Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 23:57 LHS 475 b er í „einungis“ 41 ljósárs fjarlægð. NASA, ESA, CSA, Leah Hustak (STScI) Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin. Ákveðið var að beina Webb að LSH 475 eftir að gögn úr gervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, bentu til þess að eitthvað væri þar að finna. Á vef NASA segir að með Webb hafi reynst auðvelt að finna reikistjörnuna en það var gert með því að beina Webb að stjörnunni og greina það þegar reikistjarnan skyggir á stjörnuna. Gögnin úr Webb sýna að reikistjarnan fer í kringum sól sína á einungis tveimur dögum. A whole new world!41 light-years away is the small, rocky planet LHS 475 b. At 99% of Earth s diameter, it s almost exactly the same size as our home world. This marks the first time researchers have used Webb to confirm an exoplanet. https://t.co/hX8UGXplq2 #AAS241 pic.twitter.com/SDhuZRfcko— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 11, 2023 Hægt er að nota Webb til að gera litrófsgreiningu á andrúmslofti fjarreikistjarna og var það reynt í þessu tilfelli. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og er mögulegt að LSH 475 b hafi ekki andrúmsloft. Það er þó ekki ljóst enn. Sjá einnig: Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Haft er eftir vísindamönnum sem komu að verkefninu að frekari rannsóknir verði gerðar á sólkerfinu og það veiti gott tækifæri til að læra um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. NASA opinberaði í gær að vísindamenn hefðu notað TESS til að finna tvær reikistjörnur á lífbeltinu svokallaða á braut um rauðan dverg í um hundrað ljósára fjarlægð. Sjá einnig: Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft árið 2021 og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ákveðið var að beina Webb að LSH 475 eftir að gögn úr gervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, bentu til þess að eitthvað væri þar að finna. Á vef NASA segir að með Webb hafi reynst auðvelt að finna reikistjörnuna en það var gert með því að beina Webb að stjörnunni og greina það þegar reikistjarnan skyggir á stjörnuna. Gögnin úr Webb sýna að reikistjarnan fer í kringum sól sína á einungis tveimur dögum. A whole new world!41 light-years away is the small, rocky planet LHS 475 b. At 99% of Earth s diameter, it s almost exactly the same size as our home world. This marks the first time researchers have used Webb to confirm an exoplanet. https://t.co/hX8UGXplq2 #AAS241 pic.twitter.com/SDhuZRfcko— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 11, 2023 Hægt er að nota Webb til að gera litrófsgreiningu á andrúmslofti fjarreikistjarna og var það reynt í þessu tilfelli. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og er mögulegt að LSH 475 b hafi ekki andrúmsloft. Það er þó ekki ljóst enn. Sjá einnig: Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Haft er eftir vísindamönnum sem komu að verkefninu að frekari rannsóknir verði gerðar á sólkerfinu og það veiti gott tækifæri til að læra um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. NASA opinberaði í gær að vísindamenn hefðu notað TESS til að finna tvær reikistjörnur á lífbeltinu svokallaða á braut um rauðan dverg í um hundrað ljósára fjarlægð. Sjá einnig: Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft árið 2021 og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira