Mælast til þess að Trump verði ákærður Árni Sæberg skrifar 19. desember 2022 23:09 Myndskeið af ræðu Donalds Trump var sýnt á lokafundi þingnefndarinnar. Al Drago/AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48
„Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20