Viðskipti innlent

Scott Minerd látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Scott Minerd lætur eftir sig eiginmann sinn Eloy Mendez.
Scott Minerd lætur eftir sig eiginmann sinn Eloy Mendez. Vísir/Egill

Scott Minerd, fjárfestingastjóri Guggenheim Partners, er látinn 63 ára að aldri. Greint er frá andláti Bandaríkjamannsins í Financial Times. Hann var einn helsti stuðningsmaður Hringborðs norðurslóða og sótti hringborðið heim í október síðastliðnum.

Í frétt Financial times kemur fram að Minerd hafi látist við líkamsrækt. Hann fékk hjartaáfall á æfingunni. Minerd kom reglulega fram í fjölmiðlum vestan hafs í umræðu um fjármálamarkaði.

Minerd tilkynnti í Höfða í október um stofnun nýrrar hugveitu, Minerd Institution for Arctic Peace and Prosperity með höfuðstöðvar í Reykjavík. Stofnunin verður til húsa í Norðurslóð stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar sem byggð verður á lóð Háskóla Íslands.

Heimir Már Pétursson ræddi við Minerd á hringborðinu í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×