Fótbolti

Markvörður niðurlægði sóknarmann ekki einu sinni heldur tvisvar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
João Carvalho gat brosað að þessu en mótherji hans var ekki eins kátur.
João Carvalho gat brosað að þessu en mótherji hans var ekki eins kátur. Instagram/@sportingclubedebraga

Nútímamarkvörður í fótbolta þarf að vera góður í fótbolta og sumir kunna orðið sitthvað fyrir sér þegar kemur að leikni með boltann.

Eitt ýktasta dæmið um þetta er ungur markvörður portúgalska félagsins Braga.

João Carvalho er aðeins átján ára gamall og var að spila með 23 ára liði Braga á móti Rio Ave á dögunum.

Það má segja að strákurinn hafi komið sér í fréttirnar með frábærum tilþrifum með boltann sem voru reyndar á kostnað andstæðings.

Carvalho niðurlagði þá sóknarmanninn Aymen Bouzidi hjá Rio Ave sem hafði komið inn á sem varamaður. Hann gerði það ekki einu sinni heldur tvisvar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Fyrst plastaði Carvalho hinn kappsama sóknarmann upp úr skónum og þegar hann kom aftur hlaupandi þá klobbaði hann leikmanninn sem gat ekkert annað en fórnað höndum.

Carvalho þurfti reyndar að sækja boltann einu sinni í markið sitt í 2-1 sigri eftir mark undir lok leiksins en gat ekki bara fagnað þessum tilþrifum heldur einnig sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×