegan samruna félaganna tveggja. Beiðni um viðræðurnar barst frá stjórn Kviku fyrir viku síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×