Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2023 11:52 Sá sem varð fyrir hnífsstunguárásinni birti mynd af sér á Instagram eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann sagðist í færslunni vera á batavegi og myndi koma „sterkari og vitrari“ til baka. Instagram Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á nýársnótt í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Þrír til viðbótar, þeirra á meðal brotaþoli í tilrauninni, eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43