Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2023 15:56 Umrætt húsnæði er ekki í höfuðstöðvum Twitter í San Francisco heldur annarsstaðar í borginni. Elon Musk hefur sagt upp stórum hluta starfsfólks fyrirtækisins. EPA/JOHN G. MABANGLO Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda. Það samsvarar rúmum nítján milljónum króna. Umrætt húsnæði sem Twitter er sagt skulda leigu fyrir er ekki í höfuðstöðvum fyrirtækisins í San Francisco heldur annarsstaðar í borginni. Wall Street Journal segir að fram komi í lögsókninni að forsvarsmönnum Twitter hafi verið gert ljóst um miðjan desember að fyrirtækið skuldaði leigu. Um það leyti bárust fyrst fregnir af því að Twitter hefði hætt að greiða leigu af skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins víðsvegar um heiminn og að verið væri að skoða að borga ekki uppsagnarfrest fyrrverandi starfsmanna. Allt ku þetta vera liður Elons Musk, nýs eigenda Twitter, í að draga úr kostnaði hjá fyrirtækinu sem hann keypti fyrir 44 milljarða dala á síðasta ári. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja, eins og flutningafyrirtækis og hugbúnaðarfyrirtækis, hafa einnig höfðað mál gegn Twitter á undanförnum vikum, samkvæmt frétt WSJ. Twitter hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2019. Musk skrifaði snemma á árinu undir samning um að kaupa fyrirtækið á 44 milljarða en varði svo næstu mánuðum í að reyna að komast undan því. Hann samþykkti þó á endanum að kaupa fyrirtækið og tók það af hlutabréfamarkaði. Við það stigmögnuðust skuldir Twitter og er útlit fyrir að fyrirtækið muni þurfa að greiða rúman milljarð dala í vaxtagreiðslur á þessu ári. Árið 2021 greiddi Twitter um 51 milljón í vaxtagreiðslur. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Með því fyrsta sem Musk gerði var að segja upp stórum hluta starfsmanna Twitter, eða um þremur af hverjum fjórum, og hleypa umdeildu fólki sem hafði verið bannað á samfélagsmiðlinum aftur þar inn. Þar á meðal eru alræmdir rasistar og öfgamenn. Aukin óreiða á Twitter hefur leitt til þess að flestir af stærstu auglýsendum þar eru hættir að auglýsa og því hefur Musk lagt mikið púður í að auka tekjur fyrirtækisins. Meðal annars hefur Twitter boðið upp á áskriftarþjónustu fyrir notendur. Fregnir hafa borist af því að erfiðlega hafi gengið að laða áskrifendur aftur að samfélagsmiðlinum. WSJ sagði frá því í desember að meðal annars væri verið að skoða leiðir til að tryggja að auglýsingar birtist ekki nærri tístum sem þykja hneykslanleg eða sem auglýsendur vilja ekki láta bendla vörumerki sín við. Líkti Twitter við væntanlegt flugslys Musk sjálfur lýsti Twitter nýverið sem flugvél sem stefndi hraðbyr á jörðina, með logandi hreyfla og ónýt stjórntæki. Spár sýndu fram á að mögulega gæti orðið þriggja milljarða dala halli á rekstri Twitter á þessu ári. Þess vegna sagðist Musk hafa varið undanförnum vikum í niðurskurð. New York Times sagði frá því fyrir áramót að Musk hefði skipað starfsfólki sínu að borga ekki fjölmarga reikninga fyrirtækisins og annað hvort semja aftur um þá þjónustu sem reikningarnir snúa að eða hætta að kaupa hana alfarið. Þar er innifalin öryggisgæsla og hreinsunarþjónusta og sagði miðillinn frá því að einhverjir starfsmenn hefðu þurft að taka klósettpappír með sér í vinnuna. NYT segir óreiðu ríkja á skrifstofu Twitter í San Francisco þar sem rusl sé byrjað að safnast upp og salerni séu skítug. Fyrirtækið hefur einnig hætt að greiða leigu fyrir skrifstofuhúsnæði í Seattle í Bandaríkjunum og standa starfsmenn Twitter þar frammi fyrir því að vera vísað á dyr. Þá lét Musk loka einu af þremur gagnaverum Twitter. Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter. 28. desember 2022 13:37 Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21. desember 2022 07:27 Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter. 20. desember 2022 12:09 Musk leitar að auknu fjármagni Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. 17. desember 2022 14:50 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það samsvarar rúmum nítján milljónum króna. Umrætt húsnæði sem Twitter er sagt skulda leigu fyrir er ekki í höfuðstöðvum fyrirtækisins í San Francisco heldur annarsstaðar í borginni. Wall Street Journal segir að fram komi í lögsókninni að forsvarsmönnum Twitter hafi verið gert ljóst um miðjan desember að fyrirtækið skuldaði leigu. Um það leyti bárust fyrst fregnir af því að Twitter hefði hætt að greiða leigu af skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins víðsvegar um heiminn og að verið væri að skoða að borga ekki uppsagnarfrest fyrrverandi starfsmanna. Allt ku þetta vera liður Elons Musk, nýs eigenda Twitter, í að draga úr kostnaði hjá fyrirtækinu sem hann keypti fyrir 44 milljarða dala á síðasta ári. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja, eins og flutningafyrirtækis og hugbúnaðarfyrirtækis, hafa einnig höfðað mál gegn Twitter á undanförnum vikum, samkvæmt frétt WSJ. Twitter hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2019. Musk skrifaði snemma á árinu undir samning um að kaupa fyrirtækið á 44 milljarða en varði svo næstu mánuðum í að reyna að komast undan því. Hann samþykkti þó á endanum að kaupa fyrirtækið og tók það af hlutabréfamarkaði. Við það stigmögnuðust skuldir Twitter og er útlit fyrir að fyrirtækið muni þurfa að greiða rúman milljarð dala í vaxtagreiðslur á þessu ári. Árið 2021 greiddi Twitter um 51 milljón í vaxtagreiðslur. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Með því fyrsta sem Musk gerði var að segja upp stórum hluta starfsmanna Twitter, eða um þremur af hverjum fjórum, og hleypa umdeildu fólki sem hafði verið bannað á samfélagsmiðlinum aftur þar inn. Þar á meðal eru alræmdir rasistar og öfgamenn. Aukin óreiða á Twitter hefur leitt til þess að flestir af stærstu auglýsendum þar eru hættir að auglýsa og því hefur Musk lagt mikið púður í að auka tekjur fyrirtækisins. Meðal annars hefur Twitter boðið upp á áskriftarþjónustu fyrir notendur. Fregnir hafa borist af því að erfiðlega hafi gengið að laða áskrifendur aftur að samfélagsmiðlinum. WSJ sagði frá því í desember að meðal annars væri verið að skoða leiðir til að tryggja að auglýsingar birtist ekki nærri tístum sem þykja hneykslanleg eða sem auglýsendur vilja ekki láta bendla vörumerki sín við. Líkti Twitter við væntanlegt flugslys Musk sjálfur lýsti Twitter nýverið sem flugvél sem stefndi hraðbyr á jörðina, með logandi hreyfla og ónýt stjórntæki. Spár sýndu fram á að mögulega gæti orðið þriggja milljarða dala halli á rekstri Twitter á þessu ári. Þess vegna sagðist Musk hafa varið undanförnum vikum í niðurskurð. New York Times sagði frá því fyrir áramót að Musk hefði skipað starfsfólki sínu að borga ekki fjölmarga reikninga fyrirtækisins og annað hvort semja aftur um þá þjónustu sem reikningarnir snúa að eða hætta að kaupa hana alfarið. Þar er innifalin öryggisgæsla og hreinsunarþjónusta og sagði miðillinn frá því að einhverjir starfsmenn hefðu þurft að taka klósettpappír með sér í vinnuna. NYT segir óreiðu ríkja á skrifstofu Twitter í San Francisco þar sem rusl sé byrjað að safnast upp og salerni séu skítug. Fyrirtækið hefur einnig hætt að greiða leigu fyrir skrifstofuhúsnæði í Seattle í Bandaríkjunum og standa starfsmenn Twitter þar frammi fyrir því að vera vísað á dyr. Þá lét Musk loka einu af þremur gagnaverum Twitter.
Twitter Bandaríkin Tengdar fréttir Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter. 28. desember 2022 13:37 Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21. desember 2022 07:27 Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter. 20. desember 2022 12:09 Musk leitar að auknu fjármagni Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. 17. desember 2022 14:50 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter. 28. desember 2022 13:37
Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21. desember 2022 07:27
Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter. 20. desember 2022 12:09
Musk leitar að auknu fjármagni Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. 17. desember 2022 14:50