Kofi Tómasar frænda kveður og Ægir tekur við Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 11:14 Ægir brugghús hefur opnað bar í húsnæðinu við Laugaveg 2 þar sem áður mátti finna skemmtistaðinn Kofann. Vísir/Bjarki Ægir brugghús hefur opnað bar við Laugaveg 2. Áður var skemmtistaðurinn Kofinn, sem áður fyrr hét Kofi Tómasar frænda, rekinn í húsnæðinu. Framkvæmdastjórinn segir reksturinn hafa gengið mjög vel eftir opnunina. Um miðjan október á síðasta ári opnaði Ægir brugghús bar við Laugaveg 2. Að sögn Ólafs S. K. Þorvaldz, framkvæmdastjóra og bruggmeistara brugghússins, er staðurinn mun rólegri en forveri hans í húsnæðinu, Kofinn. Þar var ávallt dúndrandi tónlist og opið langt fram á nótt. Skemmtistaðurinn Kofinn var áður við Laugaveg 2. „Þetta er meiri afslöppun og minna djamm. Við erum með opið til klukkan eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. Róleg og notaleg tónlist, hægt að spjalla saman án þess að þurfa að öskra,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ægir brugghús er einnig með stað úti á Granda á Eyjarslóð, Ægisgarð. Þar er veislusalur og hentar frekar fyrir hópa. Ólafur segir að nýi staðurinn sé betri upp á aðgengi fyrir almenning, þá sérstaklega erlenda ferðamenn sem vilja smakka bjóra Ægis. Ólafur K. S. Þorvaldz er framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss.Vísir/Einar „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvort það sé hægt að koma og smakka. Einstaklingar hafa verið að labba alla leið út á Eyjarslóðina til að koma og nálgast bjórinn okkar. Það var kominn tími til að vera með stað sem maður gæti sent fólk á og haft vöruna aðgengilegri,“ segir Ólafur. Túristarnir eru mikill meirihluti viðskiptavina nýja staðarins, þá sérstaklega á virkum dögum. Ólafur segir að áttatíu prósent viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. „Staðsetningin er frábær upp á það að gera. Þetta eru örugglega fjölförnustu gatnamót Reykjavíkur. Það hefur verið vel tekið í þetta. Svo erum við komin í samstarf við Wake Up Reykjavík. Þau eru að koma með útlendinga til okkar í svona „food and drink tour“. Þetta er búið að ganga mjög vel eftir að við opnuðum,“ segir Ólafur. Næturlíf Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Um miðjan október á síðasta ári opnaði Ægir brugghús bar við Laugaveg 2. Að sögn Ólafs S. K. Þorvaldz, framkvæmdastjóra og bruggmeistara brugghússins, er staðurinn mun rólegri en forveri hans í húsnæðinu, Kofinn. Þar var ávallt dúndrandi tónlist og opið langt fram á nótt. Skemmtistaðurinn Kofinn var áður við Laugaveg 2. „Þetta er meiri afslöppun og minna djamm. Við erum með opið til klukkan eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. Róleg og notaleg tónlist, hægt að spjalla saman án þess að þurfa að öskra,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ægir brugghús er einnig með stað úti á Granda á Eyjarslóð, Ægisgarð. Þar er veislusalur og hentar frekar fyrir hópa. Ólafur segir að nýi staðurinn sé betri upp á aðgengi fyrir almenning, þá sérstaklega erlenda ferðamenn sem vilja smakka bjóra Ægis. Ólafur K. S. Þorvaldz er framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss.Vísir/Einar „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvort það sé hægt að koma og smakka. Einstaklingar hafa verið að labba alla leið út á Eyjarslóðina til að koma og nálgast bjórinn okkar. Það var kominn tími til að vera með stað sem maður gæti sent fólk á og haft vöruna aðgengilegri,“ segir Ólafur. Túristarnir eru mikill meirihluti viðskiptavina nýja staðarins, þá sérstaklega á virkum dögum. Ólafur segir að áttatíu prósent viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. „Staðsetningin er frábær upp á það að gera. Þetta eru örugglega fjölförnustu gatnamót Reykjavíkur. Það hefur verið vel tekið í þetta. Svo erum við komin í samstarf við Wake Up Reykjavík. Þau eru að koma með útlendinga til okkar í svona „food and drink tour“. Þetta er búið að ganga mjög vel eftir að við opnuðum,“ segir Ólafur.
Næturlíf Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira