Viðskipti innlent

Baldvin kaupir erlenda starfsemi Samherja

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Baldvin var stjórnarformaður Eimskips þar til í mars á þessu ári.
Baldvin var stjórnarformaður Eimskips þar til í mars á þessu ári.

Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Öldu Seafood í Hollandi og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hefur keypt Öldu af Samherja Holding. Alda Seafood hefur haldið utan um erlenda starfsemi Samherja í Evrópu og Norður-Ameríku frá 2018.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Þar segir að Samherji Holding eigi einnig þriðjungshlut í Eimskip en sá hlutur hafi nú verið færður undir eignarhaldsfélagið Seley ehf. og verði áfram í eigu Samherja. Baldvin var stjórnaformaður Eimskips þar til á þessu ári en situr nú í varastjórn.

Morgunblaðið ræddi við Þorstein Má sem sagði söluna á Öldu Seafood eðlilegt framhald af þeim kynslóðaskiptum sem hefðu átt sér stað hjá Samherja. 

„Baldvin hefur búið erlendis og stýrt Öldu í nokkur ár með ágætum árangri. Hann hafði áhugaáþví að fá tækifæri til að taka yfir þennan hlut og við töldum það gott fyrir alla aðila,“ segir Þorsteinn Már. „Þetta er erlent félag og starfsemin að öllu leyti erlendis. Við teljum að félagið sé vel komið í hans höndum og þeirra stjórnenda sem hafa starfað þar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×