Íslenski boltinn

Sel­foss heldur á­fram að sækja leik­menn til Banda­ríkjanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Selfyssinga.
Nýjasti leikmaður Selfyssinga. Selfoss

Segja má að það verði bandarískt yfirbragð yfir Selfyssingum í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Liðið tilkynnti í dag að framherjinn Mallory Olsson myndi spila með liðinu í sumar.

Olsson kemur hingað til lands eftir að hafa spilað vel í bandaríska háskólaboltanum. Hún hefur undanfarin fjögur tímabil leikið með University of Central Flórída en mun nú koma til Íslands og spreyta sig í deild þeirra bestu.

Framherjinn er fjórði leikmaðurinn sem Selfoss hefur fengið síðan síðustu leiktíð lauk, þar af eru þrjár frá Bandaríkjunum. Lilja Björk Unnarsdóttir kom frá Álftanesi á meðan þær Amanda Leal, Grace Skopan og Olsson komu allar úr bandaríska háskólaboltanum.

Selfoss mætir ÍBV í 1. umferð Bestu deildar kvenna þann 26. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×