Minnisblað varpar ljósi á óróleika og óánægju vegna Grandaborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2022 08:49 Úrbætur á Grandagarði munu taka allt að ár. Reykjavíkurborg Leikskólastjóri Grandaborgar, Helena Jónsdóttir, hefur dregið uppsögn sína til baka en uppsögnin vakti nokkurn kurr meðal starfsmanna og foreldra. Þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sögðu upp störfum í kjölfar uppsagnar leikskólastjórans. Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudaginn. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu Grandaborgar en húsnæði leikskólans var rýmt í haust vegna myglu og skolpmengunar. Mygla greindist í húsnæði Grandaborgar við Boðagranda á vormánuðum en í haust kom í ljós að aðalorsök slæmra loftgæða væri skriðkjallari undir húsnæðinu og hönnun loftræstingar hússins. Skólprör hafði farið í sundur og skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum en loftræstikerfið blásið lofti úr kjallaranum og inn í húsnæði leikskólans. Ákveðið var að loka leikskólanum og flytja starfsemina á þrjá staði; í Ævintýraborg við Eggertsgötu (22 börn), Ævintýraborg við Nauthólsveg (15 börn) og í Kringluna 1 (27 börn). Fram kemur í minnisblaði Helga að óanægju hafi gætt með þá ákvörðun að sundra leikskólanum en ekki hafi tekist að finna hentugt húsnæði til að halda öllum börnunum saman. Þá var einnig óánægja með staðsetningu leikskólastarfsins í Kringlunni. Haldnir voru fundir með foreldrum og starfsmönnum en í minnisblaðinu segir að „óróleiki“ hafi komið upp í báðum hópum eftir að fréttir bárust af því að leikskólastjórinn hefði sagt upp störfum. Einhverjum hefði skilist sem svo að honum hefði verið sagt upp. Í kjölfarið hefðu þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sagt upp og fjölmargir foreldrar sent inn fyrirspurn um málið. Leikskólastjórinn hafi hins vegar dregið uppsögn sína til baka í byrjun desember og með flutningi starfsemi leikskólans úr Kringlunni í Hagaborg sé þess vænst að sátt náist um starfsemi leikskólans, „þó ljóst megi vera að áskoranir fylgja þeirri stöðu sem uppi er varðandi húsnæðismál hans“. Tengd skjöl Minnisblað_vegna_GrandaborgarPDF41KBSækja skjal Reykjavík Leikskólar Mygla Tengdar fréttir „Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudaginn. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu Grandaborgar en húsnæði leikskólans var rýmt í haust vegna myglu og skolpmengunar. Mygla greindist í húsnæði Grandaborgar við Boðagranda á vormánuðum en í haust kom í ljós að aðalorsök slæmra loftgæða væri skriðkjallari undir húsnæðinu og hönnun loftræstingar hússins. Skólprör hafði farið í sundur og skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum en loftræstikerfið blásið lofti úr kjallaranum og inn í húsnæði leikskólans. Ákveðið var að loka leikskólanum og flytja starfsemina á þrjá staði; í Ævintýraborg við Eggertsgötu (22 börn), Ævintýraborg við Nauthólsveg (15 börn) og í Kringluna 1 (27 börn). Fram kemur í minnisblaði Helga að óanægju hafi gætt með þá ákvörðun að sundra leikskólanum en ekki hafi tekist að finna hentugt húsnæði til að halda öllum börnunum saman. Þá var einnig óánægja með staðsetningu leikskólastarfsins í Kringlunni. Haldnir voru fundir með foreldrum og starfsmönnum en í minnisblaðinu segir að „óróleiki“ hafi komið upp í báðum hópum eftir að fréttir bárust af því að leikskólastjórinn hefði sagt upp störfum. Einhverjum hefði skilist sem svo að honum hefði verið sagt upp. Í kjölfarið hefðu þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sagt upp og fjölmargir foreldrar sent inn fyrirspurn um málið. Leikskólastjórinn hafi hins vegar dregið uppsögn sína til baka í byrjun desember og með flutningi starfsemi leikskólans úr Kringlunni í Hagaborg sé þess vænst að sátt náist um starfsemi leikskólans, „þó ljóst megi vera að áskoranir fylgja þeirri stöðu sem uppi er varðandi húsnæðismál hans“. Tengd skjöl Minnisblað_vegna_GrandaborgarPDF41KBSækja skjal
Reykjavík Leikskólar Mygla Tengdar fréttir „Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00
Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29