Handbolti

Aftur­elding á­fram eftir magnaðan leik | Hauka unnu Víking

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorsteinn Leó átti goðan leik sóknarlega í kvöld.
Þorsteinn Leó átti goðan leik sóknarlega í kvöld. Vísir/Diego

Afturelding er komið áfram í Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir magnaðan útisigur á HK, lokatölur 43-44 eftir vítakeppni. Þá unnu Haukar fimm marka útisigur á Víking, lokatölur 27-32.

Það var boðið til veislu í Kópavogi þar sem staðan var jöfn 30-30 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar hélt markasúpan áfram en aftur var staðan jöfn að framlengingunni lokinni, staðan þá 39-39. Því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem Afturelding hafði betur, 44-43.

Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 13 mörk. Þar á eftir kom Þorsteinn Leó Gunnarsson með 12 mörk. Í liði HK var Hjörtur Ingi Halldórsson markahæstur með 9 mörk.

Þá unnu Haukar fimm marka sigur á Víkingum, lokatölur 27-32. Marinó Gauti Gunnlaugsson var markahæstur í liði Víkings með 8 mörk. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur í liði Hauka, einnig með 8 mörk.

Að lokum vann Fram 48-29 útisigur á ÍBV B í Vestmannaeyjum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnu­menn á­fram með minnsta mun

Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×