Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Grindvíkingar slökktu í sigurvonum Þórsara Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. desember 2022 20:10 Damier Erik Pitts var stigahæstur í liði Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Það var boðið uppá hörku leik í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn tóku á móti Þórsurum. Sigur í kvöld var lífsnauðsynlegur fyrir gestina en þeir sitja sem stendur í fallsæti, með tvo sigra fyrir leikinn í kvöld. Grindvíkingar fóru þó öllu betur af stað og tylltu sér í bílstjórasætið. Þeir eru eflaust öllu vanir í því sæti eftir ófærðina innanbæjar í Grindavík síðustu daga. Heimamenn náðu að byggja upp 10 stiga forskot, 22-12 eftir fyrsta leikhlutann og virtust vera á góðri leið með að keyra yfir Þórsara. En þá var komið að þætti Vincent Malik Shahid. Eftir að hafa haft hægt um sig í 1. leikhluta og aðeins sett tvö stig, skoraði hann 18 af 28 stigum Þórsara í 2. leikhluta. Það héldu honum hreinlega engin bönd og þeir leikmenn sem reyndu að hemja hann lentu í villuvandræðum. Síðasta karfa leikhlutans var þó Grindvíkinga. Þrumuþristur úr horninu frá Valdas og staðan 47-40 í hálfleik í jöfnum leik. Þar með var þætti Shahid lokið að sinni, en hann setti 2 stig í þriðja leikhluta í strangri gæslu Ólafs Ólafssonar. Þriðji leiklutinn var eign Grindvíkinga frá A-Ö sem keyrðu upp gríðarlega góða stemmingu og virtust ætla að ganga frá leiknum á þeim tímapunkti. Þórsarar voru að láta dómgæsluna fara mjög í taugarnar á sér og tækni- og óíþróttamannslegar villur komu í bunkum. Það er eiginlega með ólíkindum að engum hafi verið vísað útúr húsi í þessum leik. Grindvíkingar fóru með 18 stiga forskot inn í loka leikhlutann en það var fljótt að hverfa. Títtnefndur Vincent Shahid hrökk aftur í gang og skoraði 14 stig til viðbótar, af 34 stigum Þórsara í leikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu nokkuð þreyttir og kannski of værukærir og gestirnir gengu á lagið. Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar af spennu þar sem Þór tókst að minnka muninn í eitt stig. Kristófer Breki kom Grindvíkingum aftur fjórum stigum yfir en lokasóknin var Þórsara og munurinn tvö stig. Með 8 sekúndur á klukkunni leituðu þeir eðlilega til Vincent sem fékk ágætis skot til að tryggja þeim sigurinn. Það geigaði en Vincent hlóð í 16 þriggjastiga skot í kvöld, setti 6 þeirra. Grindvíkingar fóru nánast allir í sóknarfrákastið og náðu að koma boltanum í leik og drippla út klukkuna án þess að Þórsara næðu að brjóta og sanngjarn en tæpur Grindavíkursigur niðurstaðan, lokatölur 95-93. Af hverju vann Grindavík? Heimamenn lögðu grunninn að þessu sigri með 30 stiga þriðja leikhluta. Þeir voru reyndar nálægt því að kasta þessu frá sér, en stóðu af sér storminn þegar á reyndi og tóku skynsamlegar ákvarðanir í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga var sjóðheitur fyrir utan í kvöld, 5/7 í þristum og keyrði sína menn áfram með háu orkustigi og leikgleði sem smitaði útfrá sér. 24 stig frá Ólafi í kvöld og 9 fráköst. Damier Pitts stýrði leik Grindvíkinga af öryggi, 26 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar en hann var jafnframt mjög öruggur á línunni í kvöld, 13/15. Hjá Þórsurum var Vincent Shahid allt í öllu og endaði með 36 stig. Hvað gekk illa? Þórsurum gekk illa að einbeita sér að því að spila körfubolta, og eyddu alltof miklu púðri í að tuða í dómurunum, og fengu að launum dágóðan skammt af tæknivillum. Hvað gerist næst? Grindvíkingar eru nú búnir að safna 6 sigrum í sarpinn. Þeir eiga leik heima gegn KR 5. janúar, en sigur þar myndi sennilega leyfa þeim að kveðja fallbaráttuna að sinni. Þórsarar sijta enn í fallsæti, aðeins með 2 sigra enn sem komið er. Þeir eiga leik næst á útivelli gegn Blikum 6. janúar. Menn verða að gjöra svo vel að mæta frá fyrstu mínútu Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Vilhelm Eftir frábæran 4. leikhluta voru Þórsarar hársbreidd frá því að stela sigrinum í kvöld að mati Lárusar Jónssonar, þjálfara þeirra. Hann sagði að hans menn yrðu að halda haus þegar hlutirnir væru ekki að falla með þeim. „Já sárt kannski að ná ekki að stela þessum leik. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega, fyrsti leikhlutinn var fínn, nema við bara hittum ekki úr galopnum skotum. Skorum einhverjar 4 körfur í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti nokkurn veginn í ballans en svo fannst mér Grindavík ná algjörri yfirhönd í 3. leikhluta. Tóku okkur út úr leiknum, við misstum svolítið hausinn og fengum alltof margar tæknivillur. Létum það fara í taugarnar á okkur þegar dómararnir voru að missa af algjörlega augljósum hlutum sem allir sáu nema þeir. En við verðum að geta spilað í gegnum það. Við fáum á okkur einhverjar 5 tæknivillur en töpum með tveimur stigum. Við verðum að halda haus og vera sterkari. Ef einhver er að berja á okkur verðum við að berja á móti.“ Það var hiti í þessum leik eins og Lárus kom inná. Hálfgerð úrslitakeppnis stemming jafnvel? „Já þetta var bara hörkuleikur. Þeir ná sannfærandi þriðja og við komum til baka í fjórða. Það var mikið undir í þessum leik. Við ætluðum að reyna að nálgast Grindavík en það tókst því miður ekki í kvöld.“ Hvernig lítur Lárus svo á framhaldið? Það hefur verið stígandi í leik Þórsara en það virðist oft vanta herslumuninn til að klára leiki? „Vantar kannski bara aðeins að halda haus, eins og þegar við lendum í því að þeir fara á „run“ í 3. leikhluta og við missum þá kannski aðeins of langt frá okkur í staðinn fyrir að vera með einhver „play“ sem geta brotið stemminguna hjá þeim, þá förum við að kvarta í dómurnum og fáum á okkur tæknivillur. Svo fannst mér þeir ná og vera með kannski aðeins fleiri það sem kallað er „winning plays“, 50/50 boltar og löngu fráköstin. Það var þannig „play“ sem réð úrslitum í kvöld.“ Það er ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að minnast á hlut Vincent Shahid. Lárus tók ekkert frá honum en sagði að aðrir leikmenn yrðu að mæta klárir til leiks, hann gæti ekki borið þetta lið á herðum sér. „Hann er frábær leikmaður, en það voru kannski aðrir sem voru bara skugginn af sjálfum sér þangað til í fjórða leikhluta. Það gengur ekki upp. Hver einasti leikur hjá okkur er gríðarlega mikilvægur og menn verða að gjöra svo vel að mæta frá fyrstu mínútu.“ Ég held að það hafi farið mjög mikið í taugarnar á honum að ég svaraði honum ekki Ólafur Ólafsson á ferðinni.Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga mætti í viðtal í kvöld í rifnum stuttbuxum, sem er kannski lýsandi fyrir þessi átök sem boðið var upp á? „Það var hart tekist á. Hörkuleikur og við vorum bara geggjaðir. Í fyrri hálfleik mjög góðir þótt þeir hafi náð þessu niður í einhver 4 stig í lok annars leikhluta. Ég var mjög ánægður með varnarvinnuna og fannst við vera svolítið að verja forskotið í endann en flott frammistaða yfir höfuð.“ Ólafur lék á alls oddi í kvöld og var mjög líflegur á vellinum. Hann rétti nokkrum sinnum upp þrjá fingur í átt að stuðningsmönnum Þórsara þegar hann setti þrista, og þá virtist hann öskra eitthvað á Emil Karel leikmann Þórs á einum tímapunkti í leiknum. Var eitthvað persónulegt undir hjá Óla í kvöld? „Nei nei, svo sem ekkert. Þeir eru bara eitthvað að djöflast í mér allan leikinn. Ég espast bara upp við það. Þetta er bara hluti af leiknum, ég man ekki einu sinni hvað ég var að gera! Þetta er bara partur af þessu, skotin fóru ofan í dag og hjá fleirum en mér og við bara geggjaðir.“ Þórsarar að djöflast í Ólafi, en hann lét nú heldur ekki sitt eftir liggja í djöfulgangnum, og virtist ná að setja Vincent algjörlega úr jafnvægi á köflum. „Ég fór aðeins að djöflast í honum og ekkert að svara honum. Hann vildi fá að tala við mig. Ég held að það hafi farið mjög mikið í taugarnar á honum að ég svaraði honum ekki. Ég komst aðeins inn í hausinn á honum þarna og náði aðeins að halda aftur af honum. En hann er geggjaður, að setja einhver fáránleg skot í andlitið á okkur og hefði alveg getað unnið leikinn fyrir þá.“ Ólafur endaði viðtalið á að gefa liðsfélögum sínum stórt klapp á bakið fyrir liðsandann og framlag þeirra í varnarvinnu liðsins. „Bara frábært liðs „effort“ varnarlega , mér finnst liðsandinn geggjaður, sérstaklega varnarlega. Það eru ekki mörg lið búin að skora yfir 90 stig á okkur í vetur. Sérfræðingarnar í settinu tala ekki mikið um það, við erum bara með þunnan hóp. Við höldum bara áfram að byggja ofan á þetta og komum sterkir inn á nýju ári í hörkuleik sem við þurfum að taka til að slíta okkur svona aðeins frá þessu.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Körfubolti
Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Það var boðið uppá hörku leik í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn tóku á móti Þórsurum. Sigur í kvöld var lífsnauðsynlegur fyrir gestina en þeir sitja sem stendur í fallsæti, með tvo sigra fyrir leikinn í kvöld. Grindvíkingar fóru þó öllu betur af stað og tylltu sér í bílstjórasætið. Þeir eru eflaust öllu vanir í því sæti eftir ófærðina innanbæjar í Grindavík síðustu daga. Heimamenn náðu að byggja upp 10 stiga forskot, 22-12 eftir fyrsta leikhlutann og virtust vera á góðri leið með að keyra yfir Þórsara. En þá var komið að þætti Vincent Malik Shahid. Eftir að hafa haft hægt um sig í 1. leikhluta og aðeins sett tvö stig, skoraði hann 18 af 28 stigum Þórsara í 2. leikhluta. Það héldu honum hreinlega engin bönd og þeir leikmenn sem reyndu að hemja hann lentu í villuvandræðum. Síðasta karfa leikhlutans var þó Grindvíkinga. Þrumuþristur úr horninu frá Valdas og staðan 47-40 í hálfleik í jöfnum leik. Þar með var þætti Shahid lokið að sinni, en hann setti 2 stig í þriðja leikhluta í strangri gæslu Ólafs Ólafssonar. Þriðji leiklutinn var eign Grindvíkinga frá A-Ö sem keyrðu upp gríðarlega góða stemmingu og virtust ætla að ganga frá leiknum á þeim tímapunkti. Þórsarar voru að láta dómgæsluna fara mjög í taugarnar á sér og tækni- og óíþróttamannslegar villur komu í bunkum. Það er eiginlega með ólíkindum að engum hafi verið vísað útúr húsi í þessum leik. Grindvíkingar fóru með 18 stiga forskot inn í loka leikhlutann en það var fljótt að hverfa. Títtnefndur Vincent Shahid hrökk aftur í gang og skoraði 14 stig til viðbótar, af 34 stigum Þórsara í leikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu nokkuð þreyttir og kannski of værukærir og gestirnir gengu á lagið. Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar af spennu þar sem Þór tókst að minnka muninn í eitt stig. Kristófer Breki kom Grindvíkingum aftur fjórum stigum yfir en lokasóknin var Þórsara og munurinn tvö stig. Með 8 sekúndur á klukkunni leituðu þeir eðlilega til Vincent sem fékk ágætis skot til að tryggja þeim sigurinn. Það geigaði en Vincent hlóð í 16 þriggjastiga skot í kvöld, setti 6 þeirra. Grindvíkingar fóru nánast allir í sóknarfrákastið og náðu að koma boltanum í leik og drippla út klukkuna án þess að Þórsara næðu að brjóta og sanngjarn en tæpur Grindavíkursigur niðurstaðan, lokatölur 95-93. Af hverju vann Grindavík? Heimamenn lögðu grunninn að þessu sigri með 30 stiga þriðja leikhluta. Þeir voru reyndar nálægt því að kasta þessu frá sér, en stóðu af sér storminn þegar á reyndi og tóku skynsamlegar ákvarðanir í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga var sjóðheitur fyrir utan í kvöld, 5/7 í þristum og keyrði sína menn áfram með háu orkustigi og leikgleði sem smitaði útfrá sér. 24 stig frá Ólafi í kvöld og 9 fráköst. Damier Pitts stýrði leik Grindvíkinga af öryggi, 26 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar en hann var jafnframt mjög öruggur á línunni í kvöld, 13/15. Hjá Þórsurum var Vincent Shahid allt í öllu og endaði með 36 stig. Hvað gekk illa? Þórsurum gekk illa að einbeita sér að því að spila körfubolta, og eyddu alltof miklu púðri í að tuða í dómurunum, og fengu að launum dágóðan skammt af tæknivillum. Hvað gerist næst? Grindvíkingar eru nú búnir að safna 6 sigrum í sarpinn. Þeir eiga leik heima gegn KR 5. janúar, en sigur þar myndi sennilega leyfa þeim að kveðja fallbaráttuna að sinni. Þórsarar sijta enn í fallsæti, aðeins með 2 sigra enn sem komið er. Þeir eiga leik næst á útivelli gegn Blikum 6. janúar. Menn verða að gjöra svo vel að mæta frá fyrstu mínútu Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Vilhelm Eftir frábæran 4. leikhluta voru Þórsarar hársbreidd frá því að stela sigrinum í kvöld að mati Lárusar Jónssonar, þjálfara þeirra. Hann sagði að hans menn yrðu að halda haus þegar hlutirnir væru ekki að falla með þeim. „Já sárt kannski að ná ekki að stela þessum leik. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega, fyrsti leikhlutinn var fínn, nema við bara hittum ekki úr galopnum skotum. Skorum einhverjar 4 körfur í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti nokkurn veginn í ballans en svo fannst mér Grindavík ná algjörri yfirhönd í 3. leikhluta. Tóku okkur út úr leiknum, við misstum svolítið hausinn og fengum alltof margar tæknivillur. Létum það fara í taugarnar á okkur þegar dómararnir voru að missa af algjörlega augljósum hlutum sem allir sáu nema þeir. En við verðum að geta spilað í gegnum það. Við fáum á okkur einhverjar 5 tæknivillur en töpum með tveimur stigum. Við verðum að halda haus og vera sterkari. Ef einhver er að berja á okkur verðum við að berja á móti.“ Það var hiti í þessum leik eins og Lárus kom inná. Hálfgerð úrslitakeppnis stemming jafnvel? „Já þetta var bara hörkuleikur. Þeir ná sannfærandi þriðja og við komum til baka í fjórða. Það var mikið undir í þessum leik. Við ætluðum að reyna að nálgast Grindavík en það tókst því miður ekki í kvöld.“ Hvernig lítur Lárus svo á framhaldið? Það hefur verið stígandi í leik Þórsara en það virðist oft vanta herslumuninn til að klára leiki? „Vantar kannski bara aðeins að halda haus, eins og þegar við lendum í því að þeir fara á „run“ í 3. leikhluta og við missum þá kannski aðeins of langt frá okkur í staðinn fyrir að vera með einhver „play“ sem geta brotið stemminguna hjá þeim, þá förum við að kvarta í dómurnum og fáum á okkur tæknivillur. Svo fannst mér þeir ná og vera með kannski aðeins fleiri það sem kallað er „winning plays“, 50/50 boltar og löngu fráköstin. Það var þannig „play“ sem réð úrslitum í kvöld.“ Það er ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að minnast á hlut Vincent Shahid. Lárus tók ekkert frá honum en sagði að aðrir leikmenn yrðu að mæta klárir til leiks, hann gæti ekki borið þetta lið á herðum sér. „Hann er frábær leikmaður, en það voru kannski aðrir sem voru bara skugginn af sjálfum sér þangað til í fjórða leikhluta. Það gengur ekki upp. Hver einasti leikur hjá okkur er gríðarlega mikilvægur og menn verða að gjöra svo vel að mæta frá fyrstu mínútu.“ Ég held að það hafi farið mjög mikið í taugarnar á honum að ég svaraði honum ekki Ólafur Ólafsson á ferðinni.Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga mætti í viðtal í kvöld í rifnum stuttbuxum, sem er kannski lýsandi fyrir þessi átök sem boðið var upp á? „Það var hart tekist á. Hörkuleikur og við vorum bara geggjaðir. Í fyrri hálfleik mjög góðir þótt þeir hafi náð þessu niður í einhver 4 stig í lok annars leikhluta. Ég var mjög ánægður með varnarvinnuna og fannst við vera svolítið að verja forskotið í endann en flott frammistaða yfir höfuð.“ Ólafur lék á alls oddi í kvöld og var mjög líflegur á vellinum. Hann rétti nokkrum sinnum upp þrjá fingur í átt að stuðningsmönnum Þórsara þegar hann setti þrista, og þá virtist hann öskra eitthvað á Emil Karel leikmann Þórs á einum tímapunkti í leiknum. Var eitthvað persónulegt undir hjá Óla í kvöld? „Nei nei, svo sem ekkert. Þeir eru bara eitthvað að djöflast í mér allan leikinn. Ég espast bara upp við það. Þetta er bara hluti af leiknum, ég man ekki einu sinni hvað ég var að gera! Þetta er bara partur af þessu, skotin fóru ofan í dag og hjá fleirum en mér og við bara geggjaðir.“ Þórsarar að djöflast í Ólafi, en hann lét nú heldur ekki sitt eftir liggja í djöfulgangnum, og virtist ná að setja Vincent algjörlega úr jafnvægi á köflum. „Ég fór aðeins að djöflast í honum og ekkert að svara honum. Hann vildi fá að tala við mig. Ég held að það hafi farið mjög mikið í taugarnar á honum að ég svaraði honum ekki. Ég komst aðeins inn í hausinn á honum þarna og náði aðeins að halda aftur af honum. En hann er geggjaður, að setja einhver fáránleg skot í andlitið á okkur og hefði alveg getað unnið leikinn fyrir þá.“ Ólafur endaði viðtalið á að gefa liðsfélögum sínum stórt klapp á bakið fyrir liðsandann og framlag þeirra í varnarvinnu liðsins. „Bara frábært liðs „effort“ varnarlega , mér finnst liðsandinn geggjaður, sérstaklega varnarlega. Það eru ekki mörg lið búin að skora yfir 90 stig á okkur í vetur. Sérfræðingarnar í settinu tala ekki mikið um það, við erum bara með þunnan hóp. Við höldum bara áfram að byggja ofan á þetta og komum sterkir inn á nýju ári í hörkuleik sem við þurfum að taka til að slíta okkur svona aðeins frá þessu.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti