„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 11:06 Mynd af rútunni eftir að hún festist við Pétursey. Aðsend Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins. Á jóladag festi rútubílstjóri rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir. Samskipti bílstjórans við björgunarsveitina reyndust ekki góð en um borð voru þrjátíu erlendir ferðamenn. Rútan festist fyrst seinni partinn á jóladag á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu, en veginum hafði þá verið lokað síðan um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst síðan að losa rútuna. Seinna um kvöldið festist rútan aftur, þá nærri Hótel Dyrhólaey. Lengri tíma tók að losa hana þá en hún þveraði veginn og olli því að björgunarsveitarfólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, að hann viti lítið um málið eins og er, enn sé verið að afla gagna um það. „Þetta er í okkar hefðbundna verkferli þegar eitthvað svona gerist. Þannig við erum bara að taka það saman,“ segir Guðjón. Guðjón Ármann Guðjónsson er framkvæmdastjóri Hópbíla. Aðspurður segir hann að bílstjórar fyrirtækisins eigi að fara eftir vegalokunum og tilmælum björgunarsveita. „Þannig við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist. Við eigum eftir að ná betra tali af bílstjóranum. Þetta er bara allt í ferli. Ef vegur er lokaður þá er hann lokaður,“ segir Guðjón. Uppfært klukkan 11:38: Eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um málið segir Guðjón að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn hafi ekki séð merkingar um lokunina og því lent í þessari klemmu. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ segir Guðjón. Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Á jóladag festi rútubílstjóri rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir. Samskipti bílstjórans við björgunarsveitina reyndust ekki góð en um borð voru þrjátíu erlendir ferðamenn. Rútan festist fyrst seinni partinn á jóladag á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu, en veginum hafði þá verið lokað síðan um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst síðan að losa rútuna. Seinna um kvöldið festist rútan aftur, þá nærri Hótel Dyrhólaey. Lengri tíma tók að losa hana þá en hún þveraði veginn og olli því að björgunarsveitarfólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, að hann viti lítið um málið eins og er, enn sé verið að afla gagna um það. „Þetta er í okkar hefðbundna verkferli þegar eitthvað svona gerist. Þannig við erum bara að taka það saman,“ segir Guðjón. Guðjón Ármann Guðjónsson er framkvæmdastjóri Hópbíla. Aðspurður segir hann að bílstjórar fyrirtækisins eigi að fara eftir vegalokunum og tilmælum björgunarsveita. „Þannig við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist. Við eigum eftir að ná betra tali af bílstjóranum. Þetta er bara allt í ferli. Ef vegur er lokaður þá er hann lokaður,“ segir Guðjón. Uppfært klukkan 11:38: Eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um málið segir Guðjón að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn hafi ekki séð merkingar um lokunina og því lent í þessari klemmu. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ segir Guðjón.
Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent