Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2023 18:47 Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“ Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“
Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02
Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent