Vilja frekar vera í fangelsi en á götunni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2023 23:00 Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist, sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist. Þeir sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamál sem þessi hópur fólks glími við. Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“ Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“
Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira