Átta ára fangelsi fyrir skotárás með þrívíddarprentaðri byssu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 21:49 Frá vettvangi árásarinnar aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar. Aðsend Ingólfur Kjartansson, tvítugur karlmaður, var í nóvember á síðasta ári dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa ætlað sér að bana karlmanni í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti. Saksóknari krafðist tíu ára dóms. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem Vísir hefur undir höndum. Ingólfur réðist að karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags 13. febrúar 2022 í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í Reykjavík. Var Ingólfur dæmdur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa skotið mann með byssunni á brjóstkassa hægra megin, rétt fyrir ofan geirvörtu. Fór skotið í gegnum hægra lunga og hlaut maðurinn opið sár á brjóstkassa, áverkablæðingu í brjósthol, rifbrot og áverkaloftbrjóst. Fram kemur í dómi héraðsdóms að Ingólfur hafi skotið að minnsta kosti þremur skotum til viðbótar úr byssunni sem hæfðu brotaþola ekki. Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Ingólfur þá brotaþola vera vini í dag. Árásin átti sér stað skömmu eftir að Ingólfur losnaði úr fangelsi. Hann hlaut árið 2021 tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsáras og rán, ásamt vopnalaga- og fíkniefnalagabrotum. Í læknisvottorði brotaþola segir að um lífshættulegan áverka hafi verið að ræða og að án meðferðar sé hugsanlegt að áverkarnir hefðu leitt til dauða hans. Fram kemur að nokkur góðar líkur séu á bata en hugsanlegt sé að hann verði með varnaleg lungnaeinkenni eða verki frá stoðkerfi eftir rifbrotin. Ingólfur játaði brot sín og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 3,5 milljónir í miskabætur. Fjallað var um skotárásina í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári þar sem sjá mátti för eftir byssukúlur á vettvangi. Dómsmál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem Vísir hefur undir höndum. Ingólfur réðist að karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags 13. febrúar 2022 í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í Reykjavík. Var Ingólfur dæmdur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa skotið mann með byssunni á brjóstkassa hægra megin, rétt fyrir ofan geirvörtu. Fór skotið í gegnum hægra lunga og hlaut maðurinn opið sár á brjóstkassa, áverkablæðingu í brjósthol, rifbrot og áverkaloftbrjóst. Fram kemur í dómi héraðsdóms að Ingólfur hafi skotið að minnsta kosti þremur skotum til viðbótar úr byssunni sem hæfðu brotaþola ekki. Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Ingólfur þá brotaþola vera vini í dag. Árásin átti sér stað skömmu eftir að Ingólfur losnaði úr fangelsi. Hann hlaut árið 2021 tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsáras og rán, ásamt vopnalaga- og fíkniefnalagabrotum. Í læknisvottorði brotaþola segir að um lífshættulegan áverka hafi verið að ræða og að án meðferðar sé hugsanlegt að áverkarnir hefðu leitt til dauða hans. Fram kemur að nokkur góðar líkur séu á bata en hugsanlegt sé að hann verði með varnaleg lungnaeinkenni eða verki frá stoðkerfi eftir rifbrotin. Ingólfur játaði brot sín og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 3,5 milljónir í miskabætur. Fjallað var um skotárásina í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári þar sem sjá mátti för eftir byssukúlur á vettvangi.
Dómsmál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira