Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 22:41 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, og Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu, ásamt Vefvarpinu. Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. Maðurinn hefur setið inni í um það bil mánuð án þess að getað rætt við neinn, skilið neinn eða séð neinn. Að sögn Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, var maðurinn fórnarlamb mansals og notaður í smygl. Fulltrúar frá Afstöðu, Blindrafélaginu og Öryrkjabandalagsins heimsóttu hann á Hólmsheiði í síðustu viku ásamt túlki frá Hjálpræðishernum og könnuðu þar aðstæður. Upp frá þeirri heimsókn spruttu upp margar hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf og aðstöðu fangans. Afstaða birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sagt er frá heimsókninni og stöðu mannsins. „Það er nokkurn veginn á hreinu hvernig íslenska ríkið ætlar að refsa manninum með lengd dóms en samt er ákveðið að úrskurða hann í gæsluvarðhald og vista hann í fangelsi í stað þess að dæma manninn strax og leyfa honum að taka dóminn út í samfélagþjónustu sem hann gæti væntanlega unnið störf í kringum Blindrafélagið án þess að það hafi þó verið kannað sérstaklega,“ segir í færslunni. Fangaverðirnir gera allt til þess að auðvelda dvöl mannsins Við heimsókn teymisins kom eitt á óvart en fulltrúarnir héldu að þeir þyrftu að setja út á aðstæður og jafnvel brot á mannréttindum mannsins eftir heimsóknina. Það reyndist þó alls ekki rétt þar sem teymið fékk staðfestingu á að fangaverðirnir geri allt til þess að auðvelda honum líf sitt. „Í dag getur hann hringt heim til sín í gegnum síma. Hann hefur reyndar undanfarnar vikur hlustað á Heimsmeistaramótið í fótbolta á íslensku, sem hann reyndar skilur ekki en fær tilfinningu fyrir leiknum. Samfangar hans hafa unnið frábært starf við að aðstoða hann á allan hátt og eru honum innan handar alla tímann sem klefar eru opnir,“ segir í færslunni. Getur hlustað á útvarpið og hlaðvörp Fulltrúi Afstöðu fór síðan í fangelsið í dag og afhenti fangelsinu Vefvarpa sem Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu lánaði. Tæknimaður mun síðan tengja tækið þannig að maðurinn geti hlustað á útvarpsstöðvar, hlaðvörp og fleira, allt á sínu tungumáli. Þá er unnið að því að finna síma sem hann getur notað án símakorts og internets og þannig notað tungumálaforrit. Þrátt fyrir að teymið hafi almennt verið hrikalega ánægt með starf fangavarðanna er sett út á að maðurinn fái ekki að vistast í opnu úrræði á vegum Fangelsismálastofnunar. Afstaða leggur áherslu á að hann verði fluttur í slíkt úrræði sem allra fyrst ef dvöl hans í fangelsi lengist. Þá eiga jólin ekki eftir að vera auðveld fyrir hann. „Það má svo sannarlega segja að jólin eigi að fara að telja inn hjá okkar manni enda örugglega búið að vera erfitt að vera einn í erlendu landi án fjölskyldu, lokaður inni og geta ekki séð né skilið nokkur mann,“ segir í færslunni. Fangelsismál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Maðurinn hefur setið inni í um það bil mánuð án þess að getað rætt við neinn, skilið neinn eða séð neinn. Að sögn Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, var maðurinn fórnarlamb mansals og notaður í smygl. Fulltrúar frá Afstöðu, Blindrafélaginu og Öryrkjabandalagsins heimsóttu hann á Hólmsheiði í síðustu viku ásamt túlki frá Hjálpræðishernum og könnuðu þar aðstæður. Upp frá þeirri heimsókn spruttu upp margar hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf og aðstöðu fangans. Afstaða birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sagt er frá heimsókninni og stöðu mannsins. „Það er nokkurn veginn á hreinu hvernig íslenska ríkið ætlar að refsa manninum með lengd dóms en samt er ákveðið að úrskurða hann í gæsluvarðhald og vista hann í fangelsi í stað þess að dæma manninn strax og leyfa honum að taka dóminn út í samfélagþjónustu sem hann gæti væntanlega unnið störf í kringum Blindrafélagið án þess að það hafi þó verið kannað sérstaklega,“ segir í færslunni. Fangaverðirnir gera allt til þess að auðvelda dvöl mannsins Við heimsókn teymisins kom eitt á óvart en fulltrúarnir héldu að þeir þyrftu að setja út á aðstæður og jafnvel brot á mannréttindum mannsins eftir heimsóknina. Það reyndist þó alls ekki rétt þar sem teymið fékk staðfestingu á að fangaverðirnir geri allt til þess að auðvelda honum líf sitt. „Í dag getur hann hringt heim til sín í gegnum síma. Hann hefur reyndar undanfarnar vikur hlustað á Heimsmeistaramótið í fótbolta á íslensku, sem hann reyndar skilur ekki en fær tilfinningu fyrir leiknum. Samfangar hans hafa unnið frábært starf við að aðstoða hann á allan hátt og eru honum innan handar alla tímann sem klefar eru opnir,“ segir í færslunni. Getur hlustað á útvarpið og hlaðvörp Fulltrúi Afstöðu fór síðan í fangelsið í dag og afhenti fangelsinu Vefvarpa sem Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu lánaði. Tæknimaður mun síðan tengja tækið þannig að maðurinn geti hlustað á útvarpsstöðvar, hlaðvörp og fleira, allt á sínu tungumáli. Þá er unnið að því að finna síma sem hann getur notað án símakorts og internets og þannig notað tungumálaforrit. Þrátt fyrir að teymið hafi almennt verið hrikalega ánægt með starf fangavarðanna er sett út á að maðurinn fái ekki að vistast í opnu úrræði á vegum Fangelsismálastofnunar. Afstaða leggur áherslu á að hann verði fluttur í slíkt úrræði sem allra fyrst ef dvöl hans í fangelsi lengist. Þá eiga jólin ekki eftir að vera auðveld fyrir hann. „Það má svo sannarlega segja að jólin eigi að fara að telja inn hjá okkar manni enda örugglega búið að vera erfitt að vera einn í erlendu landi án fjölskyldu, lokaður inni og geta ekki séð né skilið nokkur mann,“ segir í færslunni.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira