Arnar heldur með Hetti: Ég er utan af landi og held með landsbyggðinni Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2023 20:29 Arnar á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega gríðarlega sáttur eftir sigurinn á Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikarsins í kvöld. Stjarnan hefur gengið í gegnum nokkuð mikla leikmannaveltu að undanförnu en lét það ekki hafa áhrif á sig. „Ég er glaður í dag, ég er glaður flestalla daga,“ sagði Arnar er hann settist niður með fréttamanni eftir leik. „Þetta var erfiður leikur á móti vel þjálfuðu liði. Þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. Við náðum góðum kafla og þegar þeir finna góðan kafla þá er leikurinn sem betur fer að klárast, guði sé lof. Þessi leikur hefði ekki mátt vera mikið lengi, þeir voru að ná tökum á okkur.“ Góður kafli undir lok þriðja leikhluta lagði grunninn að þessum frábæra sigri Garðbæinga í Laugardalshöllinni. „Það gerði gæfumuninn fyrir okkur að ná andrými, það skipti öllu. Mér fannst allir koma með eitthvað að borðinu hjá okkur.“ Ahmad Gilbert var fenginn frá Hrunamönnum í umtöluðum lánssamningi til að spila þessa bikarhelgi og hjálpa liðinu að vinna enn einn bikarmeistaratitilinn. Hann átti flottan leik í dag, líkt og Dagur Kár Jónsson og William Gutenius sem eru einnig nýir hjá félaginu. „Hann var fínn í dag, eins og allt liðið. Ég er ánægður með hann,“ sagði Arnar um Gilbert, en núna klukkan 20:00 er hinn undanúrslitaleikurinn á milli Vals og Hattar að hefjast. „Ég á örugglega eftir að horfa eitthvað aðeins á þetta. Mér er alveg sama um hvaða lið við fáum, en ég ætla ekki að ljúga neitt - ég held með Hetti. Ég held líka með Keflavík á móti Haukum. Ég er utan af landi og held með landsbyggðarliðunum. Ég er ættaður af Austurlandi og held með Hetti. Mér er samt sama hvort liðið við fáum, við þurfum bara að vinna þá sem bíða okkar.“ Arnar tók við þjálfun Stjörnuliðsins fyrir 2018-19 tímabilið og Garðbæjarliðið tapaði ekki bikarleik undir hans stjórn fyrstu tvö árin. Stjarnan varð bikarmeistari 2019 eftir stórsigur á Njarðvík í bikarúrslitaleiknum og varði titilinn árið eftir með því að vinna Grindavík með fjórtán stiga mun í bikarúrslitaleiknum. Stjarnan vann fyrstu þrettán bikarleikina sína undir stjórn Arnars og hefur nú aftur unnið sjö bikarleiki í röð undir hans stjórn. Arnar á möguleika á því að stýra Stjörnunni til sigurs í bikarnum í fjórða sinn á laugardag. „Þetta er ótrúleg tölfræði hjá Stjörnunni - ég er bara að þjálfa.“ „Stjarnan var búin að vinna þjár bikarmeistaratitla áður en ég kom. Félagið er búið að vinna tvo bikartitla í handboltanum og einn í fótboltanum. Þá er ég bara að tala um karlaboltann. Í karlaboltanum hefur Stjarnan verið með bikarhefð í öllum boltaíþróttum.“ Hvað er það sem skapar þessa bikarhefð? „Að vinna bikarleiki. Ef þú tapar, þá verður hefðin ekki til,“ sagði Arnar léttur að lokum. VÍS-bikarinn Stjarnan Keflavík ÍF Höttur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
„Ég er glaður í dag, ég er glaður flestalla daga,“ sagði Arnar er hann settist niður með fréttamanni eftir leik. „Þetta var erfiður leikur á móti vel þjálfuðu liði. Þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. Við náðum góðum kafla og þegar þeir finna góðan kafla þá er leikurinn sem betur fer að klárast, guði sé lof. Þessi leikur hefði ekki mátt vera mikið lengi, þeir voru að ná tökum á okkur.“ Góður kafli undir lok þriðja leikhluta lagði grunninn að þessum frábæra sigri Garðbæinga í Laugardalshöllinni. „Það gerði gæfumuninn fyrir okkur að ná andrými, það skipti öllu. Mér fannst allir koma með eitthvað að borðinu hjá okkur.“ Ahmad Gilbert var fenginn frá Hrunamönnum í umtöluðum lánssamningi til að spila þessa bikarhelgi og hjálpa liðinu að vinna enn einn bikarmeistaratitilinn. Hann átti flottan leik í dag, líkt og Dagur Kár Jónsson og William Gutenius sem eru einnig nýir hjá félaginu. „Hann var fínn í dag, eins og allt liðið. Ég er ánægður með hann,“ sagði Arnar um Gilbert, en núna klukkan 20:00 er hinn undanúrslitaleikurinn á milli Vals og Hattar að hefjast. „Ég á örugglega eftir að horfa eitthvað aðeins á þetta. Mér er alveg sama um hvaða lið við fáum, en ég ætla ekki að ljúga neitt - ég held með Hetti. Ég held líka með Keflavík á móti Haukum. Ég er utan af landi og held með landsbyggðarliðunum. Ég er ættaður af Austurlandi og held með Hetti. Mér er samt sama hvort liðið við fáum, við þurfum bara að vinna þá sem bíða okkar.“ Arnar tók við þjálfun Stjörnuliðsins fyrir 2018-19 tímabilið og Garðbæjarliðið tapaði ekki bikarleik undir hans stjórn fyrstu tvö árin. Stjarnan varð bikarmeistari 2019 eftir stórsigur á Njarðvík í bikarúrslitaleiknum og varði titilinn árið eftir með því að vinna Grindavík með fjórtán stiga mun í bikarúrslitaleiknum. Stjarnan vann fyrstu þrettán bikarleikina sína undir stjórn Arnars og hefur nú aftur unnið sjö bikarleiki í röð undir hans stjórn. Arnar á möguleika á því að stýra Stjörnunni til sigurs í bikarnum í fjórða sinn á laugardag. „Þetta er ótrúleg tölfræði hjá Stjörnunni - ég er bara að þjálfa.“ „Stjarnan var búin að vinna þjár bikarmeistaratitla áður en ég kom. Félagið er búið að vinna tvo bikartitla í handboltanum og einn í fótboltanum. Þá er ég bara að tala um karlaboltann. Í karlaboltanum hefur Stjarnan verið með bikarhefð í öllum boltaíþróttum.“ Hvað er það sem skapar þessa bikarhefð? „Að vinna bikarleiki. Ef þú tapar, þá verður hefðin ekki til,“ sagði Arnar léttur að lokum.
VÍS-bikarinn Stjarnan Keflavík ÍF Höttur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik