Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 13:18 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur. Rafrænni atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum SGS lauk í hádeginu í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness, segir verið að leggja lokahönd á heildartalningu. 92 prósent greiddu atkvæði með kjarasamningnum á Akranesi en verkalýðsfélagið er eitt af sautján sem greiddu atkvæði. „Þetta er fjórum prósentum hærra en í Lífskjarasamningunum árið 2019. Ég er afskaplega stoltur og ánægður. Mínir félagsmenn hafa meðtekið að þetta sé góður samningur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir félagsmenn SGS hafa setið undir áróðri frá Eflingu sem finni samningnum allt til foráttu. Hann vísar til þess að fjölmargar greinar hafi verið skrifaðar þess efnis. „Það var ályktun birt á sömu mínútu og atkvæðagreiðslan hófst. Starfsmaður Eflingar, Stefán Ólafsson, skrifaði grein og gagnrýndi samninginn. Síðast í gær kom grein eftir formann Eflingar í sama anda,“ segir Vilhjálmur. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er avleg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ segir Vilhjálmur. Það sé skoðun fólksins, félagsmanna, sem skipti máli. Stóri dómur sé fallinn. „Fólk byggir lifibrauð sitt á þessu og er sammála okkur í SGS að þetta hafi verið góður samningur. Það er hinn stóri dómur. Það er fólkið sjálft sem kveður upp þennan endanlega úrskurð.“ Uppfært klukkan 13:44 Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11%. 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum, en í 15 af 17 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 80% atkvæða. Samningurinn, sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn, telst því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf. Fréttin verður uppfærð þegar niðurstaða liggur fyrir í heild. Akranes Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Rafrænni atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum SGS lauk í hádeginu í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness, segir verið að leggja lokahönd á heildartalningu. 92 prósent greiddu atkvæði með kjarasamningnum á Akranesi en verkalýðsfélagið er eitt af sautján sem greiddu atkvæði. „Þetta er fjórum prósentum hærra en í Lífskjarasamningunum árið 2019. Ég er afskaplega stoltur og ánægður. Mínir félagsmenn hafa meðtekið að þetta sé góður samningur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir félagsmenn SGS hafa setið undir áróðri frá Eflingu sem finni samningnum allt til foráttu. Hann vísar til þess að fjölmargar greinar hafi verið skrifaðar þess efnis. „Það var ályktun birt á sömu mínútu og atkvæðagreiðslan hófst. Starfsmaður Eflingar, Stefán Ólafsson, skrifaði grein og gagnrýndi samninginn. Síðast í gær kom grein eftir formann Eflingar í sama anda,“ segir Vilhjálmur. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er avleg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ segir Vilhjálmur. Það sé skoðun fólksins, félagsmanna, sem skipti máli. Stóri dómur sé fallinn. „Fólk byggir lifibrauð sitt á þessu og er sammála okkur í SGS að þetta hafi verið góður samningur. Það er hinn stóri dómur. Það er fólkið sjálft sem kveður upp þennan endanlega úrskurð.“ Uppfært klukkan 13:44 Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11%. 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum, en í 15 af 17 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 80% atkvæða. Samningurinn, sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn, telst því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf. Fréttin verður uppfærð þegar niðurstaða liggur fyrir í heild.
Akranes Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira