Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. janúar 2023 14:30 Getty Images Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim. Spánn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim.
Spánn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira