Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 13:26 Ragnar sat og horfði á sjónvarpið þegar hann varð var við mann fyrir utan. Maðurinn fór en snéri aftur skömmu síðar og skeit á bíl Ragnars. Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. Í morgun fjallaði Vísir um að grímuklæddur maður hafi skitið á bíl í Kópavogi í gærkvöldi. Atvikið náðist á myndband. Í samtali við fréttastofu lýsti eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, því að hann hafi setið og horft á sjónvarpið í rólegheitum þegar hann varð var við mann fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér" „Ég fer að velta því fyrir mér hvort hann sé að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis. Af því að hann var klæddur eins og súperman og var með hettu og eitthvað fyrir andlitinu. Svo bara fer hann. Það líða einhverjar tíu mínútur og þá kemur hann aftur,“ útskýrir Ragnar sem hélt áfram að fylgjast með manninum. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“ Grunar að málið tengist nágrannaerjum Ragnari segist ekki vita hver grímuklæddi maðurinn sé en segist gruna að málið tengist langvarandi nágrannaerjum sem hann hefur staðið í síðan árið 2018. Deilurnar tengjast þvottahúsi hússins og aðgengi annarra íbúa að því og hefur bæði farið fyrir héraðsdóm og Landsrétt. DV fjallaði talsvert um málið á sínum tíma. „Mér dettur helst í hug að þetta sé eitthvað tengt því,“ segir Ragnar. „Ég er búinn að búa hérna síðan 1987 og það kemur enginn hingað á bakvið. Nema til að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis.“ Skilur ekki þessi skilaboð Ragnar er fatlaður og notast við hjólastól. Hann hefur því ekki farið út og skoðað aðstæður eða þrifið bílinn. Hann segist vita hvernig bíl grímuklæddi maðurinn var á, en vill ekki gefa það upp. Hann segist ekki fyllilega gera sér grein fyrir hvað eigi að felast í þessum gjörning mannsins. „Málið er að ef þetta eru einhver skilaboð frá nágranna þá eru þau ekki nógu góð. Ég er allt of heimskur, ég skil ekki svona skilaboð." segir hann. Ætli það sé ekki bara verið að gefa skít í mig. Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Nágrannadeilur Kópavogur Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Í morgun fjallaði Vísir um að grímuklæddur maður hafi skitið á bíl í Kópavogi í gærkvöldi. Atvikið náðist á myndband. Í samtali við fréttastofu lýsti eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, því að hann hafi setið og horft á sjónvarpið í rólegheitum þegar hann varð var við mann fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér" „Ég fer að velta því fyrir mér hvort hann sé að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis. Af því að hann var klæddur eins og súperman og var með hettu og eitthvað fyrir andlitinu. Svo bara fer hann. Það líða einhverjar tíu mínútur og þá kemur hann aftur,“ útskýrir Ragnar sem hélt áfram að fylgjast með manninum. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“ Grunar að málið tengist nágrannaerjum Ragnari segist ekki vita hver grímuklæddi maðurinn sé en segist gruna að málið tengist langvarandi nágrannaerjum sem hann hefur staðið í síðan árið 2018. Deilurnar tengjast þvottahúsi hússins og aðgengi annarra íbúa að því og hefur bæði farið fyrir héraðsdóm og Landsrétt. DV fjallaði talsvert um málið á sínum tíma. „Mér dettur helst í hug að þetta sé eitthvað tengt því,“ segir Ragnar. „Ég er búinn að búa hérna síðan 1987 og það kemur enginn hingað á bakvið. Nema til að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis.“ Skilur ekki þessi skilaboð Ragnar er fatlaður og notast við hjólastól. Hann hefur því ekki farið út og skoðað aðstæður eða þrifið bílinn. Hann segist vita hvernig bíl grímuklæddi maðurinn var á, en vill ekki gefa það upp. Hann segist ekki fyllilega gera sér grein fyrir hvað eigi að felast í þessum gjörning mannsins. „Málið er að ef þetta eru einhver skilaboð frá nágranna þá eru þau ekki nógu góð. Ég er allt of heimskur, ég skil ekki svona skilaboð." segir hann. Ætli það sé ekki bara verið að gefa skít í mig. Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
Nágrannadeilur Kópavogur Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09
Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00