„Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. janúar 2023 13:00 Jón Kaldal talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir hugmyndir SFS um möguleika til framleiðsluaukningar á eldisfiski í sjó fjarstæðukenndar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna segir mögulegt að margfalda framleiðslu á eldisfiski í sjó. Vísir Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í fréttum okkar í gær raunhæft að áætla að á næstu áratugum verði hægt að framleiða níu sinnum meira af eldisfiski í sjó hér á landi en nú er. Með landeldi væri hægt að tólffalda framleiðsluna. Þetta væri niðurstaða samtakanna eftir skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey. Þá fagnaði hún fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. Jón Kaldal talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins sem talar fyrir verndun íslenska laxastofnsins segir þessar hugmyndir fjarstæðukenndar. „Ég tel engar líkur á að þetta raungerist. Þetta er frekar eitthvað sem verið er að villa um fyrir almenningi og mögulega stjórnvöldum. Innanbúðarmenn í sjókvíaeldisfyrirtækjunum hafa sjálfir margir hverjir lagt fram það raunhæfa mat að sjókvíaeldi í núverandi mynd í netpokum muni heyra sögunni til kringum árið 2030. Einfaldlega vegna þess að umhverfisáhrifin eru ekki verjanleg,“ segir Jón. Hann segir þessar tölur líka fjarri mati Hafrannsóknarstofnunar. „Það liggur fyrir af hálfu Hafrannsóknarstofnunar áhættumat um erfðablöndun sem á að vera til varnar villtum laxi. Þar kemur fram að hámarks framleiðsla hér geti verið 106 þúsund tonn á ári,“ segir hann. Jón segir að endurskoða eigi áhættumatið á þessu ári og telur að þar verði einnig tekið tillit til sleppingarslysa úr sjókvíaeldi. „Til að setja þetta í samhengi þá sluppu úr einni sjókví í Arnarfirði 88 þúsund eldislaxar. Allur villti stofninn er í kringum 60 þúsund fiskar. Þetta er þegar farið að skaða íslenskt lífríki verulega,“ segir hann. Skattaparadísin Ísland SFS telur að verði framleiðsluaukning að veruleika muni mögulegt útflutningsverðmæti hljóða upp á 450 milljarða íslenskra króna. Jón efast um þessar tölur. Norðmenn eigi langstærstan hluta íslenskra sjókvíaeldisfyrirtækja. „Norðmenn eiga held ég tæplega níutíu prósent af íslensku sjókvíeldisfyrirtækjunum. Peningarnir í þessari starfsemi hér koma frá erlendu móðurfélögunum og arðurinn fer þangað líka. Norðmenn eru núna að flýja Noreg því auðlindaskatturinn þar fer í 40 prósent. Fulltrúar stærstu sjókvíaeldisfyrirtækja heims frá Noregi eins og Mowis og Salmar hafa talað um að skattumhverfi í Noregi sé að verða þeim óhagstætt og þeir líti hýru auga til vaxtar á Íslandi og Skotlandi. Það er merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi vegna þess að Íslendingar hafa ekki haft vit á því að rukka nóg fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,“ segir Jón að lokum. Fiskeldi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Sjókvíaeldi Landeldi Tengdar fréttir Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu. 19. janúar 2023 11:30 SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. 18. janúar 2023 15:10 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í fréttum okkar í gær raunhæft að áætla að á næstu áratugum verði hægt að framleiða níu sinnum meira af eldisfiski í sjó hér á landi en nú er. Með landeldi væri hægt að tólffalda framleiðsluna. Þetta væri niðurstaða samtakanna eftir skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey. Þá fagnaði hún fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. Jón Kaldal talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins sem talar fyrir verndun íslenska laxastofnsins segir þessar hugmyndir fjarstæðukenndar. „Ég tel engar líkur á að þetta raungerist. Þetta er frekar eitthvað sem verið er að villa um fyrir almenningi og mögulega stjórnvöldum. Innanbúðarmenn í sjókvíaeldisfyrirtækjunum hafa sjálfir margir hverjir lagt fram það raunhæfa mat að sjókvíaeldi í núverandi mynd í netpokum muni heyra sögunni til kringum árið 2030. Einfaldlega vegna þess að umhverfisáhrifin eru ekki verjanleg,“ segir Jón. Hann segir þessar tölur líka fjarri mati Hafrannsóknarstofnunar. „Það liggur fyrir af hálfu Hafrannsóknarstofnunar áhættumat um erfðablöndun sem á að vera til varnar villtum laxi. Þar kemur fram að hámarks framleiðsla hér geti verið 106 þúsund tonn á ári,“ segir hann. Jón segir að endurskoða eigi áhættumatið á þessu ári og telur að þar verði einnig tekið tillit til sleppingarslysa úr sjókvíaeldi. „Til að setja þetta í samhengi þá sluppu úr einni sjókví í Arnarfirði 88 þúsund eldislaxar. Allur villti stofninn er í kringum 60 þúsund fiskar. Þetta er þegar farið að skaða íslenskt lífríki verulega,“ segir hann. Skattaparadísin Ísland SFS telur að verði framleiðsluaukning að veruleika muni mögulegt útflutningsverðmæti hljóða upp á 450 milljarða íslenskra króna. Jón efast um þessar tölur. Norðmenn eigi langstærstan hluta íslenskra sjókvíaeldisfyrirtækja. „Norðmenn eiga held ég tæplega níutíu prósent af íslensku sjókvíeldisfyrirtækjunum. Peningarnir í þessari starfsemi hér koma frá erlendu móðurfélögunum og arðurinn fer þangað líka. Norðmenn eru núna að flýja Noreg því auðlindaskatturinn þar fer í 40 prósent. Fulltrúar stærstu sjókvíaeldisfyrirtækja heims frá Noregi eins og Mowis og Salmar hafa talað um að skattumhverfi í Noregi sé að verða þeim óhagstætt og þeir líti hýru auga til vaxtar á Íslandi og Skotlandi. Það er merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi vegna þess að Íslendingar hafa ekki haft vit á því að rukka nóg fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,“ segir Jón að lokum.
Fiskeldi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Sjókvíaeldi Landeldi Tengdar fréttir Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu. 19. janúar 2023 11:30 SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. 18. janúar 2023 15:10 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu. 19. janúar 2023 11:30
SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. 18. janúar 2023 15:10