Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. desember 2022 12:36 Leigubílstjórar hringsóluðu í kringum Dómkirkjuna og utan við Alþingishúsið í mótmælaskyni þegar atkvæðagreiðsla um leigubílafrumvarpið fór fram í vikunni. Aðsend Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt í gær. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Sjá einnig: Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Með frumvarpinu eru ýmis skilyrði leigubifreiðaaksturs afnumin. Félagsmenn bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins. Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins lýsir einnig áhyggjum yfir því að þjónustan muni versna til muna í kjölfar breytinganna og vísar til samtala við kollega sína í Skandinavíu eftir að álíka breytingar voru gerðar á leigubílakerfi þar. „Þar bæði versnaði þjónustan og öryggið fyrir því að þjónustan væri tilhlýðlega góð. Við höfum heyrt sögur af fólki sem var skilið eftir á miðri götu eftir að bílstjóri nennti ekki að leita að staðnum sem hann átti að keyra á,“ segir Sigþór og bætir við að í umræðunni um leigubíla hafi verið einblínt á að bíla vanti um helgar. Blindrafélagið sé hins vegar að horfa til að bílar séu til staðar allan sólarhringinn og alla virka daga. Hann segir afnám á stöðvarskyldu geta orðið til þess að þjónustan versni til muna „Eins og kerfið hefur verið þá er sá bílstjóri sem verður uppvís að einhvers konar misferli umsvifalaust tekinn úr þeirri þjónustu og það gerist í gegnum stöðina. Manni hefur fundist umræðan öll snúast um föstudags- og laugardagskvöld en enginn er að horfa til þess að leigubílar eiga að vera til staðar allan sólarhringinn daga ársins. Okkar hópur reiðir sig á leigubíla til að komast til og frá vinnu en við höfum áhyggjur af framboðinu,“ segir Sigþór að lokum. Leigubílar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt í gær. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Sjá einnig: Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Með frumvarpinu eru ýmis skilyrði leigubifreiðaaksturs afnumin. Félagsmenn bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins. Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins lýsir einnig áhyggjum yfir því að þjónustan muni versna til muna í kjölfar breytinganna og vísar til samtala við kollega sína í Skandinavíu eftir að álíka breytingar voru gerðar á leigubílakerfi þar. „Þar bæði versnaði þjónustan og öryggið fyrir því að þjónustan væri tilhlýðlega góð. Við höfum heyrt sögur af fólki sem var skilið eftir á miðri götu eftir að bílstjóri nennti ekki að leita að staðnum sem hann átti að keyra á,“ segir Sigþór og bætir við að í umræðunni um leigubíla hafi verið einblínt á að bíla vanti um helgar. Blindrafélagið sé hins vegar að horfa til að bílar séu til staðar allan sólarhringinn og alla virka daga. Hann segir afnám á stöðvarskyldu geta orðið til þess að þjónustan versni til muna „Eins og kerfið hefur verið þá er sá bílstjóri sem verður uppvís að einhvers konar misferli umsvifalaust tekinn úr þeirri þjónustu og það gerist í gegnum stöðina. Manni hefur fundist umræðan öll snúast um föstudags- og laugardagskvöld en enginn er að horfa til þess að leigubílar eiga að vera til staðar allan sólarhringinn daga ársins. Okkar hópur reiðir sig á leigubíla til að komast til og frá vinnu en við höfum áhyggjur af framboðinu,“ segir Sigþór að lokum.
Leigubílar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira