Erlent

74 ára karl­maður hand­tekinn vegna bréfa­sprengju­sendinga á Spáni

Atli Ísleifsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu eftir að bréfasprengja var send til sendiráðs Úkraínu í Madríd.
Frá aðgerðum lögreglu eftir að bréfasprengja var send til sendiráðs Úkraínu í Madríd. EPA

Lögregla á Spáni hefur handtekið 74 ára karlmann vegna gruns um að hafa sent bréfasprengjur á skrifstofu spænska forsætisráðherrans Pedro Sanchez, í sendiráð og skrifstofu aðalræðismanns Úkraínu í Madríd og Barcelona, auk herflugvallarins í Torrejón de Ardoz.

Spænska blaðið La Sexta segir að maðurinn hafi verið handtekinn í morgun. Er um að ræða mann á eftirlaunum sem búsettur sé Miranda de Ebro í héraðinu Kastílla og León, miðja vegu milli Bilbao og Burgos.

Bréfasprengjurnar voru sendar í lok nóvember.

Starfsmaður sendiráðs Úkraínu í höfuðborginni Madríd særðist eftir að hafa meðhöndlað sendinguna.

New York Times greindi frá því um helgina að grunur sé um að liðsmenn rússnesku leyniþjónustunnar hafi komið að sendingunum. Eigi þeir að hafa haft bein tengsl við herskáan hóp á Spáni sem trúir á yfirburði hvíta mannsins gagnvart öðrum.


Tengdar fréttir

Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar

Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn.

Þrjár bréf­sprengjur á Spáni á einum sólar­hring

Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær.

Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju

Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×