Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 11:56 Taívanski herinn á heræfingu. Ceng Shou Yi/NurPhoto via Getty Images Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandarísku stofnunarinnar Center for Strategic and International Studies (CSIS) sem lét framkvæmda umfangsmikla stríðsleiki (e. war games) til þess að kanna hver áhrif af ímyndaðri innrás Kínverja í Taívan yrðu. Greint er frá niðurstöðunni á vef CNN en stofnunin mun sjálf kynna niðurstöðurnar á fundi klukkan sjö í kvöld, sem horfa má á í beinu streymi hér í fréttinni, eða með því að smella hér. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hefur aukist að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í eyríkið. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar komi til innrásar. Hermdu eftir mismunandi útfærslum Til þess að fá gleggri mynd af því hvaða áhrif slík innrás myndi hafa ákvað CSIS að framkvæmda svokallaða stríðsleiki þar sem hermt er eftir innrás Kínverja inn í Taívan. Spilaðar voru á þriðja tug mismunandi útfærslna á innrás. Markmiðið var einfalt. Að svara þeirri spurningu hvort að innrás Kínverja myndi heppnast og hver yrði kostnaðurinn við slíka innrás. Í frétt CNN segir að það svarið sé einfaldlega „nei“ og „gríðarlegur“. Mikill fórnarkostnaður Samvæmt niðurstöðunum er talið líklegt að Bandaríkin, Taívan og bandamenn þeirra myndu hafa betur komi til innrásar Kína í Taívan. Það myndi þó fela í sér að bandaríski herinn yrði verulega laskaður, ekki síst vegna þess að líklegt er að minnst tvö flugmóðurskip myndu tapast auk fjölda annarra hergagna. Þá er talið að ríflega þrjú þúsund hermenn myndu falla í þriggja vikna bardaga. Slíkt tap myndi hafa eyðileggjandi áhrif á stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu til margra ára, segir í skýrslunni samkvæmt frétt CNN. Til samanburðar hafa um sjö þúsund bandarískir hermenn fallið á síðustu tveimur áratugum í átökunum í Írak og Afganistan. Niðurstöður stríðsleikana leiða einnig í ljós að kínverski sjóherinn yrði í molum, nær allur flotinn yrði ónothæfur auk þess sem að um tíu þúsund hermenn myndu falla, og tugþúsundir hermanna teknir sem stríðsfangar. Talið er að Kínverjar myndu glata 155 herflugvélum og þyrlum auk 138 herskipa. Þá er líkleg að eyríkið Taívan muni líða gríðarlega fyrir innrás, innviðir þar yrðu gerðir að engu og mannfall yrði töluvert. Fjögur lykilatriði Í skýrslunni kemur fram að í öll skiptin sem stríðsleikarnir hafi verið framkvæmdir hafi fjögur atriði reynst vera lykilinn að bandarískum sigri. Það er að taívanski herinn þyrfti að ná að hefta sókn Kínverja strax í byrjun, Bandaríkin yrðu að geta notað herstöðvar sínar í Japan til að hefja sókn, Bandaríkjaher þyrfti að geta beitt langdrægum eldflaugum gegn kínverska flotanum í miklu magni og að lokum þyrfti Bandaríkin að koma vopnum til Taívans áður en innrásin hæfist og stíga inn í atburðarásina með herafla um leið og innrásin yrði að veruleika. Stofnunin sjálf segir þó að með því að framkvæma stríðsleikana sé þó ekki verið að segja að innrás Kínverja inn í Taívan sé óumflýjanleg eða jafn vel líkleg. Með henni sé þó verið að gefa almenningi sem og stjórnvöldum innsýn í það hvað möguleg innrás Kínverja í Taívan gæti þýtt. Bandaríkin Kína Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar bandarísku stofnunarinnar Center for Strategic and International Studies (CSIS) sem lét framkvæmda umfangsmikla stríðsleiki (e. war games) til þess að kanna hver áhrif af ímyndaðri innrás Kínverja í Taívan yrðu. Greint er frá niðurstöðunni á vef CNN en stofnunin mun sjálf kynna niðurstöðurnar á fundi klukkan sjö í kvöld, sem horfa má á í beinu streymi hér í fréttinni, eða með því að smella hér. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hefur aukist að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í eyríkið. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar komi til innrásar. Hermdu eftir mismunandi útfærslum Til þess að fá gleggri mynd af því hvaða áhrif slík innrás myndi hafa ákvað CSIS að framkvæmda svokallaða stríðsleiki þar sem hermt er eftir innrás Kínverja inn í Taívan. Spilaðar voru á þriðja tug mismunandi útfærslna á innrás. Markmiðið var einfalt. Að svara þeirri spurningu hvort að innrás Kínverja myndi heppnast og hver yrði kostnaðurinn við slíka innrás. Í frétt CNN segir að það svarið sé einfaldlega „nei“ og „gríðarlegur“. Mikill fórnarkostnaður Samvæmt niðurstöðunum er talið líklegt að Bandaríkin, Taívan og bandamenn þeirra myndu hafa betur komi til innrásar Kína í Taívan. Það myndi þó fela í sér að bandaríski herinn yrði verulega laskaður, ekki síst vegna þess að líklegt er að minnst tvö flugmóðurskip myndu tapast auk fjölda annarra hergagna. Þá er talið að ríflega þrjú þúsund hermenn myndu falla í þriggja vikna bardaga. Slíkt tap myndi hafa eyðileggjandi áhrif á stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu til margra ára, segir í skýrslunni samkvæmt frétt CNN. Til samanburðar hafa um sjö þúsund bandarískir hermenn fallið á síðustu tveimur áratugum í átökunum í Írak og Afganistan. Niðurstöður stríðsleikana leiða einnig í ljós að kínverski sjóherinn yrði í molum, nær allur flotinn yrði ónothæfur auk þess sem að um tíu þúsund hermenn myndu falla, og tugþúsundir hermanna teknir sem stríðsfangar. Talið er að Kínverjar myndu glata 155 herflugvélum og þyrlum auk 138 herskipa. Þá er líkleg að eyríkið Taívan muni líða gríðarlega fyrir innrás, innviðir þar yrðu gerðir að engu og mannfall yrði töluvert. Fjögur lykilatriði Í skýrslunni kemur fram að í öll skiptin sem stríðsleikarnir hafi verið framkvæmdir hafi fjögur atriði reynst vera lykilinn að bandarískum sigri. Það er að taívanski herinn þyrfti að ná að hefta sókn Kínverja strax í byrjun, Bandaríkin yrðu að geta notað herstöðvar sínar í Japan til að hefja sókn, Bandaríkjaher þyrfti að geta beitt langdrægum eldflaugum gegn kínverska flotanum í miklu magni og að lokum þyrfti Bandaríkin að koma vopnum til Taívans áður en innrásin hæfist og stíga inn í atburðarásina með herafla um leið og innrásin yrði að veruleika. Stofnunin sjálf segir þó að með því að framkvæma stríðsleikana sé þó ekki verið að segja að innrás Kínverja inn í Taívan sé óumflýjanleg eða jafn vel líkleg. Með henni sé þó verið að gefa almenningi sem og stjórnvöldum innsýn í það hvað möguleg innrás Kínverja í Taívan gæti þýtt.
Bandaríkin Kína Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira