Björk treður upp á Coachella 2023 Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. janúar 2023 21:06 Björk á tónlistarhátíðinni Primavera sound í Chile í nóvember á síðasta ári. getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. Tilkynnt var um tónlistarmennina sem munu troða upp á hátíðinni vinsælu í kvöld. Ásamt Björk munu Bad Bunny, Blackpink, Frank Ocean, Gorillaz og Rosalía koma fram. View this post on Instagram A post shared by Coachella (@coachella) Björk kemur fram sama kvöld og söngvarinn Frank Ocean, sunnudaginn 16. apríl og sunnudaginn 23. apríl en hátíðin, með sömu tónlistarmönnum, verður haldin tvær helgar í apríl; 14.-16. apríl og 21.-23. apríl. Björk er önnur í röðinni á eftir Frank Ocean á plakati fyrir hátíðina og virðist því mikið gert úr hennar komu á hátíðina. Tónlistarhátíðin Coachella fer fram í eyðimörkinni í Indio í Kaliforníu og skartar alla jafnan stærstu tónlistarmönnum heims. Á hátíðinni árið 2022 komu fram tónlistarmenn á borð við The Weeknd, Billie Eilish, Doja Cat og Arcade Fire, svo fáeinir séu nefndir. The Weeknd og raftónlistarsveitin Sweedish House Mafia hlupu að vísu í skarð Kanye West sem átti að koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa krafið West um sjö milljónir bandaríkjadala, rúman milljarð íslenskra króna, í skaðabætur vegna vinnu sem fór í að undirbúa komu hans í fyrra. Björk Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tilkynnt var um tónlistarmennina sem munu troða upp á hátíðinni vinsælu í kvöld. Ásamt Björk munu Bad Bunny, Blackpink, Frank Ocean, Gorillaz og Rosalía koma fram. View this post on Instagram A post shared by Coachella (@coachella) Björk kemur fram sama kvöld og söngvarinn Frank Ocean, sunnudaginn 16. apríl og sunnudaginn 23. apríl en hátíðin, með sömu tónlistarmönnum, verður haldin tvær helgar í apríl; 14.-16. apríl og 21.-23. apríl. Björk er önnur í röðinni á eftir Frank Ocean á plakati fyrir hátíðina og virðist því mikið gert úr hennar komu á hátíðina. Tónlistarhátíðin Coachella fer fram í eyðimörkinni í Indio í Kaliforníu og skartar alla jafnan stærstu tónlistarmönnum heims. Á hátíðinni árið 2022 komu fram tónlistarmenn á borð við The Weeknd, Billie Eilish, Doja Cat og Arcade Fire, svo fáeinir séu nefndir. The Weeknd og raftónlistarsveitin Sweedish House Mafia hlupu að vísu í skarð Kanye West sem átti að koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa krafið West um sjö milljónir bandaríkjadala, rúman milljarð íslenskra króna, í skaðabætur vegna vinnu sem fór í að undirbúa komu hans í fyrra.
Björk Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira