Erlent

Elds­voði í ó­lög­legu neyðar­skýli banaði tuttugu og tveimur

Árni Sæberg skrifar
Neyðarskýlið stóð í ljósum logum.
Neyðarskýlið stóð í ljósum logum. AP

Tuttugu og tveir eru látnir eftir að kviknaði í ólöglegu neyðarskýli í rússnesku borginni Kemerovo.

Í fyrstu fréttum af eldsvoðanum var talað um að kviknað hefði í elliheimili en AP hefur eftir yfirvöldum í Rússlandi að um hafi verið að ræða „tímabundið athvarf fyrir fólk í erfiðum aðstæðum.“

Þá segja yfirvöld, sem rannsaka brunann, að einn hafi verið handtekinn og kærður fyrir brot á öryggisreglum sem leiddu til dauða fjölmargra. Sá er sagður prestur í staðarmiðlum.

Ekkert liggur fyrir um það að svo stöddu hvað olli því að eldur kom upp í byggingunni, sem er tveggja hæða timburhús. Þó liggur fyrir að íbúar skýlisins höfðu látið vita að kolaofn, sem hitaði vatn í skýlinu, hafi verið bilaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×