Íslenskum föður gert að skila börnum sínum til móðurinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 10:53 Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að föðurnum bæri að afhenda börnin innan fimmtán daga. Getty Landsréttur hefur úrskurðað að faðir með íslenskt ríkisfang skuli skila tveimur börnum sínum á lögheimili þeirra erlendis, þar sem þau búa með erlendri móður sinni. Ef hann gerir það ekki sé móðurinni heimilt að fara fram á aðfaragerð til að koma börnunum heim. Dómstóllinn úrskurðaði í málinu 26. janúar síðastliðinn og staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms frá 9. desember. Í gögnum málsins kemur fram að eftir stormasamt samband föðursins og móðurinnar og ásakanir beggja um ofbeldi hafi móðurinni verið dæmd forsjá barnanna 13. janúar 2022 af erlendum dómstól. Föðurnum, sem er búsettur á Íslandi, var dæmdur umgengnisréttur. Þann 5. ágúst síðastliðinn komu börnin hingað til lands til að dvelja hjá föður sínum í einn mánuð en ekki kom til þess þar sem faðirinn leitaði til fjölskyldusviðs ónefnds sveitarfélags, sem ákvað að börnin skyldu vera áfram hjá honum í allt að tvo mánuði, eða til 5. nóvember. Ákvörðunin var sögð tekin til að tryggja hagsmuni barnanna og staðfest með úrskurðum fjölskyldunefndar sveitarfélagsins. Móðirin skaut úrskurðunum til héraðsdóms en við meðferð málsins krafðist fjölskyldunefndin þess að vistunartíminn hjá föðurnum yrði framlengdur um átta mánuði. Héraðsdómur féllst á kröfu fjölskyldunefndarinnar en Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og sagði ákvörðun nefndarinnar hafa skort lagastoð. Ákvörðunin hefði falið í sér skerðingu á forsjárrétti móðurinnar, enda færu rétturinn til að ráða búsetu barns óhjákvæmilega saman með réttinum til að ráða dvalarstað þess. Móðirinn höfðaði síðan mál á hendur föðurnum 18. október, til að fá börnin afhent. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að áður hefði verið fjallað um hæfi móðurinnar og einnig lægi fyrir að hún myndi njóta stuðnings félagsmálayfirvalda í heimalandi sínu. Landsréttur tók sömu afstöðu í dómnum sem féll í síðustu viku og sagði ekki unnt að draga þá ályktun að alvarleg hætta væri á að afhending barnanna til móðurinnar myndi skaða þau andlega eða líkamlega eða koma þeim á annan hátt í óbærilega stöðu. Börn og uppeldi Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Ef hann gerir það ekki sé móðurinni heimilt að fara fram á aðfaragerð til að koma börnunum heim. Dómstóllinn úrskurðaði í málinu 26. janúar síðastliðinn og staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms frá 9. desember. Í gögnum málsins kemur fram að eftir stormasamt samband föðursins og móðurinnar og ásakanir beggja um ofbeldi hafi móðurinni verið dæmd forsjá barnanna 13. janúar 2022 af erlendum dómstól. Föðurnum, sem er búsettur á Íslandi, var dæmdur umgengnisréttur. Þann 5. ágúst síðastliðinn komu börnin hingað til lands til að dvelja hjá föður sínum í einn mánuð en ekki kom til þess þar sem faðirinn leitaði til fjölskyldusviðs ónefnds sveitarfélags, sem ákvað að börnin skyldu vera áfram hjá honum í allt að tvo mánuði, eða til 5. nóvember. Ákvörðunin var sögð tekin til að tryggja hagsmuni barnanna og staðfest með úrskurðum fjölskyldunefndar sveitarfélagsins. Móðirin skaut úrskurðunum til héraðsdóms en við meðferð málsins krafðist fjölskyldunefndin þess að vistunartíminn hjá föðurnum yrði framlengdur um átta mánuði. Héraðsdómur féllst á kröfu fjölskyldunefndarinnar en Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og sagði ákvörðun nefndarinnar hafa skort lagastoð. Ákvörðunin hefði falið í sér skerðingu á forsjárrétti móðurinnar, enda færu rétturinn til að ráða búsetu barns óhjákvæmilega saman með réttinum til að ráða dvalarstað þess. Móðirinn höfðaði síðan mál á hendur föðurnum 18. október, til að fá börnin afhent. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að áður hefði verið fjallað um hæfi móðurinnar og einnig lægi fyrir að hún myndi njóta stuðnings félagsmálayfirvalda í heimalandi sínu. Landsréttur tók sömu afstöðu í dómnum sem féll í síðustu viku og sagði ekki unnt að draga þá ályktun að alvarleg hætta væri á að afhending barnanna til móðurinnar myndi skaða þau andlega eða líkamlega eða koma þeim á annan hátt í óbærilega stöðu.
Börn og uppeldi Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira