Viðskipti innlent

Samþykkja viðræður um samruna við Kviku

Máni Snær Þorláksson skrifar
Stjórn Íslandsbanka hefur samþykkt að hefja samrunaviðræður við Kviku banka.
Stjórn Íslandsbanka hefur samþykkt að hefja samrunaviðræður við Kviku banka. Vísir/Vilhelm

Stjórn Íslandsbanka samþykkti í dag að hefja viðræður við Kviku banka um mögulegan samruna félaganna tveggja. Beiðni um viðræðurnar barst frá stjórn Kviku fyrir viku síðan.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Íslandsbanki sendir frá sér í dag. Þá kemur fram að stjórn bankans telji að í samruna félaganna geti falist sóknar- og hagræðingartækifæri.

Viðskiptavinir sameinaðs félags gætu notið þess í breiðara vöruframboði, aukinni þjónustu og lægri kostnaði.

„Með sameiningu myndi efnahagsreikningur Íslandsbanka stækka um tæplega 20% og tryggingarekstur Kviku auka fjölbreytni í tekjugrunni bankans. Telur stjórn bankans ávinning geta falist í samrunanum fyrir bæði hluthafa og viðskiptavini beggja félaga.“

Einnig kemur fram í tilkynningunni að Íslandsbanki leggi áherslu á að bankarnir tveir viðhaldi samkeppnislegu sjálfstæði sínu meðan á ferlinu stendur. Þá leggi bankinn jafnframt áherslu á opin og hreinskiptin samskipti við viðeigandi eftirlitsaðila í ferlinu.

Samruni félaganna er háður samþykki hluthafafundar beggja félaganna og viðeigandi eftirlitsaðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×