Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2022 22:22 Nýjustu vindmyllurnar og þær langstærstu í Færeyjum eru á Gellingarkletti ofan Þórshafnar. Kringvarpið Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en færeyskt samfélag er sennilega það sem einna mest líkist því íslenska. Þó er einn stór munur á; Færeyingar eru ekki jafn ríkir af orkulindum og Íslendingar og hafa þeir þurft að framleiða stóran hluta raforku sinnar með olíu. En rétt eins og á íslenskum fjöllum, þá getur verið vindasamt á þeim færeysku og því hafa Færeyingar ákveðið að veðja á vindorkuna í vegferð sinni að grænum orkuskiptum. Vindmyllugarðar eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum.Kringvarpið Tölurnar tala sínu máli um árangurinn. Í fyrra voru 62 prósent raforku Færeyinga framleidd með dísilolíu, 24 prósent með vatnsorku, 13 prósent með vindorku og um eitt prósent með lífdísil og sólarorku. Nýjustu tölur núna einn daginn í desember sýndu að dísilolían var fallin niður í 28 prósent, vatnsorkan var 25 prósent og vindorkan komin upp í 45 prósent, en tölur milli daga sveiflast þó mjög eftir því hvernig vindurinn blæs. Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Þar voru reistar sex vindmyllur, þær langstærstu í Færeyjum. Hver þeirra er 91 metra há og með þremur 57 metra löngum blöðum, sem mynda 117 metra hring að þvermáli. Hvert blað í stærstu vindmyllunum er 57 metra langt og því talsverð áskorun að flytja þau um vegakerfið.Kringvarpið Og það fylgdu því áskoranir að koma þessum risastóru ferlíkjum upp á fjallið, þannig þurfti vörubílahlöss til að víkka beygjur og styrkja vegkanta. Með blöðunum uppkomnum ná vindmyllurnar 150 metra hæð en þær voru formlega teknar í notkun þann 2. desember. Uppsett afl þeirra er samanlagt um 25 megavött og áætlað að þær framleiði um eitthundrað gígavattstundir á ári. Með þeim eykst sjálfbær raforkuframleiðsla Færeyinga um fjórðung. Athugasemd: Í upphaflegri frétt sagði að blöðin væru 117 metra löng. Sú tala á við þvermál hringsins sem blöðin mynda uppkomin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt: Færeyjar Vindorka Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit að losun vegna jarðefnaeldsneytis nái hámarki um miðjan áratuginn. 27. október 2022 14:08 Búast við hlutfallslega lítilli aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir því að losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundumvegna bruna á jarðefnaeldsneyti aukist um innan við eitt prósent á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Það megi þakka uppgangi endurnýjanlegra orkugjafa og rafknúinna bifreiða. 21. október 2022 15:23 Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en færeyskt samfélag er sennilega það sem einna mest líkist því íslenska. Þó er einn stór munur á; Færeyingar eru ekki jafn ríkir af orkulindum og Íslendingar og hafa þeir þurft að framleiða stóran hluta raforku sinnar með olíu. En rétt eins og á íslenskum fjöllum, þá getur verið vindasamt á þeim færeysku og því hafa Færeyingar ákveðið að veðja á vindorkuna í vegferð sinni að grænum orkuskiptum. Vindmyllugarðar eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum.Kringvarpið Tölurnar tala sínu máli um árangurinn. Í fyrra voru 62 prósent raforku Færeyinga framleidd með dísilolíu, 24 prósent með vatnsorku, 13 prósent með vindorku og um eitt prósent með lífdísil og sólarorku. Nýjustu tölur núna einn daginn í desember sýndu að dísilolían var fallin niður í 28 prósent, vatnsorkan var 25 prósent og vindorkan komin upp í 45 prósent, en tölur milli daga sveiflast þó mjög eftir því hvernig vindurinn blæs. Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Þar voru reistar sex vindmyllur, þær langstærstu í Færeyjum. Hver þeirra er 91 metra há og með þremur 57 metra löngum blöðum, sem mynda 117 metra hring að þvermáli. Hvert blað í stærstu vindmyllunum er 57 metra langt og því talsverð áskorun að flytja þau um vegakerfið.Kringvarpið Og það fylgdu því áskoranir að koma þessum risastóru ferlíkjum upp á fjallið, þannig þurfti vörubílahlöss til að víkka beygjur og styrkja vegkanta. Með blöðunum uppkomnum ná vindmyllurnar 150 metra hæð en þær voru formlega teknar í notkun þann 2. desember. Uppsett afl þeirra er samanlagt um 25 megavött og áætlað að þær framleiði um eitthundrað gígavattstundir á ári. Með þeim eykst sjálfbær raforkuframleiðsla Færeyinga um fjórðung. Athugasemd: Í upphaflegri frétt sagði að blöðin væru 117 metra löng. Sú tala á við þvermál hringsins sem blöðin mynda uppkomin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:
Færeyjar Vindorka Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit að losun vegna jarðefnaeldsneytis nái hámarki um miðjan áratuginn. 27. október 2022 14:08 Búast við hlutfallslega lítilli aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir því að losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundumvegna bruna á jarðefnaeldsneyti aukist um innan við eitt prósent á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Það megi þakka uppgangi endurnýjanlegra orkugjafa og rafknúinna bifreiða. 21. október 2022 15:23 Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20
Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit að losun vegna jarðefnaeldsneytis nái hámarki um miðjan áratuginn. 27. október 2022 14:08
Búast við hlutfallslega lítilli aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir því að losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundumvegna bruna á jarðefnaeldsneyti aukist um innan við eitt prósent á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Það megi þakka uppgangi endurnýjanlegra orkugjafa og rafknúinna bifreiða. 21. október 2022 15:23
Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51