„Það skortir alla skynsemi í þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2023 11:20 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu. Grófarhús var reist árið 1931 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Núverandi útlit þess er frá árinu 1995, þegar það var klætt með lituðum stálplötum sem hafa staðið misvel af sér veður og vinda. Nú vilja borgaryfirvöld færa húsið í örlítið glæstara horf, nær upphaflegri mynd. Efnt var til hönnunarsamkeppni á nýliðnu ári og á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt að ganga frá samkomulagi við sigurvegarana; hollensku arkitektastofuna JVST. Gert er ráð fyrir 50 milljónum í undirbúning og hönnunarvinnu á þessu ári og 200 milljónum á því næsta. Of dýr endurgerð Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, með vinningstillöguna í baksýn.Vísir/Sigurjón Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir skjóta skökku við að ráðast í svo umfangsmikið verkefni í ljósi bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og rifjar upp nýlegar niðurskurðaraðgerðir upp á sjö milljarða. „Svo erum við hér og þessi endurgerð á að kosta fjóra milljarða á þessu kjörtímabili og sex milljarða þegar yfir lýkur. Og hvað er þá planið? Eigum við bara að spara til þess að eyða öllu í að endurgera þetta hús?“ Grófarhús séð frá Tryggvagötu samkvæmt tillögu JVST arkitekta.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Vinningstillagan sem hinar umdeildu framkvæmdir eiga að byggja á er undir yfirskriftinni Vitavegur. Hún dregur nafn sitt af breiðum aðalstiga sem tengja á hæðirnar saman. Svokallað Vitatorg er veigamikill þáttur tillögunnar.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Á meðal þess sem gjörbreytist er forsalur Borgarbókasafnsins en safnið skipar stærstan hluta Grófarhúss. Á þeim bletti er reiknað með svokölluðu Vitatorgi, stiginn upp á aðra hæð verður tekinn, brotið milli hæða og opnað upp í loft. Skortir alla skynsemi Þá breytist ásýnd hússins mjög, samkvæmt tillögunni. Gluggar verða víða stækkaðir og reiknað með göngugötu í gegnum húsið. Og Sjálfstæðismenn eru vissulega afar hrifnir af tillögunni, viðurkennir Ragnhildur Alda. „Þetta snýst í raun og veru ekki um ágæti tillögunnar, þetta snýst um að við höfum ekki efni á þessu. Það skortir einhvern veginn alla skynsemi í þetta. Ég meina, við færum ekki að gera upp eldhúsið heima hjá okkur ef fjölskyldan er varla að ná endum saman.“ Kynningu á vinningstillögu JVST arkítekta, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu má nálgast hér. Nýtt útlit Grófarhúss (fyrir miðju) samkvæmt tillögunni séð frá Reykjavíkurhöfn.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Skipulag Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Grófarhús var reist árið 1931 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Núverandi útlit þess er frá árinu 1995, þegar það var klætt með lituðum stálplötum sem hafa staðið misvel af sér veður og vinda. Nú vilja borgaryfirvöld færa húsið í örlítið glæstara horf, nær upphaflegri mynd. Efnt var til hönnunarsamkeppni á nýliðnu ári og á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt að ganga frá samkomulagi við sigurvegarana; hollensku arkitektastofuna JVST. Gert er ráð fyrir 50 milljónum í undirbúning og hönnunarvinnu á þessu ári og 200 milljónum á því næsta. Of dýr endurgerð Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, með vinningstillöguna í baksýn.Vísir/Sigurjón Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir skjóta skökku við að ráðast í svo umfangsmikið verkefni í ljósi bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og rifjar upp nýlegar niðurskurðaraðgerðir upp á sjö milljarða. „Svo erum við hér og þessi endurgerð á að kosta fjóra milljarða á þessu kjörtímabili og sex milljarða þegar yfir lýkur. Og hvað er þá planið? Eigum við bara að spara til þess að eyða öllu í að endurgera þetta hús?“ Grófarhús séð frá Tryggvagötu samkvæmt tillögu JVST arkitekta.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Vinningstillagan sem hinar umdeildu framkvæmdir eiga að byggja á er undir yfirskriftinni Vitavegur. Hún dregur nafn sitt af breiðum aðalstiga sem tengja á hæðirnar saman. Svokallað Vitatorg er veigamikill þáttur tillögunnar.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Á meðal þess sem gjörbreytist er forsalur Borgarbókasafnsins en safnið skipar stærstan hluta Grófarhúss. Á þeim bletti er reiknað með svokölluðu Vitatorgi, stiginn upp á aðra hæð verður tekinn, brotið milli hæða og opnað upp í loft. Skortir alla skynsemi Þá breytist ásýnd hússins mjög, samkvæmt tillögunni. Gluggar verða víða stækkaðir og reiknað með göngugötu í gegnum húsið. Og Sjálfstæðismenn eru vissulega afar hrifnir af tillögunni, viðurkennir Ragnhildur Alda. „Þetta snýst í raun og veru ekki um ágæti tillögunnar, þetta snýst um að við höfum ekki efni á þessu. Það skortir einhvern veginn alla skynsemi í þetta. Ég meina, við færum ekki að gera upp eldhúsið heima hjá okkur ef fjölskyldan er varla að ná endum saman.“ Kynningu á vinningstillögu JVST arkítekta, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu má nálgast hér. Nýtt útlit Grófarhúss (fyrir miðju) samkvæmt tillögunni séð frá Reykjavíkurhöfn.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei
Skipulag Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira