Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2023 11:19 Jón Þórisson, forstjóri Torgs sem gefur út Fréttablaðið, segir að með því að hætta að bera blaðið á heimili fólks sparist einn milljarður króna. vísir/sigurjón Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“ Fjölmiðlar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“
Fjölmiðlar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira