„Pabbi hótaði að lemja mig ef ég færi ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 08:01 Gattuso lærði að helga líf sitt fótbolta á ólíklegum stað. Francesco Pecoraro/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Gennaro Gattuso segir föður sinn hafa haft mikið að segja um skipti hans til Glasgow Rangers í Skotlandi snemma á ferli hans. Gattuso átti stutt stopp á Skotlandi áður en hann varð margfaldur Evrópumeistari með AC Milan og heimsmeistari með Ítalíu. Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006. Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006.
Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira