Farsæld til framtíðar Bóas Hallgrímsson skrifar 27. janúar 2023 14:01 Hvernig búum við börn og ungmenni best undir lífið sem bíður þeirra? Hvaða veganesti kemur sér best fyrir æsku landsins? Hvaða ábyrgð bera skólar landsins, kennarar, frístundaheimili og frístundafulltrúar í þeim efnum? Á málþingi sem fram fór í húsakynnum Menntavísindasviðs Íslands þann 18. janúar var þessum spurningum velt fram og leitast við að svara þeim. Málþing um menntun til farsældar var yfirskriftin og fyrirlesarar og fræðifólk ræddi stöðu mála, kynnti niðurstöður rannsókna og horfðu til framtíðar. Það var gott að fylgjast með þessu málþingi, tilefni til bjartsýni og til þess að fylkja sér á bak við það sem kynnt var úr pontu. Kristján Kristjánsson heimspekingur, sem var einn frummælenda, vísaði til þess að OECD væru að breyta um kúrs í sinni menntastefnu. Breytingin er róttæk, á þriggja ára plani er að umbylta PISA prófunum. UNESCO leggur til að farsæld verði gert hærra undir höfði sem höfuðmarkmið menntunar. Kristján lauk erindi sínu með ákalli til viðstaddra, og samfélagsins alls eins og ég skildi það. Í hans eigin orðum: „Til að koma farsældarmenntun á legg þarf að orða hana á þann hátt sem foreldrar og kennarar skilja og geta tileinkað sér, en ekki síður með orðaforða sem embættis- og stjórnmálamenn geta slegið eign sinni á og innleitt í stefnumótunarorðræðu.“ Sigrún Aðalbjarnardóttir, annar frummælandi, ræddi niðurstöður rannsóknar sinnar Samskipti, áhættuhegðun og styrkleikar ungs fólks. Í máli hennar kom fram að þau 14 ára börn sem sýndu meiri samskiptahæfni, skv. Mælingu, voru líklegri en önnur ungmenni til að tjá betri líðan, sjálfstraust þeirra var betra, tiltrú á eigin sjálfsstjórn, minnkaðar líkur á áhættusamri vímuefnahegðun og árangur þeirra á samræmdum prófum var betri. Forspárgildi voru sterk. Sigrún varpaði fram þeirri spurningu sem við höfum svo oft heyrt: „Er hægt að kenna þessa færni?“, og vísar þar til samskiptafærni og svar hennar er, eftir áratugi af rannsóknum, afdráttarlaust já. Það er einmitt þetta viðhorf til menntunar sem starfsfólk Hjallastefnunnar hefur tileinkað sér frá árinu 1989 í sínum daglegu störfum. Það er því einstaklega gleðilegt að sjá að félags- og tilfinningafærni verða til í kastljósinu, í ríkari mæli hjá íslenskum menntastofnunum og áhrifafólki í faginu. Nú vona ég að orð mín skiljist ekki sem svo að ég telji tilfinningaþroska og félagsþroska hafa verið hundsaða í íslensku skólakerfi hjá öðru fagfólki en því er starfar með Hjallastefnunni. Því fer fjarri. Heldur er ég að fagna því að inn í meginstraumsorðræðuna sé mikilvægi þessara þátta að fá það vægi sem þeir sannarlega eiga skilið. Sue Roffey er önnur fræðikona sem hélt erindi á málþinginu góða, en hún hefur beint sjónum að vellíðan barna og kennara í skólum. Roffey er sálfræðingur og hefur lagt áherslu á jákvæða sálfræði í rannsóknum sínum. Hún kynnti nálgun sem hún kallar ASPIRE meginreglurnar (e. The ASPIRE principles), þær meginreglur byggja því allir einstaklingar ættu að hafa vald eða umboð til þess að taka eigin ákvarðanir og hafa áhrif á eigið líf, að öryggi þurfi að vera lykilatriði í skólastarfi tilfinningalegt öryggi sem og líkamlegt, jákvæðni, virðing og jafnrétti. Þetta módel hefur fengið talsverða útbreiðslu og hefur vinna með það bætt líðan og árangur nemenda meðal annars á Bretlandi, í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Egyptalandi. Kynjanámskrá Hjallastefnunnar er útfærsla á hugmyndafræði stefnunnar og er markmiðið að tryggja jafnrétti kynjanna sem og annarra hópa og frelsa börn frá neikvæðum afleiðingum kynjakerfisins og staðalmyndum sem hafa, í gegnum tíðina, fest sig í sessi. Kynjanámskráin er hugsuð sem trygging á því að öll börn sem Hjallastefnunni er treyst fyrir fái heildstæða þjálfun í mannlegum eiginleikum. Kynjanámskráin er höfð til hliðsjónar og er iðkuð alla daga skólaársins, en til þess að lyfta aðferðafræðinni enn frekar þá eru hinir sex þættir námskrárinnar teknir fyrir í lotum yfir skólaárið. Loturnar eru: Agalota en þá æfa börn og starfsfólk virðingu, kurteisi, hegðun og framkomu. Sjálfstæðislota þar sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, öryggi, sjálfstraust og tjáningu. Í samskiptalotu eru það umburðalyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstaða sem eru í sviðsljósinu. Jákvæðnilotunni er ætlað að þjálfa ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni og gleði. Vináttulota er til þess að þjálfa félagsskap, umhyggju, kærleika og nálægð og síðasta lotan er áræðnilota en þá smiðshöggið rekið á heildarstarf vetursins hvað varðar persónulegan vöxt og þroska. Þá er það kraftur, kjarkur, virkni og fumkvæði sem börn og starfsfólk þjálfa hjá sjálfum sér. Við sem hjá Hjallastefnunni störfum erum óendanlega þakklát fyrir málþing það er fram fór 18. janúar. Því frábæra fólki sem þar kynnti rannsóknir sínar, aðgerðaráætlanir, störf og nálganir. Það er fagnaðarefni að sjá að við erum að huga enn frekar að mennskunni, að mæta hverju barni eins og það kemur inn í menntakerfið, sýna kærleika, þolinmæði og umhyggju. Það er ekki hægt að hugsa sér betra veganesti inn í framtíð lands, þjóðar og heimsbyggðarinnar allrar en að æska landsins öðlist sjálfstraust, læri að setja sig í fótspor annara og fái að þjálfa sína félags- og tilfinningahæfni undri styrkri leiðsögn góðra fagaðila. Kærar þakkir til Menntavísindasviðs, Embætti Landslæknis og Endurmenntun HÍ fyrir að standa að viðburðinum, vel gert! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Bóas Hallgrímsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig búum við börn og ungmenni best undir lífið sem bíður þeirra? Hvaða veganesti kemur sér best fyrir æsku landsins? Hvaða ábyrgð bera skólar landsins, kennarar, frístundaheimili og frístundafulltrúar í þeim efnum? Á málþingi sem fram fór í húsakynnum Menntavísindasviðs Íslands þann 18. janúar var þessum spurningum velt fram og leitast við að svara þeim. Málþing um menntun til farsældar var yfirskriftin og fyrirlesarar og fræðifólk ræddi stöðu mála, kynnti niðurstöður rannsókna og horfðu til framtíðar. Það var gott að fylgjast með þessu málþingi, tilefni til bjartsýni og til þess að fylkja sér á bak við það sem kynnt var úr pontu. Kristján Kristjánsson heimspekingur, sem var einn frummælenda, vísaði til þess að OECD væru að breyta um kúrs í sinni menntastefnu. Breytingin er róttæk, á þriggja ára plani er að umbylta PISA prófunum. UNESCO leggur til að farsæld verði gert hærra undir höfði sem höfuðmarkmið menntunar. Kristján lauk erindi sínu með ákalli til viðstaddra, og samfélagsins alls eins og ég skildi það. Í hans eigin orðum: „Til að koma farsældarmenntun á legg þarf að orða hana á þann hátt sem foreldrar og kennarar skilja og geta tileinkað sér, en ekki síður með orðaforða sem embættis- og stjórnmálamenn geta slegið eign sinni á og innleitt í stefnumótunarorðræðu.“ Sigrún Aðalbjarnardóttir, annar frummælandi, ræddi niðurstöður rannsóknar sinnar Samskipti, áhættuhegðun og styrkleikar ungs fólks. Í máli hennar kom fram að þau 14 ára börn sem sýndu meiri samskiptahæfni, skv. Mælingu, voru líklegri en önnur ungmenni til að tjá betri líðan, sjálfstraust þeirra var betra, tiltrú á eigin sjálfsstjórn, minnkaðar líkur á áhættusamri vímuefnahegðun og árangur þeirra á samræmdum prófum var betri. Forspárgildi voru sterk. Sigrún varpaði fram þeirri spurningu sem við höfum svo oft heyrt: „Er hægt að kenna þessa færni?“, og vísar þar til samskiptafærni og svar hennar er, eftir áratugi af rannsóknum, afdráttarlaust já. Það er einmitt þetta viðhorf til menntunar sem starfsfólk Hjallastefnunnar hefur tileinkað sér frá árinu 1989 í sínum daglegu störfum. Það er því einstaklega gleðilegt að sjá að félags- og tilfinningafærni verða til í kastljósinu, í ríkari mæli hjá íslenskum menntastofnunum og áhrifafólki í faginu. Nú vona ég að orð mín skiljist ekki sem svo að ég telji tilfinningaþroska og félagsþroska hafa verið hundsaða í íslensku skólakerfi hjá öðru fagfólki en því er starfar með Hjallastefnunni. Því fer fjarri. Heldur er ég að fagna því að inn í meginstraumsorðræðuna sé mikilvægi þessara þátta að fá það vægi sem þeir sannarlega eiga skilið. Sue Roffey er önnur fræðikona sem hélt erindi á málþinginu góða, en hún hefur beint sjónum að vellíðan barna og kennara í skólum. Roffey er sálfræðingur og hefur lagt áherslu á jákvæða sálfræði í rannsóknum sínum. Hún kynnti nálgun sem hún kallar ASPIRE meginreglurnar (e. The ASPIRE principles), þær meginreglur byggja því allir einstaklingar ættu að hafa vald eða umboð til þess að taka eigin ákvarðanir og hafa áhrif á eigið líf, að öryggi þurfi að vera lykilatriði í skólastarfi tilfinningalegt öryggi sem og líkamlegt, jákvæðni, virðing og jafnrétti. Þetta módel hefur fengið talsverða útbreiðslu og hefur vinna með það bætt líðan og árangur nemenda meðal annars á Bretlandi, í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Egyptalandi. Kynjanámskrá Hjallastefnunnar er útfærsla á hugmyndafræði stefnunnar og er markmiðið að tryggja jafnrétti kynjanna sem og annarra hópa og frelsa börn frá neikvæðum afleiðingum kynjakerfisins og staðalmyndum sem hafa, í gegnum tíðina, fest sig í sessi. Kynjanámskráin er hugsuð sem trygging á því að öll börn sem Hjallastefnunni er treyst fyrir fái heildstæða þjálfun í mannlegum eiginleikum. Kynjanámskráin er höfð til hliðsjónar og er iðkuð alla daga skólaársins, en til þess að lyfta aðferðafræðinni enn frekar þá eru hinir sex þættir námskrárinnar teknir fyrir í lotum yfir skólaárið. Loturnar eru: Agalota en þá æfa börn og starfsfólk virðingu, kurteisi, hegðun og framkomu. Sjálfstæðislota þar sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, öryggi, sjálfstraust og tjáningu. Í samskiptalotu eru það umburðalyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstaða sem eru í sviðsljósinu. Jákvæðnilotunni er ætlað að þjálfa ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni og gleði. Vináttulota er til þess að þjálfa félagsskap, umhyggju, kærleika og nálægð og síðasta lotan er áræðnilota en þá smiðshöggið rekið á heildarstarf vetursins hvað varðar persónulegan vöxt og þroska. Þá er það kraftur, kjarkur, virkni og fumkvæði sem börn og starfsfólk þjálfa hjá sjálfum sér. Við sem hjá Hjallastefnunni störfum erum óendanlega þakklát fyrir málþing það er fram fór 18. janúar. Því frábæra fólki sem þar kynnti rannsóknir sínar, aðgerðaráætlanir, störf og nálganir. Það er fagnaðarefni að sjá að við erum að huga enn frekar að mennskunni, að mæta hverju barni eins og það kemur inn í menntakerfið, sýna kærleika, þolinmæði og umhyggju. Það er ekki hægt að hugsa sér betra veganesti inn í framtíð lands, þjóðar og heimsbyggðarinnar allrar en að æska landsins öðlist sjálfstraust, læri að setja sig í fótspor annara og fái að þjálfa sína félags- og tilfinningahæfni undri styrkri leiðsögn góðra fagaðila. Kærar þakkir til Menntavísindasviðs, Embætti Landslæknis og Endurmenntun HÍ fyrir að standa að viðburðinum, vel gert! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun