Íslenski boltinn

Annáll Bestu deildar kvenna: Ekkert fékk Val stöðvað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir var mögnuð árið 2022, bæði með Val og íslenska landsliðinu.
Sandra Sigurðardóttir var mögnuð árið 2022, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Valur kom, sá og sigraði í Bestu deild kvenna í sumar. Eftir óvænt tap gegn Þór/KA á Akureyri í 2. umferð var sett í fimmta gír og spólað yfir önnur lið, í deild og bikar. 

Á endanum vann Valur Bestu deildina með sex stiga mun, fagnaði sigri í Mjólkurbikarnum og var hársbreidd frá því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Ef grænn var litur sumarsins í Bestu deild karla þá var Besta deild kvenna rauð, mjög rauð!

Í 18 leikjum fékk Valur aðeins á sig 10 mörk en ekkert lið fékk á sig færri mörk. Í 18 leikjum þá skoraði Valur 51 mark en ekkert lið skoraði fleiri mörk. Það er því ekki hægt að segja að um óverðskuldaða Íslandsmeistara sé að ræða.  

Tímabilið hefði án efa verið fullkomið hefði Valur komist alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið komst í umspil en beið þar naumlega lægri hlut gegn Slavia Prag.

Hvað Bestu deild kvenna varðar þá kom Stjarnan nokkuð á óvart og endaði í 2. sæti sem þýðir að liðið tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Á endanum féllu svo Afturelding og KR.

Klippa: Annáll: Besta deild kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×