Sesselía úr stjórn í nýja framkvæmdastjórastöðu hjá Vodafone Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2023 16:55 Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone. Sesselía hefur setið í stjórn Sýnar hf. frá mars 2022 og mun í framhaldinu víkja úr stjórn þess. Fram að aðalfundi 2023 mun varamaður í stjórn verða kallaður inn í hennar stað. „Við bjóðum Sesselíu innilega velkomna til starfa. Framkvæmastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála er ný staða innan fyrirtækisins og það er afar dýrmætt að fá eins reynslumikla manneskju og Sesselía er til starfa,“ segir Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. „Hún mun leiða sóknarvegferð okkar með áframhaldandi áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini á bæði einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Sesselía hefur viðamikla reynslu í umbreytingu á þjónustu með nýtingu á stafrænni tækni ásamt því að hafa unnið með mörg stór íslensk vörumerki. Við þekkjum Sesselíu vel og hún fyrirtækið því við höfum átt farsælt samstarf með henni í stjórn Sýnar frá mars á síðasta ári.“ Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaða hjá Íslandspósti þar sem hún leiddi umfangsmiklar breytingar. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún stofnaði og rak fyrirtækið Red Apple Apartments. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í Alþjóðlegri markaðsfræði og vörumerkjastjórnun og hins vegar í Stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun. Að auki hefur Sesselía setið í fjölda stjórna og situr nú í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins AGR Dynamics. Sesselía mun hefja störf í byrjun febrúar. „Vodafone er spennandi þjónustufyrirtæki sem gerir yfir hundrað þúsund Íslendingum kleift að tengjast fólki og umheiminum á hverjum degi bæði í leik og starfi. Ég hef fengið að kynnast félaginu í gegnum stjórnarsetu síðasta árið og er ljóst að félagið byggir á sterkum grunni. Ég hef mikla trú á framtíðarvegferð fyrirtækisins og hlakka til að virkja sóknartækifærin með því flotta fólki sem þar starfar. Ég brenn fyrir framúrskarandi þjónustu og virku samtali við viðskiptavini og tel að reynsla mín og þekking eigi eftir að nýtast vel í þessu starfi,“ segir Sesselía í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Kauphöllin Hagar Sýn Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Við bjóðum Sesselíu innilega velkomna til starfa. Framkvæmastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála er ný staða innan fyrirtækisins og það er afar dýrmætt að fá eins reynslumikla manneskju og Sesselía er til starfa,“ segir Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. „Hún mun leiða sóknarvegferð okkar með áframhaldandi áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini á bæði einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Sesselía hefur viðamikla reynslu í umbreytingu á þjónustu með nýtingu á stafrænni tækni ásamt því að hafa unnið með mörg stór íslensk vörumerki. Við þekkjum Sesselíu vel og hún fyrirtækið því við höfum átt farsælt samstarf með henni í stjórn Sýnar frá mars á síðasta ári.“ Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaða hjá Íslandspósti þar sem hún leiddi umfangsmiklar breytingar. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún stofnaði og rak fyrirtækið Red Apple Apartments. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í Alþjóðlegri markaðsfræði og vörumerkjastjórnun og hins vegar í Stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun. Að auki hefur Sesselía setið í fjölda stjórna og situr nú í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins AGR Dynamics. Sesselía mun hefja störf í byrjun febrúar. „Vodafone er spennandi þjónustufyrirtæki sem gerir yfir hundrað þúsund Íslendingum kleift að tengjast fólki og umheiminum á hverjum degi bæði í leik og starfi. Ég hef fengið að kynnast félaginu í gegnum stjórnarsetu síðasta árið og er ljóst að félagið byggir á sterkum grunni. Ég hef mikla trú á framtíðarvegferð fyrirtækisins og hlakka til að virkja sóknartækifærin með því flotta fólki sem þar starfar. Ég brenn fyrir framúrskarandi þjónustu og virku samtali við viðskiptavini og tel að reynsla mín og þekking eigi eftir að nýtast vel í þessu starfi,“ segir Sesselía í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Kauphöllin Hagar Sýn Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira